Kolbeinn: Kominn tími til að fara frá Ajax Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. júní 2015 11:28 Kolbein og Eiður Smári skoka léttir í lund á æfingu í morgun. vísir/ernir Kolbeinn Sigþórsson, framherji íslenska landsliðsins í fótbolta, var mættur á æfingu í morgun ásamt samherjum sínum, en strákarnir okkar undirbúa sig af krafti fyrir leikinn gegn Tékkum á föstudagskvöldið. Leikurinn er gífurlega mikilvægur fyrir bæði lið, en það lið sem hefur sigur færist nær lokatakmarkinu að komast á EM 2016 í Frakkland næsta sumar. "Þetta verður vonandi flottur dagur fyrir okkur og við erum allir klárir í verkefnið. Þetta verður erfitt en vonandi náum við að spila okkar leik og gera það sem við ætlum að gera. Við erum búnir að æfa mörg atriði sem eiga að nýtast okkur vel," segir Kolbeinn í samtali við Vísi. Tékkar unnu fyrri leik liðanna, 2-1, í Plzen í Tékklandi þar sem heimamenn voru sterkari aðilinn. "Við erum búnir að breyta taktíkinni frá síðasta leik gegn þeim. Það er samt best að segja ekkert um það núna heldur sjá allir vonandi hvernig þetta kemur út á föstudaginn. Við gerðum ákveðin grunnmistök sem við ætlum að laga," segir Kolbeinn.Ekki mitt besta tímabil Framherjinn öflugi hefur spilað með Ajax í Hollandi frá 2011 og orðið fjórum sinnum Hollandsmeistari. Hann hefur stefnt að því að yfirgefa liðið undanfarin misseri, en er eitthvað að gerast í hans málum? "Ég er ekki viss. Núna er ég bara að einbeita mér að þessum leik og það er svo sem ekkert í gangi. Ég treysti á að ef ég fer gerist það í lok sumars," segir Kolbeinn. Hann var inn og út úr liðinu hjá Ajax í vetur. Í heildina spilaði hann 21 leik en aðeins 13 í byrjunarliðinu og skoraði sjö mörk. "Ég spilaði ekki mikið af leikjum. Ég meiddist í kringum jólin og kom til baka í lok janúar og þurfti þá að hvíla í tvo mánuði," segir Kolbeinn. "Það er alltaf erfitt að koma til baka og reyna að koma sér í form. Svo ef þú skorar ekki í tveimur leikjum í röð ertu kominn á bekkinn. Þannig þetta var ekki besta tímabil sem ég hef spilað en lærdómsríkt og eitthvað sem ég get tekið með mér." Aðspurður hvort nú sé kominn tími til að yfirgefa Ajax og leita nýrra áskoranna hjá öðru liði segir Kolbeinn Sigþórsson: "Alveg klárlega. Sá tími er runninn upp. Vonandi kemur eitthvað spennandi upp fyrir mig. Ég er opinn fyrir því að fara í sumar." EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Alfreð: Sé þjónustu minnar ekki óskað skoða ég eitthvað annað Framherji íslenska landsliðsins naut fyrsta tímabilsins hjá Real Sociedad þrátt fyrir mikla bekkarsetu. 9. júní 2015 11:49 Eiður Smári: Stefnan hjá Bolton á ekki bara að vera að halda sér uppi Markahæsti landsliðsmaðurinn frá upphafi gæti verið í betra standi fyrir landsleikinn gegn Tékkum. 9. júní 2015 12:19 Rúrik: Alltaf einhverjar sögusagnir í gangi Rúrik Gíslason vildi lítið gefa upp um framtíð sína. 9. júní 2015 12:24 Ari Freyr með á æfingu: Átti ekki nógu gott tímabil Ari Freyr Skúlason var mættur á æfingu íslenska landsliðsins á Laugardalsvelli í morgun. 9. júní 2015 11:50 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Í beinni: Leicester - Chelsea | Maresca mætir gamla liðinu sínu Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fleiri fréttir Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Í beinni: Leicester - Chelsea | Maresca mætir gamla liðinu sínu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson, framherji íslenska landsliðsins í fótbolta, var mættur á æfingu í morgun ásamt samherjum sínum, en strákarnir okkar undirbúa sig af krafti fyrir leikinn gegn Tékkum á föstudagskvöldið. Leikurinn er gífurlega mikilvægur fyrir bæði lið, en það lið sem hefur sigur færist nær lokatakmarkinu að komast á EM 2016 í Frakkland næsta sumar. "Þetta verður vonandi flottur dagur fyrir okkur og við erum allir klárir í verkefnið. Þetta verður erfitt en vonandi náum við að spila okkar leik og gera það sem við ætlum að gera. Við erum búnir að æfa mörg atriði sem eiga að nýtast okkur vel," segir Kolbeinn í samtali við Vísi. Tékkar unnu fyrri leik liðanna, 2-1, í Plzen í Tékklandi þar sem heimamenn voru sterkari aðilinn. "Við erum búnir að breyta taktíkinni frá síðasta leik gegn þeim. Það er samt best að segja ekkert um það núna heldur sjá allir vonandi hvernig þetta kemur út á föstudaginn. Við gerðum ákveðin grunnmistök sem við ætlum að laga," segir Kolbeinn.Ekki mitt besta tímabil Framherjinn öflugi hefur spilað með Ajax í Hollandi frá 2011 og orðið fjórum sinnum Hollandsmeistari. Hann hefur stefnt að því að yfirgefa liðið undanfarin misseri, en er eitthvað að gerast í hans málum? "Ég er ekki viss. Núna er ég bara að einbeita mér að þessum leik og það er svo sem ekkert í gangi. Ég treysti á að ef ég fer gerist það í lok sumars," segir Kolbeinn. Hann var inn og út úr liðinu hjá Ajax í vetur. Í heildina spilaði hann 21 leik en aðeins 13 í byrjunarliðinu og skoraði sjö mörk. "Ég spilaði ekki mikið af leikjum. Ég meiddist í kringum jólin og kom til baka í lok janúar og þurfti þá að hvíla í tvo mánuði," segir Kolbeinn. "Það er alltaf erfitt að koma til baka og reyna að koma sér í form. Svo ef þú skorar ekki í tveimur leikjum í röð ertu kominn á bekkinn. Þannig þetta var ekki besta tímabil sem ég hef spilað en lærdómsríkt og eitthvað sem ég get tekið með mér." Aðspurður hvort nú sé kominn tími til að yfirgefa Ajax og leita nýrra áskoranna hjá öðru liði segir Kolbeinn Sigþórsson: "Alveg klárlega. Sá tími er runninn upp. Vonandi kemur eitthvað spennandi upp fyrir mig. Ég er opinn fyrir því að fara í sumar."
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Alfreð: Sé þjónustu minnar ekki óskað skoða ég eitthvað annað Framherji íslenska landsliðsins naut fyrsta tímabilsins hjá Real Sociedad þrátt fyrir mikla bekkarsetu. 9. júní 2015 11:49 Eiður Smári: Stefnan hjá Bolton á ekki bara að vera að halda sér uppi Markahæsti landsliðsmaðurinn frá upphafi gæti verið í betra standi fyrir landsleikinn gegn Tékkum. 9. júní 2015 12:19 Rúrik: Alltaf einhverjar sögusagnir í gangi Rúrik Gíslason vildi lítið gefa upp um framtíð sína. 9. júní 2015 12:24 Ari Freyr með á æfingu: Átti ekki nógu gott tímabil Ari Freyr Skúlason var mættur á æfingu íslenska landsliðsins á Laugardalsvelli í morgun. 9. júní 2015 11:50 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Í beinni: Leicester - Chelsea | Maresca mætir gamla liðinu sínu Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fleiri fréttir Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Í beinni: Leicester - Chelsea | Maresca mætir gamla liðinu sínu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira
Alfreð: Sé þjónustu minnar ekki óskað skoða ég eitthvað annað Framherji íslenska landsliðsins naut fyrsta tímabilsins hjá Real Sociedad þrátt fyrir mikla bekkarsetu. 9. júní 2015 11:49
Eiður Smári: Stefnan hjá Bolton á ekki bara að vera að halda sér uppi Markahæsti landsliðsmaðurinn frá upphafi gæti verið í betra standi fyrir landsleikinn gegn Tékkum. 9. júní 2015 12:19
Rúrik: Alltaf einhverjar sögusagnir í gangi Rúrik Gíslason vildi lítið gefa upp um framtíð sína. 9. júní 2015 12:24
Ari Freyr með á æfingu: Átti ekki nógu gott tímabil Ari Freyr Skúlason var mættur á æfingu íslenska landsliðsins á Laugardalsvelli í morgun. 9. júní 2015 11:50