Innlent

Fólk hópaðist saman til að fylgjast með sólmyrkvanum

Atli Ísleifsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa
Fólk kom saman við Perluna til að fylgjast með sólmyrkvanum
Fólk kom saman við Perluna til að fylgjast með sólmyrkvanum Vísir/Pjetur
Fólk hópaðist saman út um allt til fylgjast með sólmyrkvanum. Mikill fjöldi kom saman, meðal annars við Háskóla Íslands, Hörpu, Hallgrímskirkju, Perluna og þar sem hof ásatrúarmanna rís í Öskjuhlíð.

Sólmyrkvi verður þegar tunglið gengur milli sólar og jarðar og myrkvar þannig sólina að hluta eða í heild séð frá Jörðinni.

Sólmyrkvinn stóð yfir í um tvo klukkutíma. Hann hófst í Reykjavík klukkan 8:38 og náði hámarki sínu klukkan 9:37. Annars staðar á landinu munaði einni til tveimur mínútum til eða frá.

Sólmyrkvinn er almyrkvi og stóð lengst í 2 mínútur og 47 sekúndur. Almyrkvi sést í Færeyjum og á Svalbarða en ferill hans liggur um 70 kílómetra austur af suðausturhluta Íslands.

Lesendur Vísis hafa sent inn fjölda mynda frá sólmyrkvanum og má sjá þær í myndaalbúminu hér að ofan. Við tökum að sjálfsögðu við fleiri myndum í gegnum netfangið ritstjorn@visir.is og á Facebook-síðunni Vísis.

Frá Skólavörðuholti.Vísir/
Fólk hefur safnast saman, meðal annars á þaki aðalbyggingar Háskóla Íslands.Mynd/Ilmur Dögg
Læknarnir á Landspítalanum fundu sniðuga lausn til að fylgjast með. Starfsfólk utanríkisráðuneytisins fylgdist með á svölunum á Rauðarárstíg.
Garðar Gunnnlaugsson leyfði dóttur sinni að fylgjast með myrkvanum.

Victoria vann sólgleraugnakeppnina í dag #solmyrkvi

A photo posted by Garðar Gunnlaugsson (@gaddigull) on




Fleiri fréttir

Sjá meira


×