Meistarar Sevilla mæta Zenit frá Pétursborg í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta, en dregið var til átta liða úrslitanna í dag.
Sevilla lagði Villareal í 16 liða úrslitum en Zenit, undir stjórn André Villas-Boas, hafði betur gegn Torino í tveimur leikjum.
Rafael Benítez og lærisveinar hans í Napoli mæta þýska liðinu Wolfsburg sem margir telja líklegt til afreka í keppninni, en Þjóðverjarnir unnu Inter 5-2 samanlagt í síðustu umferð.
Þá eigast við Dynamo Kiev og Fiorentina annar svegar og Dnipro frá Úkraínu og Club Brugge hinsvegar.
Drátturinn í átta liða úrslit:
Sevilla - Zenit
Dnipro - Club Brugge
Dynamo Kiev - Fiorentina
Wolfsburg - Napoli
Meistarar Sevilla mæta Zenit í Evrópudeildinni
Tómas Þór Þórðarson skrifar
