Innlent

Fastur á fjallvegi í lakkskóm og leðurjakka: Ósáttur við björgunarsveit sem kom á vettvang

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Maðurinn ók framhjá lokunarskilti og festi bíl sinn í kjölfarið.
Maðurinn ók framhjá lokunarskilti og festi bíl sinn í kjölfarið. Vísir/Róbert
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í nótt beiðni um aðstoð frá manni sem var búinn að festa bíl sinn á fjallvegi ekki langt frá höfuðborgarsvæðinu. Hann hafði ekið framhjá lokunarskiltum, fest jeppling sem hann var á og komst hvorki lönd né strönd.

Lögreglan spurði manninn hvort hann hefði reynt að fá aðstoð frá fjölskyldu eða vinum. Maðurinn sagðist ekki vilja vekja það fólk um miðja nótt, en óskaði eftir aðstoð björgunarsveita. Hann sagðist borga sína skatta og ætti því rétt á aðstoð.

Sjá einnig:„Við erum ekki þjónustustofnun“

Björgunarsveit var send á vettvang og þegar hún kom á staðinn kom í ljós að hann var klæddur í lakkskó og leðurjakka í 7 stiga frosti.

Maðurinn var síðan mjög ósáttur við björgunarsveitarmenn því þeir neituðu að draga jepplinginn og koma honum til byggða. Manninum var bjargað úr prísundinni en hann þarf að leita annarra leiða til að losa bílinn. 


Tengdar fréttir

„Við erum ekki þjónustustofnun“

Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, telur að flestir skilji starf björgunarsveitanna betur en maður sem bjargað var í nótt eftir að hafa virt lokanir að vettugi og fest bíl sinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×