Innlent

Segir forystuna verða að "sprengja þetta graftarkýli og þurrka gröftinn af“

Atli Ísleifsson skrifar
Jóhannes Gunnar Bjarnason var oddviti Framsóknarmanna á Akureyri um margra ára skeið.
Jóhannes Gunnar Bjarnason var oddviti Framsóknarmanna á Akureyri um margra ára skeið.
Jóhannes Gunnar Bjarnason, fyrrum oddviti Framsóknarflokksins á Akureyri, segir í Facebook-færslu sinni tvívegis í dag hafa verið spurður hvort hann sé rasisti. Jóhannes Gunnar segir ástæðurnar „ekki vegna eigin orða eða gjörða heldur framganga borgarfulltrúa flokksins síðustu misseri.“

Jóhannes Gunnar segir í samtali við Vísi að þar sé hann að ræða um borgarfulltrúa flokksins í Reykjavík, þær Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur og Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur. Hann segist fagna því að Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra og Eygló Harðardóttir hafi gagnrýnt borgarfulltrúana en að það sé ekki nóg. „Ef kemur ekki skýrt frá formanni og varaformanni að þetta daður við rasisma líðist ekki þá munu ég og fleiri yfirgefa þennan flokk. Formaður flokksins verður að koma með afdráttarlausa yfirlýsingu. Vissulega fundaði hann með þeim varðandi þetta mál með Gústaf Níelsson, en svo kemur aðstoðarmaður hans fram og segir að formaðurinn muni ekki tjá sig frekar um þetta mál. Þögnin er ákveðin vörn.“

Jóhannes Gunnar segir í færslu sinni að forysta flokksins verði að „sprengja þetta graftarkýli og þurrka gröftinn af. Rasismadaðurdrottningarnar í Reykjavík eiga ekkert erindi í þessum flokki. Svona þenkjandi fólk verður að víkja, þeim á ekki að vera vært á næsta flokksþingi.“

Í færslunni segir að ef ekkert verði að gert munu þeir sem hafa „umburðalyndi og virðingu fyrir öllum manneskjum að leiðarljósi fara. Fram að næsta flokksþingi þarf afdráttarlausa yfirlýsingu frá formanni flokksins og varaformanni um fullkomna andstöðu við daðurborgarfulltrúana. Ef ekki munu flestir þeirra fáu sem reyna að verja málstað flokksins fara. Þar á meðal ég.“


Tengdar fréttir

Skipan Gústafs dregin til baka

Borgarfulltrúar Framsóknar og flugvallarvina hafa ákveðið að draga til baka skipan varafulltrúa síns í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum.

Ræddi skipan Gústafs við borgarfulltrúa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, hitti fulltrúar Framsóknar og flugvallarvina á fundi í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×