Framkvæmdaáætlunin frá Peking 20 ára Eygló Harðardóttir skrifar 9. mars 2015 07:00 Alþjóðlegur baráttudagur kvenna er haldinn hátíðlegur 8. mars ár hvert. Dagurinn á sér sögu allt aftur til ársins 1910 en um 1970 fékk dagurinn viðurkenningu Sameinuðu þjóðanna og síðan hafa kvennahreyfingin, verkalýðsfélög, stjórnvöld og alþjóðastofnanir sameinast um að nýta daginn málaflokknum til framdráttar. Sameinuðu þjóðirnar fagna 70 ára afmæli á þessu ári. Fram kemur í inngangsorðum sáttmála hinna Sameinuðu þjóða, sem öðlaðist gildi þann 24. október 1945, að meðal meginmarkmiða þeirra sé jafnrétti kvenna og karla. Meðal þeirra 160 aðila sem undirrituðu sáttmálann voru einungis 4 konur og endurspeglar það fæð kvenna í opinberu lífi. Að sama skapi hafði heimsbyggðin enga vitneskju um raunverulega stöðu kvenna fyrr en að Sameinuðu þjóðirnar réðust, í aðdraganda kvennáratugarins 1975–1985, í það verkefni að meta stöðu kvenna í hverju ríki fyrir sig. Í ljós kom að stór hluti kvenna bjó við réttindaleysi, fátækt og ofbeldi. Í dag eru konur enn í meirihluta þeirra sem lifa við skort á efnislegum gæðum og takmarkað aðgengi að áhrifastöðum á sviði stjórn- og efnahagsmála. Í ár eru liðin 20 ár frá kvennaráðstefnunni í Peking þar sem merk framkvæmdaáætlun um jafnrétti var samþykkt. Fundur kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna sem nú stendur yfir í New York er tileinkaður afmæli framkvæmdaáætlunarinnar sem í tólf köflum leggur grunn að starfi aðildarríkjanna á sviði jafnréttismála. Sömuleiðis er innihald nýrra þróunarmarkmiða til umræðu á fundinum. Norðurlöndin hafa sameinast í baráttu fyrir því að réttur kvenna til lífs án mismununar og ofbeldis verði virtur. Sérstök áhersla er lögð á aðgengi kvenna að þjónustu á sviði kyn- og frjósemisheilbrigðis, t.d hvað varðar aðgengi að frjálsum fóstureyðingum og bann við limlestingum á kynfærum stúlkubarna og kvenna. Stjórnvöldum víða um heim má vera ljóst að án valdeflingar og þátttöku kvenna er ekki hægt að uppfylla markmið um frið, fæðuöryggi, lýðræðislega stofnanauppbyggingu og jafnt aðgengi að menntun svo að einhver dæmi séu nefnd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Alþjóðlegur baráttudagur kvenna er haldinn hátíðlegur 8. mars ár hvert. Dagurinn á sér sögu allt aftur til ársins 1910 en um 1970 fékk dagurinn viðurkenningu Sameinuðu þjóðanna og síðan hafa kvennahreyfingin, verkalýðsfélög, stjórnvöld og alþjóðastofnanir sameinast um að nýta daginn málaflokknum til framdráttar. Sameinuðu þjóðirnar fagna 70 ára afmæli á þessu ári. Fram kemur í inngangsorðum sáttmála hinna Sameinuðu þjóða, sem öðlaðist gildi þann 24. október 1945, að meðal meginmarkmiða þeirra sé jafnrétti kvenna og karla. Meðal þeirra 160 aðila sem undirrituðu sáttmálann voru einungis 4 konur og endurspeglar það fæð kvenna í opinberu lífi. Að sama skapi hafði heimsbyggðin enga vitneskju um raunverulega stöðu kvenna fyrr en að Sameinuðu þjóðirnar réðust, í aðdraganda kvennáratugarins 1975–1985, í það verkefni að meta stöðu kvenna í hverju ríki fyrir sig. Í ljós kom að stór hluti kvenna bjó við réttindaleysi, fátækt og ofbeldi. Í dag eru konur enn í meirihluta þeirra sem lifa við skort á efnislegum gæðum og takmarkað aðgengi að áhrifastöðum á sviði stjórn- og efnahagsmála. Í ár eru liðin 20 ár frá kvennaráðstefnunni í Peking þar sem merk framkvæmdaáætlun um jafnrétti var samþykkt. Fundur kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna sem nú stendur yfir í New York er tileinkaður afmæli framkvæmdaáætlunarinnar sem í tólf köflum leggur grunn að starfi aðildarríkjanna á sviði jafnréttismála. Sömuleiðis er innihald nýrra þróunarmarkmiða til umræðu á fundinum. Norðurlöndin hafa sameinast í baráttu fyrir því að réttur kvenna til lífs án mismununar og ofbeldis verði virtur. Sérstök áhersla er lögð á aðgengi kvenna að þjónustu á sviði kyn- og frjósemisheilbrigðis, t.d hvað varðar aðgengi að frjálsum fóstureyðingum og bann við limlestingum á kynfærum stúlkubarna og kvenna. Stjórnvöldum víða um heim má vera ljóst að án valdeflingar og þátttöku kvenna er ekki hægt að uppfylla markmið um frið, fæðuöryggi, lýðræðislega stofnanauppbyggingu og jafnt aðgengi að menntun svo að einhver dæmi séu nefnd.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar