Málfrelsi LÍÚ Kristinn H. Gunnarsson skrifar 9. mars 2015 07:00 LÍÚ hefur gefið út línuna um það hverjir eru þeim þóknanlegir og hverjir ekki. Samtökin taka ekki þátt í opnum upplýsingafundum um sjávarútvegsmál ef einhver annar hefur framsögu en samtökin hafa stimplað og vottfest sem hæfa til umræðunnar. LÍÚ neitaði að standa að fundi með Pírötum vegna þess að mér hafði verið boðið að tala. Skýringar blaðafulltrúans lúta að persónunni. Það er farið í manninn en forðast að ræða málefnið. Það er kjarni málsins. Ætlunin er að losna við ákveðna einstaklinga út úr opinberri umræðu þar sem þeir tala um það sem á að þegja um. Þetta er rökrétt framhald af valdbeitingu sem frammámenn innan samtakanna hafa orðið berir að. Rétt er að rifja upp nokkur dæmi: Samherji fékk því ráðið árið 2002 að alþingismaður Norðurlandskjördæmis eystra fyrir Vinstri græna flutti ekki hátíðarræðuna á sjómannadeginum á Akureyri. Gengið hafði verið frá því að þingmaðurinn talaði en hinn langi armur kvótaauðvaldsins á staðnum sætti sig ekki við ræðumanninn og annar alþingismaður úr öðrum flokki var fenginn til verksins. Forstjóri Samherja lokaði fiskvinnslu á Dalvík í framhaldi af rannsókn Seðlabankans á verðlagningu á afurðum fyrirtækisins sem seldar voru erlendis. Rannsóknar Seðlabankans var hefnt á Dalvík. Það voru skýr skilaboð til ráðamanna þjóðarinnar. Forstjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar í Hnífsdal reiddist svo bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að hann lét einn togara fyrirtækisins landa í Bolungarvík. Bæjarstjórnin vildi ekki ganga erinda LÍÚ og álykta eins og samtökin kröfðust í tilteknu máli. Skilaboðin voru líka skýr: Það hefur fjárhagslegar afleiðingar fyrir bæjarfélagið að hlýða ekki útgerðarvaldinu. Sjómenn í Bolungarvík leituðu réttar síns og sóttu lögboðið kaup. Forstjóri fyrirtækisins sagði upp tveimur sjómönnum sem gengu fram í því máli og bar við hagræðingu. Skilaboðin eru líka skýr: Það hefur afleiðingar að una ekki valdboðinu.Með rýting í bakinu LÍÚ gekkst fyrir útifundi á Austurvelli á síðasta kjörtímabili gegn þáverandi stjórnvöldum. Skipum með áhöfn var siglt til Reykjavíkur og sjómenn fengu skýr skilaboð um það sem ætlast var til af þeim. Sjómennirnir stóðu á Austurvelli í sjógöllum með rýting atvinnurekendavaldsins í bakinu. Forstjóri Samherja róaði Ísfirðinga með orðunum: Guggan verður áfram gul, áfram ÍS og áfram gerð út frá Ísafirði. Hann gekk á bak orða sinna að öllu leyti og fannst það allt í lagi. Hann sá bara eftir því að hafa lofað of miklu, ekki því að hafa vanefnt loforðið. Honum finnst allt í lagi að svipta Ísfirðinga vinnu, tekjum, umsvifum og sóknarfærum sem fylgja öflugri útgerð. Honum finnst að það eigi að taka því þegjandi og möglunarlaust. Þetta er það sem samtökin vilja þagga niður. Upprifjun á staðreyndum um vanefndir, valdníðslu og alvarlega vankanta á kvótakerfinu sem leiða til samþjöppunar auðs og valds. Það verður aldrei friður um kvótakerfið eins og það er. Ítrekaðar tilraunir útgerðarsamtakanna til þess að berja þjóðina til hlýðni eru dæmdar til þess að mistakast og munu bara virka eins og olía sem hellt er á bál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Kjósum Vinstri græn til áhrifa Svandísi Svavarsdóttur Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Geðheilbrigðismál á Íslandi er langtímaverkefni Ingibjörg Isaksen Skoðun Frjálsar handfæraveiðar Kári Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál á Íslandi er langtímaverkefni Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við erum rétt að byrja! Jónína Guðmundsdóttir skrifar Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Kjósum Vinstri græn til áhrifa Svandísi Svavarsdóttur skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar Kári Jónsson skrifar Skoðun Að vera stjórntækur að mati Viðreisnar Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Skilningsleysi xD og xM á hælisleitendakerfinu Kári Allansson skrifar Skoðun Börn á Íslandi, best í heimi! Sigríður Gísladóttir skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir vindorkuverum Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Börn með ADHD mega bara bíða Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað á ég að gera við barnið mitt þegar það vex úr grasi? Fjóla Hrund Björnsdóttir skrifar Skoðun Af hverju stappa börn niður fótunum? Hans Steinar Bjarnason skrifar Skoðun Afurðastöðvar í samkeppni við sjálfar sig? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Leikskólamálin – eitt stærsta jafnréttismálið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfest í mínum skóla Sigmar Þormar skrifar Skoðun Á réttri leið Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Íslenskt loftslagsflóttafólk og kosningarnar Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á degi barnsins Ásmundur Einar Daðason skrifar Sjá meira
LÍÚ hefur gefið út línuna um það hverjir eru þeim þóknanlegir og hverjir ekki. Samtökin taka ekki þátt í opnum upplýsingafundum um sjávarútvegsmál ef einhver annar hefur framsögu en samtökin hafa stimplað og vottfest sem hæfa til umræðunnar. LÍÚ neitaði að standa að fundi með Pírötum vegna þess að mér hafði verið boðið að tala. Skýringar blaðafulltrúans lúta að persónunni. Það er farið í manninn en forðast að ræða málefnið. Það er kjarni málsins. Ætlunin er að losna við ákveðna einstaklinga út úr opinberri umræðu þar sem þeir tala um það sem á að þegja um. Þetta er rökrétt framhald af valdbeitingu sem frammámenn innan samtakanna hafa orðið berir að. Rétt er að rifja upp nokkur dæmi: Samherji fékk því ráðið árið 2002 að alþingismaður Norðurlandskjördæmis eystra fyrir Vinstri græna flutti ekki hátíðarræðuna á sjómannadeginum á Akureyri. Gengið hafði verið frá því að þingmaðurinn talaði en hinn langi armur kvótaauðvaldsins á staðnum sætti sig ekki við ræðumanninn og annar alþingismaður úr öðrum flokki var fenginn til verksins. Forstjóri Samherja lokaði fiskvinnslu á Dalvík í framhaldi af rannsókn Seðlabankans á verðlagningu á afurðum fyrirtækisins sem seldar voru erlendis. Rannsóknar Seðlabankans var hefnt á Dalvík. Það voru skýr skilaboð til ráðamanna þjóðarinnar. Forstjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar í Hnífsdal reiddist svo bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að hann lét einn togara fyrirtækisins landa í Bolungarvík. Bæjarstjórnin vildi ekki ganga erinda LÍÚ og álykta eins og samtökin kröfðust í tilteknu máli. Skilaboðin voru líka skýr: Það hefur fjárhagslegar afleiðingar fyrir bæjarfélagið að hlýða ekki útgerðarvaldinu. Sjómenn í Bolungarvík leituðu réttar síns og sóttu lögboðið kaup. Forstjóri fyrirtækisins sagði upp tveimur sjómönnum sem gengu fram í því máli og bar við hagræðingu. Skilaboðin eru líka skýr: Það hefur afleiðingar að una ekki valdboðinu.Með rýting í bakinu LÍÚ gekkst fyrir útifundi á Austurvelli á síðasta kjörtímabili gegn þáverandi stjórnvöldum. Skipum með áhöfn var siglt til Reykjavíkur og sjómenn fengu skýr skilaboð um það sem ætlast var til af þeim. Sjómennirnir stóðu á Austurvelli í sjógöllum með rýting atvinnurekendavaldsins í bakinu. Forstjóri Samherja róaði Ísfirðinga með orðunum: Guggan verður áfram gul, áfram ÍS og áfram gerð út frá Ísafirði. Hann gekk á bak orða sinna að öllu leyti og fannst það allt í lagi. Hann sá bara eftir því að hafa lofað of miklu, ekki því að hafa vanefnt loforðið. Honum finnst allt í lagi að svipta Ísfirðinga vinnu, tekjum, umsvifum og sóknarfærum sem fylgja öflugri útgerð. Honum finnst að það eigi að taka því þegjandi og möglunarlaust. Þetta er það sem samtökin vilja þagga niður. Upprifjun á staðreyndum um vanefndir, valdníðslu og alvarlega vankanta á kvótakerfinu sem leiða til samþjöppunar auðs og valds. Það verður aldrei friður um kvótakerfið eins og það er. Ítrekaðar tilraunir útgerðarsamtakanna til þess að berja þjóðina til hlýðni eru dæmdar til þess að mistakast og munu bara virka eins og olía sem hellt er á bál.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun