Innlent

Eftirlifendur kjarnorkuárásanna deildu reynslu sinni

Viktoría Hermannsdóttir skrifar
Í ár eru 70 ár liðin frá kjarnorkusprenguárásum á japönsku borgirnar Hiroshima og Nagasaki. Í tilefni þess standa stjórnvöld í Japan í samstarfi við samtökin Mayors for Peace, sem Reykjavíkurborg á aðild að, og samtökin Peace boat að verkefninu I Was Her Age eða ég var á hennar aldri.

Í dag mættu í Höfða sex manns sem lifðu af kjarnorkuárásirnar en þau hafa ferðast vítt og breitt um heiminn til þess að breiða út friðarboðskap. Þau voru á aldrinum 3-16 ára þegar árásirnar áttu sér stað og fara um heiminn til þess að segja frá sinni reynslu. Öll búa þau yfir sterkum minningum frá deginum þegar kjarnorkuárásirnar voru gerðar og heimurinn breyttist.

Hironaka Masaki var fimm ára og segist aldrei geta gleymt brenndu og illa förnu baki föður síns sem lést eftir árásina. Hann var að leika sér við litla á þegar sprengjan sprakk.

Eftirlifendur fara um heiminn til þess að minna á þær hörmungar sem kjarnorkusprengjurnar í Hiroshima og Nakasaki skildu eftir sig.

Reykjavíkurborg á aðild að samtökunum Mayors for Peace sem standa fyrir verkefninu í samstarfi við japönsk yfirvöld.

Fimm íslenskum börnum var boðið á viðburðinn þar sem þau fengu að spjalla við eftirlifendur kjarnorkuárásarinnar og fræðast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×