Ellefu félagaskipti á 20 mínútum í NBA: Kevin Garnett er kominn heim Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. febrúar 2015 08:00 Kevin Garnett er aftur orðinn Úlfur. vísir/epa Lokadagur félagaskipta á yfirstandandi leiktíð í NBA-deildinni í körfubolta var í gær. Eftir rólegheit framan af degi varð allt vitlaust á síðustu 20 mínútunum þegar ellefu skipti fóru fram; stór sem smá. Eitt það stærsta sem gerðist var að Kevin Garnett, besti leikmaðurinn í sögu Minnesota Timberwolves, sneri aftur heim og Brooklyn Nets fengu Thaddeus Young í staðinn. Vísir fer hér yfir skiptin sem áttu sér stað áður en glugganum var lokað með hjálp vina okkar hjá USA Today.Goran Dragic.vísir/epaGoran Dragic, leikstjórnandi Phoenix Suns, vildi komast burt og fór til Miami Heat. Suns fékk Danny Granger, Norris Cole, Shawne Williams, Justin Hamilton og tvo valrétti í nýliðavalinu. Suns sendi svo Hamilton, Cole og Willams til New Orleans fyrir John Salmons.Reggie Jackson, sjötti maðurinn hjá OKC Thunder, var sendur til Detroit Pistons og í staðinn fékk þruman Enes Kanter frá Utah Jazz í þriggja liða skiptum. Thunder sendi miðherjann Kendrick Perkins til Utah og fékk í staðinn Kyle Singler og D.J. Augustin frá Detroit og Steve Novak frá Utah Jazz. Sem fyrr segir er Kevin Garnett kominn aftur heim til Minnesota frá Brooklyn, en Nets fékk Thaddeys Young á móti. Talið er að Garnett fái hlut í Timberwolves-liðinu og starfi þar á skrifstofunni í framtíðinni.Brandan Knight.vísir/epaBrandon Knight er ekki lengur leikstjórnandi Milwaukee Bucks. Honum var skipt til Phoenix Suns og í staðinn fékk Bucks-liðið Michael Carter-Williams frá Philadelphia 76ers og Miles Plumlee og Tyler Ennes frá Suns. Sem hluti af skiptunum fær 76ers valrétt í fyrstu umferð nýliðavalsins frá Los Angeles. Þeir geta valið í fyrstu fimm umferðunum í ár, fyrstu þremur umferðunum á næsta ári og hvenær sem er 2017 og 2018.Arron Affalo er orðinn leikmaður Portland Trail Blazers, en hann kom frá Denver Nuggets. Alonzo Gee fór með Affalo til Portland en Nuggets fékk Will Barton, Victor Claver og Thomas Robinson auk valréttar í nýliðavalinu 2016. Isaiah Thomas var sendur frá Phoenix Suns til Boston Celtics fyrir Marcus Thomton og valrétt í fyrstu umferð 2016. Houston Rockets jók breiddina á bekknum hjá sér með því að landa Pablo Prigioni frá New York og K.J. McDaniels frá 76ers. Rockets sendi frá sér bakverðina ungu Isaiah Canaan til 76ers og Alexey Shved til Knicks í staðinn. Knicks fær einnig tvo valrétti í annarri umferð nýliða valsins og Philadelphia einn.Tayshaun Prince.vísir/epaRamon Sessions er mættur til Washington Wizards frá Sacramento Kings og í staðinn fór hinn 38 ára gamli bakvörður Andre Miller til Kings. George Karl, nýráðinn þjálfari Sacramento, hefur lengi verið aðdáandi Millers. Að lokum er Tayshaun Prince kominn heim til Detroit en hann var í byrjunarliðinu þegar Pistons vann LA Lakers í lokaúrslitum NBA-deildarinnar 2004. Í staðinn fyrir Prince, sem kom frá Boston, fékk Celtics-liðið framherjana Jonas Jerebko og Gigi Datome. NBA Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Sjá meira
Lokadagur félagaskipta á yfirstandandi leiktíð í NBA-deildinni í körfubolta var í gær. Eftir rólegheit framan af degi varð allt vitlaust á síðustu 20 mínútunum þegar ellefu skipti fóru fram; stór sem smá. Eitt það stærsta sem gerðist var að Kevin Garnett, besti leikmaðurinn í sögu Minnesota Timberwolves, sneri aftur heim og Brooklyn Nets fengu Thaddeus Young í staðinn. Vísir fer hér yfir skiptin sem áttu sér stað áður en glugganum var lokað með hjálp vina okkar hjá USA Today.Goran Dragic.vísir/epaGoran Dragic, leikstjórnandi Phoenix Suns, vildi komast burt og fór til Miami Heat. Suns fékk Danny Granger, Norris Cole, Shawne Williams, Justin Hamilton og tvo valrétti í nýliðavalinu. Suns sendi svo Hamilton, Cole og Willams til New Orleans fyrir John Salmons.Reggie Jackson, sjötti maðurinn hjá OKC Thunder, var sendur til Detroit Pistons og í staðinn fékk þruman Enes Kanter frá Utah Jazz í þriggja liða skiptum. Thunder sendi miðherjann Kendrick Perkins til Utah og fékk í staðinn Kyle Singler og D.J. Augustin frá Detroit og Steve Novak frá Utah Jazz. Sem fyrr segir er Kevin Garnett kominn aftur heim til Minnesota frá Brooklyn, en Nets fékk Thaddeys Young á móti. Talið er að Garnett fái hlut í Timberwolves-liðinu og starfi þar á skrifstofunni í framtíðinni.Brandan Knight.vísir/epaBrandon Knight er ekki lengur leikstjórnandi Milwaukee Bucks. Honum var skipt til Phoenix Suns og í staðinn fékk Bucks-liðið Michael Carter-Williams frá Philadelphia 76ers og Miles Plumlee og Tyler Ennes frá Suns. Sem hluti af skiptunum fær 76ers valrétt í fyrstu umferð nýliðavalsins frá Los Angeles. Þeir geta valið í fyrstu fimm umferðunum í ár, fyrstu þremur umferðunum á næsta ári og hvenær sem er 2017 og 2018.Arron Affalo er orðinn leikmaður Portland Trail Blazers, en hann kom frá Denver Nuggets. Alonzo Gee fór með Affalo til Portland en Nuggets fékk Will Barton, Victor Claver og Thomas Robinson auk valréttar í nýliðavalinu 2016. Isaiah Thomas var sendur frá Phoenix Suns til Boston Celtics fyrir Marcus Thomton og valrétt í fyrstu umferð 2016. Houston Rockets jók breiddina á bekknum hjá sér með því að landa Pablo Prigioni frá New York og K.J. McDaniels frá 76ers. Rockets sendi frá sér bakverðina ungu Isaiah Canaan til 76ers og Alexey Shved til Knicks í staðinn. Knicks fær einnig tvo valrétti í annarri umferð nýliða valsins og Philadelphia einn.Tayshaun Prince.vísir/epaRamon Sessions er mættur til Washington Wizards frá Sacramento Kings og í staðinn fór hinn 38 ára gamli bakvörður Andre Miller til Kings. George Karl, nýráðinn þjálfari Sacramento, hefur lengi verið aðdáandi Millers. Að lokum er Tayshaun Prince kominn heim til Detroit en hann var í byrjunarliðinu þegar Pistons vann LA Lakers í lokaúrslitum NBA-deildarinnar 2004. Í staðinn fyrir Prince, sem kom frá Boston, fékk Celtics-liðið framherjana Jonas Jerebko og Gigi Datome.
NBA Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Sjá meira