Tónlist

Sykurmolarnir hlutu heiðursverðlaunin

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Sykurmolarnir á tónleikum.
Sykurmolarnir á tónleikum. Vísir/GVA
Sykurmolarnir hlutu heiðursverðlaun íslensku tónlistarverðlaunanna nú rétt í þessu. Hljómsveitin var stofnuð 1986 og náði heimsfrægð.

Í rökstuðningi dómnefndar segir að fyrir rúmlega aldarfjórðungi hafi komið saman í Reykjavík skáld og tónlistarmenn og stofnað útgáfufélag sem átti eftir að hafa mikil áhrif í íslenskri tónlistarsögu. Þetta útgáfufélag hét Smekkleysa SM og uppúr Smekkleysu kom hljómsveit sem hafði mun meiri áhrif en vinsældir hennar hér heima fyrir bentu til í byrjun.

Hljómsveitin var Sykurmolarnir, náði heimsfrægð og ruddi þannig braut sem fjölmargar íslenskar hljómsveitir hafa fetað upp frá því. Útgáfufélagið Smekkleysa hefur markað djúp spor í íslenska menningarsögu og komið fjölmörgum öðrum tónlistarmönnum á framfæri. Meðlimir Sykurmolanna hafa allir haldið áfram að auðga íslenskt menningarlíf.

Björk Guðmundsdóttir söngkona var ekki viðstödd verðlaunaafhendinguna en þau Margrét Örnólfsdóttir, Einar Örn Benediktsson, Sigtryggur Baldursson, Þór Eldon, og Bragi Ólafsson tóku við verðlaununum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.