Innlent

Kynferðisofbeldi í litlum bæjarfélögum: Konurnar ganga harðast fram

Konur ganga harðast fram gegn fórnarlömbum kynferðisofbeldis í litlum bæjarfélögum. Þetta segir Guðrún Katrín Jóhannesdóttir, meistaranemi í félagsfræði, en hún rannsakar nú hvernig tekið er á slíkum málum.

Í rannsókn sinni tók Guðrún viðtöl við fólk í bæjarfélögum þar sem kona hafði kært karl fyrir kynferðisofbeldi. Í viðtölunum kom fram að konurnar sem kærðu upplifðu útskúfun. Bæjarfélögin skiptust í tvær fylkingar og margir tóku beina afstöðu með ofbeldismanninum.

Rætt var við Guðrúnu í Íslandi í dag. Smelltu á klippuna til að sjá viðtalið.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×