Viðskipti innlent

Heilsuvera valinn besti íslenski vefurinn

Atli Ísleifsson skrifar
Hópurinn sem stendur að Heilsuveru fagnar hér verðlaunum með einni "selfie".
Hópurinn sem stendur að Heilsuveru fagnar hér verðlaunum með einni "selfie".
Íslensku vefverðlaunin voru afhent fyrr í dag við hátíðlega athöfn í Gamla Bíó.

Í tilkynningu frá Samtökum vefiðnaðarins segir að verðlaunin séu árleg uppskeruhátíð vefiðnaðarins, haldin með það að markmiði að efla iðnaðinn, verðlauna framúrskarandi verkefni og hvetja þá sem starfa í vefiðnaðinum til dáða.

Í ár voru veitt verðlaun í fimmtán flokkum. Dómnefnd valdi sigurvefina í 13 flokkum en félagsmenn SVEF völdu athyglisverðasta vefinn.

Besti íslenski vefurinn 2014

heilsuvera.is

Heilsuvera er öruggt vefsvæði þar sem almenningur getur átt í samskiptum við heilbrigðisþjónustuna og nálgast gögn úr eigin sjúkraskrá. Vera er samstarfsverkefni Embættis landlæknis, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og TM-Software.



Athyglisverðasti vefurinn (valinn af félagsmönnum SVEF)


blaer.is

Birna og 'crew'



Frumlegasti vefurinn


oruggborg.is

UN women á Íslandi

Samstarfsaðilar:

Hugmyndavinna og framleiðsla: Tjarnargatan

Viðmótshönnun: Playmo

Forritun: Hreinn Beck



Besti fyrirtækjavefurinn (færri en 50 starfsmenn)


midi.is

Samstarfsaðili er Skapalón



Besti fyrirtækjavefurinn (fleiri en 50 starfsmenn)


Árskýrsla Landsvirkjunnar 2014

Samstarfsaðili: Johnson & Lemacks



Aðgengilegasti vefurinn

Vefur Háskólans í Reykjavík

Samstarfsaðili: Hugsmiðjan og Skapalón

Besti innri vefurinn

Innri vefur Fjársýslu ríkisins

Samstarfsaðili er Hugsmiðjan

Besta þjónustusvæðið

Netbanki Landsbankans

Landsbankinn

Besta appið

Strætó

Samstarfsaðili er Stokkur

Besta markaðsherferðin á netinu

Göngum til góðs - Rauði Krossinn

Samstarfsaðili Hvíta húsið / Rósa Hrund Kristjánsdóttir

Besti einstaklings vefurinn

hvaderibio.is

Hugi Hlynsson

Besti non-profit vefurinn

hvaderibio.is

Hugi Hlynsson

Besti vefmiðillinn

nutiminn.is

Fálki útgáfa ehf.

Besti opinberi vefurinn

samgongustofa.is

Samstarfsaðili er Hugsmiðjan

Besta hönnun og viðmót

dominos.is

Samstarfsaðili er Skapalón

Vefverðlaunin voru fyrst veitt árið 2000 en undanfarin ár hefur dómnefnd farið yfir á annað hundrað tilnefningar.

Verðlaunaafhendingin fór fram í Gamla bíói.
Heilsuvera er vefur þar sem almenningur getur átt í samskiptum við heilbrigðisþjónustuna og nálgast gögn úr eigin sjúkraskrá.
Vera er samstarfsverkefni Embættis landlæknis, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og TM-Software.

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×