Fær að vera áfram hjá barnabörnunum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 10. júní 2015 06:00 Kristrún Elsa Harðardóttir fékk úrskurði Útlendingastofnunar um að synja konu um dvalarleyfi hnekkt. MYND/DIKALÖGMENN Kærunefnd útlendingamála sneri í síðustu viku við úrskurði Útlendingastofnunar um að synja úsbekskri konu um endurnýjun dvalarleyfis hérlendis. Konunni var upphaflega úthlutað dvalarleyfi til tveggja ára í þeim sérstaka tilgangi að sinna dóttur hennar og þremur barnabörnum. Dóttir konunnar kom til Íslands sem flóttamaður með manni sínum og tveimur börnum. Þau eignuðust þriðja barn sitt hér. Eftir langa dvöl hér var þeim veittur íslenskur ríkisborgararéttur. Maðurinn beitti hana ofbeldi og kærði hún manninn sem flúði í kjölfarið land. Konan sótti um endurnýjun dvalarleyfis að tveimur árum liðnum en Útlendingastofnun mat tilganginn ekki lengur til staðar. Konan fékk ekki leyfi á grundvelli sérstakra tengsla við Ísland. Kærunefndin hefur nú snúið málinu við á grundvelli nýrra sjónarmiða við úthlutun dvalarleyfis sem sett voru fram í mars. Í þessum sjónarmiðum skal miða veitingu slíks leyfis við tiltekin sjónarmið og þar ber hæst fjölskyldutengsl. „Í raun er kærunefnd útlendingamála að vísa til þessara nýju leiðbeinandi sjónarmiða en ég hef ekki verið með mál áður þar sem þessar reglur gera þetta mögulegt,“ segir Kristrún Elsa Harðardóttir, lögmaður konunnar. Hún bætir við að þarna sé mögulega að skapast opnari grundvöllur fyrir veitingu dvalarleyfis en áður. Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Kærunefnd útlendingamála sneri í síðustu viku við úrskurði Útlendingastofnunar um að synja úsbekskri konu um endurnýjun dvalarleyfis hérlendis. Konunni var upphaflega úthlutað dvalarleyfi til tveggja ára í þeim sérstaka tilgangi að sinna dóttur hennar og þremur barnabörnum. Dóttir konunnar kom til Íslands sem flóttamaður með manni sínum og tveimur börnum. Þau eignuðust þriðja barn sitt hér. Eftir langa dvöl hér var þeim veittur íslenskur ríkisborgararéttur. Maðurinn beitti hana ofbeldi og kærði hún manninn sem flúði í kjölfarið land. Konan sótti um endurnýjun dvalarleyfis að tveimur árum liðnum en Útlendingastofnun mat tilganginn ekki lengur til staðar. Konan fékk ekki leyfi á grundvelli sérstakra tengsla við Ísland. Kærunefndin hefur nú snúið málinu við á grundvelli nýrra sjónarmiða við úthlutun dvalarleyfis sem sett voru fram í mars. Í þessum sjónarmiðum skal miða veitingu slíks leyfis við tiltekin sjónarmið og þar ber hæst fjölskyldutengsl. „Í raun er kærunefnd útlendingamála að vísa til þessara nýju leiðbeinandi sjónarmiða en ég hef ekki verið með mál áður þar sem þessar reglur gera þetta mögulegt,“ segir Kristrún Elsa Harðardóttir, lögmaður konunnar. Hún bætir við að þarna sé mögulega að skapast opnari grundvöllur fyrir veitingu dvalarleyfis en áður.
Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira