Handbolti

Væri ekki alltaf rekinn ef hann væri svona mikill sérfræðingur

Bjarni Fritzson og Reynir Þór Reynisson.
Bjarni Fritzson og Reynir Þór Reynisson. vísir/valli & daníel
ÍR féll úr leik í úrslitakeppni Olís-deildar karla í gær eftir spennutrylli gegn Aftureldingu þar sem framengja þurfti leikinn.

Afturelding jafnaði á síðustu sekúndu venjulegs leiktíma og tryggði sér framlengingu. Í henni náði liði síðan að merja sigur.

ÍR-ingar köstuðu frá sér góðu forskoti í venjulegum leiktíma og margir þeirra trúðu varla að þeir hefðu tapað leiknum.

Bergþóra Halldórsdóttir er eiginkona línumanns ÍR, Jóns Heiðars Gunnarssonar, og hún var allt annað en kát með Reyni Þór Reynisson í útsendingu RÚV á leiknum. Henni fannst Reynir, sem er sérfræðingur RÚV í Olís-deild karla, vera með eindæmum neikvæður í garð Jóns Heiðars.

„Þá er maður búin að horfa aftur á leikinn og eitt af því sem situr í manni (ásamt grátlegu sorglegu tapi) er framganga svokallaðs sérfræðings RÚV sem var bæði hlutdrægur og með eindæmum neikvæður í umfjöllun sinni í þessum leik (og seinasta líka) - og þá sérstaklega í garð mannsins míns sem á lítið annað en hrós skilið fyrir sína spilamennsku undanfarna daga. Þetta var frábær undanúrslitarimma - tvö frábær lið - frábær umgjörð - og mér finnst RÚV eiga að geta boðið upp á meiri fagmennsku," skrifaði hún á Facebook.

Undir þessi orð hennar tekur Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR.

„Þýðir ekkert að hlusta á "sérfræðinginn" á Rúv. Því ef hann er svona mikill sérfræðingur þá hefði hann ekki verið rekinn úr hverju einasta þjálfarastarfi sem hann hefur innt af hendi," skrifar Bjarni undir stöðuuppfærslu Bergþóru.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×