NBA: Þrír leikmenn Atlanta Hawks valdir í Stjörnuleikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2015 10:00 Jeff Teague er einn af þeim sem eru í Stjörnuleiknum í fyrsta sinn. Vísir/Getty NBA-deildin tilkynnti í nótt hvaða 24 leikmenn mun spila Stjörnuleikinn sem fer fram í New York 15. febrúar næstkomandi en viku fyrr kom í ljós hvaða leikmenn fengu flest atkvæði í kosningunni og byrja því leikinn. Atlanta Hawks liðið hefur unnið 17 leiki í röð og liðið á líka þrjá leikmenn í Stjörnuliði Austurdeildarinnar eða þá Al Horford, Paul Millsap og Jeff Teague. Ekkert lið í deildinni á fleiri leikmenn í Stjörnuleiknum í ár. Þriggja stiga skyttan Kyle Korver gat jafnvel orðið sá fjórði en var ekki valinn. Chris Bosh og Dwyane Wade hjá Miami Heat voru báðir valdir í liðið en Kevin Love hjá Cleveland Cavaliers þykir ekki nægilega góður fyrir stjörnulið Austurdeildarinnar. Kevin Durant og Russell Westbrook, leikmenn Oklahoma City Thunder, komust báðir í liðið þrátt fyrir að hafa misst af stórum hluta tímabilsins vegna meiðsla. Damian Lillard, bakvörður Portland Trail Blazers, var ekki valinn í liðið sem vekur furðu margra enda frábær leikmaður sem fer fyrir þriðja besta liði Vesturdeildarinnar. Kobe Bryant er meiddur og því gæti Lillard verið tekinn inn fyrir hann en Adam Silver, yfirmaður deildarinnar, ákveður hvaða varamaður kemur inn. Skvettubræðurnir Stephen Curry og Klay Thompson hjá Golden State Warriors eru að sjálfsögðu báðir í liðinu. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1993 (Chris Mullin og Tim Hardaway) sem Golden State Warriors á tvo leikmenn í Stjörnuleiknum. Hér fyrir neðan má sjá liðin í stjörnuleiknum. Varamennirnir eru valdir út frá kosningu þjálfar í viðkomandi deild. Þeir mega þó ekki kjósa eigin leikmenn. Tim Duncan var valinn í Stjörnleikinn í fimmtánda sinn og jafnaði þar með þá Shaquille O'Neal og Kevin Garnett. Kareem Abdul-Jabbar var 19 sinnum valinn í Stjörnuleikinn á sínum tíma og Kobe Bryant nú í 17. sinn.Stjörnulið Austurdeildarinnar:Byrjunarliðið John Wall, Washington Wizards Kyle Lowry, Toronto Raptors [Nýliði] LeBron James, Cleveland Cavaliers Pau Gasol, Chicago Bulls Carmelo Anthony, New York KnicksVaramenn: Al Horford, Atlanta Hawks Chris Bosh, Miami Heat Paul Millsap, Atlanta Hawks Jimmy Butler, Chicago Bulls [Nýliði] Dwyane Wade, Miami Heat Jeff Teague, Atlanta Hawks [Nýliði] Kyrie Irving, Cleveland Cavaliers Þjálfari: Mike Budenholzer (Atlanta Hawks)Stjörnulið Vesturdeildarinnar:Byrjunarliðið Stephen Curry, Golden State Warriors Kobe Bryant, Los Angeles Lakers Anthony Davis, New Orleans Pelicans Marc Gasol, Memphis Grizzlies Blake Griffin, Los Angeles Clippers Varamenn: LaMarcus Aldridge, Portland Trail Blazers Tim Duncan, San Antonio Spurs Kevin Durant, Oklahoma City Thunder Klay Thompson, Golden State Warriors [Nýliði] Russell Westbrook, Oklahoma City Thunder James Harden, Houston Rockets Chris Paul, Los Angeles ClippersÞjálfari: Steve Kerr (Golden State Warriors) NBA Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ Sjá meira
NBA-deildin tilkynnti í nótt hvaða 24 leikmenn mun spila Stjörnuleikinn sem fer fram í New York 15. febrúar næstkomandi en viku fyrr kom í ljós hvaða leikmenn fengu flest atkvæði í kosningunni og byrja því leikinn. Atlanta Hawks liðið hefur unnið 17 leiki í röð og liðið á líka þrjá leikmenn í Stjörnuliði Austurdeildarinnar eða þá Al Horford, Paul Millsap og Jeff Teague. Ekkert lið í deildinni á fleiri leikmenn í Stjörnuleiknum í ár. Þriggja stiga skyttan Kyle Korver gat jafnvel orðið sá fjórði en var ekki valinn. Chris Bosh og Dwyane Wade hjá Miami Heat voru báðir valdir í liðið en Kevin Love hjá Cleveland Cavaliers þykir ekki nægilega góður fyrir stjörnulið Austurdeildarinnar. Kevin Durant og Russell Westbrook, leikmenn Oklahoma City Thunder, komust báðir í liðið þrátt fyrir að hafa misst af stórum hluta tímabilsins vegna meiðsla. Damian Lillard, bakvörður Portland Trail Blazers, var ekki valinn í liðið sem vekur furðu margra enda frábær leikmaður sem fer fyrir þriðja besta liði Vesturdeildarinnar. Kobe Bryant er meiddur og því gæti Lillard verið tekinn inn fyrir hann en Adam Silver, yfirmaður deildarinnar, ákveður hvaða varamaður kemur inn. Skvettubræðurnir Stephen Curry og Klay Thompson hjá Golden State Warriors eru að sjálfsögðu báðir í liðinu. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1993 (Chris Mullin og Tim Hardaway) sem Golden State Warriors á tvo leikmenn í Stjörnuleiknum. Hér fyrir neðan má sjá liðin í stjörnuleiknum. Varamennirnir eru valdir út frá kosningu þjálfar í viðkomandi deild. Þeir mega þó ekki kjósa eigin leikmenn. Tim Duncan var valinn í Stjörnleikinn í fimmtánda sinn og jafnaði þar með þá Shaquille O'Neal og Kevin Garnett. Kareem Abdul-Jabbar var 19 sinnum valinn í Stjörnuleikinn á sínum tíma og Kobe Bryant nú í 17. sinn.Stjörnulið Austurdeildarinnar:Byrjunarliðið John Wall, Washington Wizards Kyle Lowry, Toronto Raptors [Nýliði] LeBron James, Cleveland Cavaliers Pau Gasol, Chicago Bulls Carmelo Anthony, New York KnicksVaramenn: Al Horford, Atlanta Hawks Chris Bosh, Miami Heat Paul Millsap, Atlanta Hawks Jimmy Butler, Chicago Bulls [Nýliði] Dwyane Wade, Miami Heat Jeff Teague, Atlanta Hawks [Nýliði] Kyrie Irving, Cleveland Cavaliers Þjálfari: Mike Budenholzer (Atlanta Hawks)Stjörnulið Vesturdeildarinnar:Byrjunarliðið Stephen Curry, Golden State Warriors Kobe Bryant, Los Angeles Lakers Anthony Davis, New Orleans Pelicans Marc Gasol, Memphis Grizzlies Blake Griffin, Los Angeles Clippers Varamenn: LaMarcus Aldridge, Portland Trail Blazers Tim Duncan, San Antonio Spurs Kevin Durant, Oklahoma City Thunder Klay Thompson, Golden State Warriors [Nýliði] Russell Westbrook, Oklahoma City Thunder James Harden, Houston Rockets Chris Paul, Los Angeles ClippersÞjálfari: Steve Kerr (Golden State Warriors)
NBA Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ Sjá meira