Nýr gjaldmiðill eða piss í skóinn? Árni Páll Árnason skrifar 3. nóvember 2015 07:00 Ríkisstjórnin hefur nú lokið samningum við erlenda kröfuhafa um stöðugleikaframlög, sem fela í sér að kröfuhafarnir fá hundruð milljarða í afslátt af stöðugleikaskatti gegn því að fara ekki í mál við ríkið. Gráglettið er að hin efnislega niðurstaða er mjög í samræmi við þá leið sem við í Samfylkingunni lögðum til fyrir síðustu kosningar, um að samningsstaðan við kröfuhafa yrði nýtt og gera mætti ráð fyrir að þá skapaðist svigrúm upp á um 300 milljarða sem nýta þyrfti til greiðslu skulda ríkissjóðs. Framsóknarflokkurinn sem ætlaði fyrir kosningar að berja erlenda kröfuhafa með kylfum, semur nú við þá í mestu vinsemd. Miklu máli skiptir að vel takist til við þessa aðgerð. Eins og seðlabankastjóri hefur sagt, er bara eitt skot í byssunni. Ástæðan fyrir því að skotið er í byssunni er sú að hún var hlaðin í tíð síðustu ríkisstjórnar, gegn vilja núverandi stjórnarflokka. Sjálfstæðisflokkurinn greiddi meira að segja atkvæði gegn því að fella slitabúin undir höft. Þess vegna höfum við krafist þess að allar staðreyndir verði uppi á borðum og óháðum sérfræðingum og þjóðinni allri gefist tími til að kanna allar forsendur til hlítar. Ef ekki er nægilega vel að verki staðið er nefnilega raunveruleg hætta að verið sé að opna dyr fyrir erlenda kröfuhafa til að sleppa létt frá höftunum, en að þjóðin, lífeyrissjóðir í hennar eigu og innlend fyrirtæki sitji áfram innan hafta. En ef vel tekst til skapast tækifæri til að stíga næstu skref. Þá verða kjöraðstæður til að taka upp nýjan gjaldmiðil og losa okkur út úr þeim eilífðarvanda sem fylgir krónunni og verðtryggingunni. Ef tækifærið verður ekki nýtt, blasir því miður enn og aftur við ný hringrás uppgangs, verðbólgu, vaxtahækkana, gengisfellingar og hækkunar verðtryggðra lána. Nú þarf ríkisstjórn sem þorir að nýta árangurinn til að gera grundvallarbreytingar til góðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur nú lokið samningum við erlenda kröfuhafa um stöðugleikaframlög, sem fela í sér að kröfuhafarnir fá hundruð milljarða í afslátt af stöðugleikaskatti gegn því að fara ekki í mál við ríkið. Gráglettið er að hin efnislega niðurstaða er mjög í samræmi við þá leið sem við í Samfylkingunni lögðum til fyrir síðustu kosningar, um að samningsstaðan við kröfuhafa yrði nýtt og gera mætti ráð fyrir að þá skapaðist svigrúm upp á um 300 milljarða sem nýta þyrfti til greiðslu skulda ríkissjóðs. Framsóknarflokkurinn sem ætlaði fyrir kosningar að berja erlenda kröfuhafa með kylfum, semur nú við þá í mestu vinsemd. Miklu máli skiptir að vel takist til við þessa aðgerð. Eins og seðlabankastjóri hefur sagt, er bara eitt skot í byssunni. Ástæðan fyrir því að skotið er í byssunni er sú að hún var hlaðin í tíð síðustu ríkisstjórnar, gegn vilja núverandi stjórnarflokka. Sjálfstæðisflokkurinn greiddi meira að segja atkvæði gegn því að fella slitabúin undir höft. Þess vegna höfum við krafist þess að allar staðreyndir verði uppi á borðum og óháðum sérfræðingum og þjóðinni allri gefist tími til að kanna allar forsendur til hlítar. Ef ekki er nægilega vel að verki staðið er nefnilega raunveruleg hætta að verið sé að opna dyr fyrir erlenda kröfuhafa til að sleppa létt frá höftunum, en að þjóðin, lífeyrissjóðir í hennar eigu og innlend fyrirtæki sitji áfram innan hafta. En ef vel tekst til skapast tækifæri til að stíga næstu skref. Þá verða kjöraðstæður til að taka upp nýjan gjaldmiðil og losa okkur út úr þeim eilífðarvanda sem fylgir krónunni og verðtryggingunni. Ef tækifærið verður ekki nýtt, blasir því miður enn og aftur við ný hringrás uppgangs, verðbólgu, vaxtahækkana, gengisfellingar og hækkunar verðtryggðra lána. Nú þarf ríkisstjórn sem þorir að nýta árangurinn til að gera grundvallarbreytingar til góðs.
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar