Körfubolti

Stólarnir tóku fram úr í síðari hálfleik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Pétur Rúnar Birgisson var lykilmaður í liði Tindastóls í kvöld.
Pétur Rúnar Birgisson var lykilmaður í liði Tindastóls í kvöld. Vísir/Valli
Tindastóll er með 1-0 forystu í rimmu sinni gegn Þór frá Þorlákshöfn í fjórðungsúrslitum úrslitakeppni Domino's-deildar karla.

Stólarnir höfðu betur á heimavelli í kvöld, 97-85, en aðeins munaði einu stigi á liðunum í hálfleik. Tindastóll leiddi, 45-44.

Heimamenn byrjuðu betur í leiknum en Þór spilaði vel í öðrum leikhluta og vann hann, 28-19. Heimamenn náðu að síga fram úr, hægt og rólega í síðari hálfleik, en þar munaði miklu um framlag Péturs Rúnars Birgissonar sem setti niður þrjá þrista í fjórða leikhluta og skoraði alls sautján stig.

Myron Dempsey skoraði 26 stig og tók sextán fráköst þrátt fyrir að hafa lítið spilað í síðari hálfleik. Pétur Rúnar kom næstur með nítján stig og Ingvi Rafn Ingvarsson átján.

Hjá Þór var Darrin Govins atkvæðamikill með 29 stig en Tómas Heiðar Tómasson kom næstur með nítján.

Næsti leikur liðanna verður í Þorlákshöfn á mánudagskvöldið.

Tölfræði leiksins:

Tindastóll-Þór Þ. 97-85 (26-16, 19-28, 22-18, 30-23)

Tindastóll: Myron Dempsey 26/16 fráköst/3 varin skot, Pétur Rúnar Birgisson 19/4 fráköst/5 stoðsendingar, Ingvi Rafn Ingvarsson 18/6 fráköst, Helgi Rafn Viggósson 10/13 fráköst/5 stoðsendingar, Darrell Flake 8/4 fráköst, Darrel Keith Lewis 7/5 stoðsendingar, Viðar Ágústsson 5, Svavar Atli Birgisson 2, Helgi Freyr Margeirsson 2.

Þór Þ.: Darrin Govens 29, Tómas Heiðar Tómasson 19, Nemanja Sovic 12/6 fráköst, Grétar Ingi Erlendsson 9/8 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 8, Oddur Ólafsson 3/6 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 3/9 stoðsendingar, Emil Karel Einarsson 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×