Áttu val um að fá gulrót eða kylfu jón hákon halldórsson skrifar 10. júní 2015 12:30 Sigurður Hannesson segir að áætlunin um afnám hafta árið 2011 hafi einungis snúist um aflandskrónurnar en ekki uppgjör slitabúanna. Skilyrðin sem kröfuhöfunum voru sett eru ófrávíkjanleg af hálfu stjórnvalda. Hluti kröfuhafa hefur fallist á skilyrðin og Sigurður býst ekki við hrinu dómsmála. vísir/stefán Kaflaskil urðu í endurreisn Íslands eftir bankahrunið í fyrradag, þegar aðgerðir vegna losunar fjármagnshafta voru kynntar opinberlega. Dr. Sigurður Hannesson og Benedikt Gíslason voru varaformenn framkvæmdahóps um afnám hafta sem Glenn Kim veitti forystu. Markaðurinn ræddi við Sigurð og Lilju D. Alfreðsdóttur, verkefnisstjóra hjá forsætisráðuneytinu, um aðgerðir hópsins. Lilja var áður starfsmaður Seðlabanka Íslands og hefur unnið með framkvæmdahópnum.Telja áfnám hafta muni bæta lífskjör „Þetta hefur þá þýðingu að Ísland hefur aukið við trúverðugleika sinn út á við sem ætti að auka áhuga á Íslandi. Höftin hafa dregið úr fjárfestingu þannig að áhrifin af þessari aðgerð ættu að vera jákvæð í garð fjárfestingar. Því eins og við vitum þá er fjárfesting í dag hagvöxtur á morgun,“ segir Sigurður spurður um það hvaða áhrif aðgerðirnar hafi fyrir venjulegan Íslending. Hann bendir á að höftin hafi áhrif á efnisleg gæði, þau dragi úr sparnaði, séu neysluhvetjandi, bjagi eignaverð og skapi ranga hvata. „En á hinn bóginn má auðvitað segja það að almenningur finnur kannski ekkert mikið fyrir höftunum. Og ástæðan fyrir því er einföld, vöru- og þjónustuviðskipti hafa verið heimiluð allan tímann. Við notum innfluttar vörur á hverjum einasta degi, þannig að út frá því finnur fólk kannski ekkert mikið fyrir höftunum,“ segir Sigurður. Lilja bendir á að höftin standa í vegi fyrir því að lánshæfismat Íslands hækki. Þetta megi til dæmis lesa í skýrslum Moody's. „Lánshæfiseinkunn ríkissjóðs hefur ekki verið að endurspegla þróun raunhagkerfisins, þar sem efnahagsbatinn hefur verið kröftugur. Við stöndum okkur betur en flest önnur samanburðarríki þar, en þeir hafa haldið okkur niðri í mati af því að við erum með fjármagnshöft og það getur verið mjög vandasamt að afnema fjármagnshöft og viðhalda efnahagslegum stöðugleika. Hins vegar, ef þetta gengur mjög vel, sem við erum sannfærð um að það geri, þá erum við bjartsýn á að þau muni hækka okkur.“ Lilja bætir við að ef lánshæfismatið hækkar þá muni það skila betri vaxtakjörum til fyrirtækja og hafa góð áhrif á alla aðila. Stærsta fréttin í gær er vafalítið sú að slitabúin hafi undirgengist skilyrði sem stjórnvöld setja fyrir nauðasamningum. Hvað felst nákvæmlega í skilyrðunum?Óttast ekki dómsmál Sigurður bendir á að stöðugleikaskilyrðin, sem framkvæmdahópurinn mótaði, séu þríþætt. „Í fyrsta lagi miða þau að því að draga úr útflæði með svokölluðu stöðugleikaframlagi. Slitabúin eru að framselja stóran hluta af innlendum eignum sínum til stjórnvalda,“ segir Sigurður. Í öðru lagi sé lengt í innistæðum í erlendri mynt í íslenskum bönkum til að minnsta kosti sjö ára. „Það þýðir að bankarnir, sem hafa þurft að kaupa lausafjáreignir eins og ríkisskuldabréf og aðrar eignir í erlendri mynt, þurfa ekki að binda féð lengur með þeim hætti. Það þýðir með öðrum orðum að þeir geta notað féð til að lána beint út. Þannig að það hefur jákvæð áhrif líka,“ segir Sigurður. Í þriðja lagi muni kröfuhafar endurgreiða lán sem ríkissjóður og Seðlabanki veittu þegar nýju bankarnir voru stofnaðir. „Það er mjög jákvætt og þýðir að gjaldeyrisforðinn styrkist sem því nemur.“ Sigurður bendir á að skilyrðin snerti hvert slitabú með misjöfnum hætti. „Í einhverjum tilfellum er verið að ræða greiðslu í reiðufé fyrir hluta, framsal krafna og ýmiss konar réttinda, skiptasamning á bankana sem þýðir að ríkið eignast ekki bankana en á hlutdeild í virðisaukningu og arðgreiðslu,“ segir Sigurður. Hann bendir á að meðan skatturinn sé einskiptis og verði að taka mið af stöðunni eins og hún er á einum tímapunkti nái stöðugleikaskilyrðin að draga úr greiðslujafnaðaráhættunni til lengri tíma með framsali eigna og skiptasamningum. Það koma tillögur frá hluta af kröfuhöfum, eruð þið ekkert hræddir við að aðrir fari fyrir dóm? „Við eigum ekki von á því,“ segir Sigurður og bætir því við að hann búist við að menn vilji frekar ganga að skilyrðunum. „Valið er mjög skýrt og auðvitað skiptir fjárhagslega útkoman máli. Þar með eru auðvitað hvatar til þess að ganga að þessum stöðugleikaskilyrðum,“ segir hann.Á Blaðamannafundi vegna afnáms hafta Lilja Alfreðsdóttir segir lánshæfismatsfyrirtækin horfa til þess í sínum greiningum að hér eru enn höft. fréttablaðið/gvaSegir ekki um samningaviðræður að ræða Sigurður leggur áherslu á að viðræðurnar sem fóru fram við kröfuhafa hafi ekki verið samningaviðræður. „Þetta voru fundir þar sem þessum aðilum var gert grein fyrir tveimur valkostum. Annaðhvort getið þið farið eftir þessum ráðstöfunum sem líta svona út eða þá að það leggst á ykkur skattur. Og þarna komum við kannski að kjarna málsins varðandi aðferðafræði stjórnvalda,“ segir Sigurður og bætir við að kröfuhafar hafi haft val um gulrót eða kylfu. „Kylfan er náttúrlega mjög áhrifamikil í þessu dæmi og er skattur. Gulrótin er ekki bara stöðugleikaskilyrðin heldur snýst það líka um að miðað við núgildandi lög er mjög langsótt fyrir þessi bú að fara í nauðasamninga. Löggjöf varðandi skuldaskil miðar fyrst og fremst að minni fyrirtækjum þar sem eru fáir kröfuhafar. Bankar eru í eðli sínu með mjög marga kröfuhafa.“ Nauðasamningar séu því mjög langsótt leið miðað við núverandi lög og gulrótin felist meðal annars í því að greiða fyrir gerð þeirra.Gæti skilað ríkinu 500 til 700 milljörðum Það hefur verið talað um að stöðugleikaskilyrðin gætu skilað 500-700 milljörðum í ríkissjóð, ertu sammála því mati? „Það er ekkert fjarri lagi en af því að þetta er háð þróun á virði eigna þá verður tíminn að leiða í ljós hversu mikið þetta verður,“ segir Sigurður. Verði upphæðin lægri þá séu það í sjálfu sér góðar fréttir vegna þess að það þýðir að vandinn er þá minni en áður var talið. „Ef það verður meira þá er það náttúrlega gott fyrir ríkissjóð, en þá þýðir það líka að vandinn var stærri en við héldum. Þannig að við náum miklu betur að finna jafnvægi á milli vandamálsins og lausnarinnar,“ segir Sigurður. Geturðu lýst ferlinu fram að fundinum í fyrradag? „Haustið 2013 var stofnaður ráðgjafarhópur sem starfaði um nokkurra mánaða skeið. Og að hluta til byggist lausnin sem kynnt var í gær á þeirri vinnu. Í kjölfarið þess var skipaður framkvæmdahópur sem átti að hafa það hlutverk að ýta þessu úr vör og ráðnir voru ráðgjafar eins og Lee Buchheit og Glenn Kim, Anne Krueger og fleiri,“ segir Sigurður. Um áramótin hafi síðan orðið breyting á framkvæmdahópnum og þá hafi líka Seðlabankinn komið meira að málum en áður var og takturinn í vinnunni breyst mikið. „Í febrúar var greiningarvinnunni að mestu lokið og við héldum vinnufundi þar sem var ákveðið hvaða leiðir skyldi fara. Í mars vorum við búnir að vinna þetta það langt að við áttum vinnufund með Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og tveimur vikum seinna eða svo hófust upplýsingafundir með kröfuhöfum. Hugmyndirnar voru kannski ekki mótaðar niður á aukastaf en stóra myndin lá alveg fyrir,“ segir Sigurður.Segir skilyrðin hafa verið tilbúin í apríl Hann segir að skilyrðin hafi verið mótuð yfir þetta tímabil og líklegast verið tilbúin í apríl. Hann segir að erindi frá tveimur slitabúum hafi borist rétt fyrir blaðamannafundinn í fyrradag, en eitt bréfið borist á sunnudeginum. Þetta sé til marks um það hvað aðhaldið er nauðsynlegt. „Einhver gæti sagt að fyrst að bréfin væru komin þá þyrfti nú ekki að fara með þennan stöðugleikaskatt fyrir þingið, en ef það verður ekki gert þá held ég að málið gæti tafist verulega. Þá vantar aðhaldið.“ Þessi árangur sem nú er verið að upplýsa um virkar sem kaflaskil í ferli en ekki nein endalok. Hvernig sérðu fyrir þér þróunina núna? „Næstu skref varðandi slitabúin eru að formlega eru það slitastjórnirnar sem þurfa að senda inn beiðni til Seðlabankans,“ segir Sigurður. Það verði væntanlega eitt af næstu skrefunum og erindin fari síðan í ferli innan stjórnsýslunnar. „Síðan þurfa kröfuhafarnir að koma sér saman um það að samþykkja nauðasamning áður en hann verður samþykktur af dómstólum. En við eigum von á því að tíminn til stefnu sé nógur fram að áramótum þannig að hann eigi að vera raunhæfur til þess að aðilar eigi að geta farið þessa leið.“Útboð í haust til að leysa aflandskrónuvandann Á haustmánuðum sé svo búist við að haldið verði eitt útboð til að leysa aflandskrónuvandann. Þú hefur nú væntanlega velt því fyrir þér hvernig peningamálin verða. Verðum við með fljótandi krónu? „Ég held að það sé best að vísa í vinnu Seðlabankans í þessum efnum sem gaf út skýrslu fyrir nokkrum árum þar sem gert er ráð fyrir notkun þjóðhagsvarúðartækja,“ segir Sigurður. Þessi þjóðhagsvarúðartæki geti verið af ýmsu tagi en miða að því að stilla betur af áhættuna í kerfinu. „Til dæmis er það væntanlega þannig að heimildir einstaklinga sem eru ekki með tekjur í gjaldeyri til að fá lán í erlendum gjaldeyri eru þá takmarkaðar. Og það á væntanlega við um aðra aðila líka eins og banka.“Mikilvægt að lífeyrissjóðir fái að fjárfesta erlendis Fjármálaráðherra vonast til að leggja fram frumvörp um fjárfestingar lífeyrissjóða erlendis í haust. Er það raunhæft? „Já, ég tel að það sé raunhæft. Og reyndar ekki bara raunhæft heldur líka nauðsynlegt. Sá sparnaður sem fer í lífeyrissjóðina skapar viðskiptaafgang vegna þess að lífeyrisiðgjöld hefðu ella farið í neyslu og innfluttan varning. Til að halda ballans er mjög mikilvægt að lífeyrissjóðirnir fjárfesti erlendis,“ segir Sigurður. Það sé því mjög mikilvægt að frumvarp um erlendar fjárfestingar lífeyrissjóða verði samþykkt. Hann segist ekki getað sagt til um hversu hratt verði hægt að auka fjárfestingaheimildirnar. „En það hangir á heildarplaninu. Það verður að hafa það í huga að það er mikilvægt að taka þetta í skrefum. Forsendan fyrir þessu öllu er að það verður að ná lendingu með því að setja slitabúunum þessa afarkosti,“ segir Sigurður. Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa fullyrt að vinnan sem kynnt var í fyrradag byggist á áætlun sem kynnt var árið 2011. Sigurður segir þetta ekki rétt og að í þeirri vinnu hafi ekkert verið minnst á slitabúin. „Auðvitað er maður bara stoltur af því að margir vilji eigna sér þetta. En í grunninn er þetta þannig að ef það væri til handbók um afnám hafta og stýringu á flæði, þá væru tvö atriði í henni. Það er það sem kemur fram í skýrslu fjármálaráðherra í mars, annars vegar afskriftir og hins vegar lenging. Þetta eru kubbarnir sem er hægt að vinna með. Svo er annað mál hvernig þú raðar þessu saman.“ Gjaldeyrishöft Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Kaflaskil urðu í endurreisn Íslands eftir bankahrunið í fyrradag, þegar aðgerðir vegna losunar fjármagnshafta voru kynntar opinberlega. Dr. Sigurður Hannesson og Benedikt Gíslason voru varaformenn framkvæmdahóps um afnám hafta sem Glenn Kim veitti forystu. Markaðurinn ræddi við Sigurð og Lilju D. Alfreðsdóttur, verkefnisstjóra hjá forsætisráðuneytinu, um aðgerðir hópsins. Lilja var áður starfsmaður Seðlabanka Íslands og hefur unnið með framkvæmdahópnum.Telja áfnám hafta muni bæta lífskjör „Þetta hefur þá þýðingu að Ísland hefur aukið við trúverðugleika sinn út á við sem ætti að auka áhuga á Íslandi. Höftin hafa dregið úr fjárfestingu þannig að áhrifin af þessari aðgerð ættu að vera jákvæð í garð fjárfestingar. Því eins og við vitum þá er fjárfesting í dag hagvöxtur á morgun,“ segir Sigurður spurður um það hvaða áhrif aðgerðirnar hafi fyrir venjulegan Íslending. Hann bendir á að höftin hafi áhrif á efnisleg gæði, þau dragi úr sparnaði, séu neysluhvetjandi, bjagi eignaverð og skapi ranga hvata. „En á hinn bóginn má auðvitað segja það að almenningur finnur kannski ekkert mikið fyrir höftunum. Og ástæðan fyrir því er einföld, vöru- og þjónustuviðskipti hafa verið heimiluð allan tímann. Við notum innfluttar vörur á hverjum einasta degi, þannig að út frá því finnur fólk kannski ekkert mikið fyrir höftunum,“ segir Sigurður. Lilja bendir á að höftin standa í vegi fyrir því að lánshæfismat Íslands hækki. Þetta megi til dæmis lesa í skýrslum Moody's. „Lánshæfiseinkunn ríkissjóðs hefur ekki verið að endurspegla þróun raunhagkerfisins, þar sem efnahagsbatinn hefur verið kröftugur. Við stöndum okkur betur en flest önnur samanburðarríki þar, en þeir hafa haldið okkur niðri í mati af því að við erum með fjármagnshöft og það getur verið mjög vandasamt að afnema fjármagnshöft og viðhalda efnahagslegum stöðugleika. Hins vegar, ef þetta gengur mjög vel, sem við erum sannfærð um að það geri, þá erum við bjartsýn á að þau muni hækka okkur.“ Lilja bætir við að ef lánshæfismatið hækkar þá muni það skila betri vaxtakjörum til fyrirtækja og hafa góð áhrif á alla aðila. Stærsta fréttin í gær er vafalítið sú að slitabúin hafi undirgengist skilyrði sem stjórnvöld setja fyrir nauðasamningum. Hvað felst nákvæmlega í skilyrðunum?Óttast ekki dómsmál Sigurður bendir á að stöðugleikaskilyrðin, sem framkvæmdahópurinn mótaði, séu þríþætt. „Í fyrsta lagi miða þau að því að draga úr útflæði með svokölluðu stöðugleikaframlagi. Slitabúin eru að framselja stóran hluta af innlendum eignum sínum til stjórnvalda,“ segir Sigurður. Í öðru lagi sé lengt í innistæðum í erlendri mynt í íslenskum bönkum til að minnsta kosti sjö ára. „Það þýðir að bankarnir, sem hafa þurft að kaupa lausafjáreignir eins og ríkisskuldabréf og aðrar eignir í erlendri mynt, þurfa ekki að binda féð lengur með þeim hætti. Það þýðir með öðrum orðum að þeir geta notað féð til að lána beint út. Þannig að það hefur jákvæð áhrif líka,“ segir Sigurður. Í þriðja lagi muni kröfuhafar endurgreiða lán sem ríkissjóður og Seðlabanki veittu þegar nýju bankarnir voru stofnaðir. „Það er mjög jákvætt og þýðir að gjaldeyrisforðinn styrkist sem því nemur.“ Sigurður bendir á að skilyrðin snerti hvert slitabú með misjöfnum hætti. „Í einhverjum tilfellum er verið að ræða greiðslu í reiðufé fyrir hluta, framsal krafna og ýmiss konar réttinda, skiptasamning á bankana sem þýðir að ríkið eignast ekki bankana en á hlutdeild í virðisaukningu og arðgreiðslu,“ segir Sigurður. Hann bendir á að meðan skatturinn sé einskiptis og verði að taka mið af stöðunni eins og hún er á einum tímapunkti nái stöðugleikaskilyrðin að draga úr greiðslujafnaðaráhættunni til lengri tíma með framsali eigna og skiptasamningum. Það koma tillögur frá hluta af kröfuhöfum, eruð þið ekkert hræddir við að aðrir fari fyrir dóm? „Við eigum ekki von á því,“ segir Sigurður og bætir því við að hann búist við að menn vilji frekar ganga að skilyrðunum. „Valið er mjög skýrt og auðvitað skiptir fjárhagslega útkoman máli. Þar með eru auðvitað hvatar til þess að ganga að þessum stöðugleikaskilyrðum,“ segir hann.Á Blaðamannafundi vegna afnáms hafta Lilja Alfreðsdóttir segir lánshæfismatsfyrirtækin horfa til þess í sínum greiningum að hér eru enn höft. fréttablaðið/gvaSegir ekki um samningaviðræður að ræða Sigurður leggur áherslu á að viðræðurnar sem fóru fram við kröfuhafa hafi ekki verið samningaviðræður. „Þetta voru fundir þar sem þessum aðilum var gert grein fyrir tveimur valkostum. Annaðhvort getið þið farið eftir þessum ráðstöfunum sem líta svona út eða þá að það leggst á ykkur skattur. Og þarna komum við kannski að kjarna málsins varðandi aðferðafræði stjórnvalda,“ segir Sigurður og bætir við að kröfuhafar hafi haft val um gulrót eða kylfu. „Kylfan er náttúrlega mjög áhrifamikil í þessu dæmi og er skattur. Gulrótin er ekki bara stöðugleikaskilyrðin heldur snýst það líka um að miðað við núgildandi lög er mjög langsótt fyrir þessi bú að fara í nauðasamninga. Löggjöf varðandi skuldaskil miðar fyrst og fremst að minni fyrirtækjum þar sem eru fáir kröfuhafar. Bankar eru í eðli sínu með mjög marga kröfuhafa.“ Nauðasamningar séu því mjög langsótt leið miðað við núverandi lög og gulrótin felist meðal annars í því að greiða fyrir gerð þeirra.Gæti skilað ríkinu 500 til 700 milljörðum Það hefur verið talað um að stöðugleikaskilyrðin gætu skilað 500-700 milljörðum í ríkissjóð, ertu sammála því mati? „Það er ekkert fjarri lagi en af því að þetta er háð þróun á virði eigna þá verður tíminn að leiða í ljós hversu mikið þetta verður,“ segir Sigurður. Verði upphæðin lægri þá séu það í sjálfu sér góðar fréttir vegna þess að það þýðir að vandinn er þá minni en áður var talið. „Ef það verður meira þá er það náttúrlega gott fyrir ríkissjóð, en þá þýðir það líka að vandinn var stærri en við héldum. Þannig að við náum miklu betur að finna jafnvægi á milli vandamálsins og lausnarinnar,“ segir Sigurður. Geturðu lýst ferlinu fram að fundinum í fyrradag? „Haustið 2013 var stofnaður ráðgjafarhópur sem starfaði um nokkurra mánaða skeið. Og að hluta til byggist lausnin sem kynnt var í gær á þeirri vinnu. Í kjölfarið þess var skipaður framkvæmdahópur sem átti að hafa það hlutverk að ýta þessu úr vör og ráðnir voru ráðgjafar eins og Lee Buchheit og Glenn Kim, Anne Krueger og fleiri,“ segir Sigurður. Um áramótin hafi síðan orðið breyting á framkvæmdahópnum og þá hafi líka Seðlabankinn komið meira að málum en áður var og takturinn í vinnunni breyst mikið. „Í febrúar var greiningarvinnunni að mestu lokið og við héldum vinnufundi þar sem var ákveðið hvaða leiðir skyldi fara. Í mars vorum við búnir að vinna þetta það langt að við áttum vinnufund með Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og tveimur vikum seinna eða svo hófust upplýsingafundir með kröfuhöfum. Hugmyndirnar voru kannski ekki mótaðar niður á aukastaf en stóra myndin lá alveg fyrir,“ segir Sigurður.Segir skilyrðin hafa verið tilbúin í apríl Hann segir að skilyrðin hafi verið mótuð yfir þetta tímabil og líklegast verið tilbúin í apríl. Hann segir að erindi frá tveimur slitabúum hafi borist rétt fyrir blaðamannafundinn í fyrradag, en eitt bréfið borist á sunnudeginum. Þetta sé til marks um það hvað aðhaldið er nauðsynlegt. „Einhver gæti sagt að fyrst að bréfin væru komin þá þyrfti nú ekki að fara með þennan stöðugleikaskatt fyrir þingið, en ef það verður ekki gert þá held ég að málið gæti tafist verulega. Þá vantar aðhaldið.“ Þessi árangur sem nú er verið að upplýsa um virkar sem kaflaskil í ferli en ekki nein endalok. Hvernig sérðu fyrir þér þróunina núna? „Næstu skref varðandi slitabúin eru að formlega eru það slitastjórnirnar sem þurfa að senda inn beiðni til Seðlabankans,“ segir Sigurður. Það verði væntanlega eitt af næstu skrefunum og erindin fari síðan í ferli innan stjórnsýslunnar. „Síðan þurfa kröfuhafarnir að koma sér saman um það að samþykkja nauðasamning áður en hann verður samþykktur af dómstólum. En við eigum von á því að tíminn til stefnu sé nógur fram að áramótum þannig að hann eigi að vera raunhæfur til þess að aðilar eigi að geta farið þessa leið.“Útboð í haust til að leysa aflandskrónuvandann Á haustmánuðum sé svo búist við að haldið verði eitt útboð til að leysa aflandskrónuvandann. Þú hefur nú væntanlega velt því fyrir þér hvernig peningamálin verða. Verðum við með fljótandi krónu? „Ég held að það sé best að vísa í vinnu Seðlabankans í þessum efnum sem gaf út skýrslu fyrir nokkrum árum þar sem gert er ráð fyrir notkun þjóðhagsvarúðartækja,“ segir Sigurður. Þessi þjóðhagsvarúðartæki geti verið af ýmsu tagi en miða að því að stilla betur af áhættuna í kerfinu. „Til dæmis er það væntanlega þannig að heimildir einstaklinga sem eru ekki með tekjur í gjaldeyri til að fá lán í erlendum gjaldeyri eru þá takmarkaðar. Og það á væntanlega við um aðra aðila líka eins og banka.“Mikilvægt að lífeyrissjóðir fái að fjárfesta erlendis Fjármálaráðherra vonast til að leggja fram frumvörp um fjárfestingar lífeyrissjóða erlendis í haust. Er það raunhæft? „Já, ég tel að það sé raunhæft. Og reyndar ekki bara raunhæft heldur líka nauðsynlegt. Sá sparnaður sem fer í lífeyrissjóðina skapar viðskiptaafgang vegna þess að lífeyrisiðgjöld hefðu ella farið í neyslu og innfluttan varning. Til að halda ballans er mjög mikilvægt að lífeyrissjóðirnir fjárfesti erlendis,“ segir Sigurður. Það sé því mjög mikilvægt að frumvarp um erlendar fjárfestingar lífeyrissjóða verði samþykkt. Hann segist ekki getað sagt til um hversu hratt verði hægt að auka fjárfestingaheimildirnar. „En það hangir á heildarplaninu. Það verður að hafa það í huga að það er mikilvægt að taka þetta í skrefum. Forsendan fyrir þessu öllu er að það verður að ná lendingu með því að setja slitabúunum þessa afarkosti,“ segir Sigurður. Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa fullyrt að vinnan sem kynnt var í fyrradag byggist á áætlun sem kynnt var árið 2011. Sigurður segir þetta ekki rétt og að í þeirri vinnu hafi ekkert verið minnst á slitabúin. „Auðvitað er maður bara stoltur af því að margir vilji eigna sér þetta. En í grunninn er þetta þannig að ef það væri til handbók um afnám hafta og stýringu á flæði, þá væru tvö atriði í henni. Það er það sem kemur fram í skýrslu fjármálaráðherra í mars, annars vegar afskriftir og hins vegar lenging. Þetta eru kubbarnir sem er hægt að vinna með. Svo er annað mál hvernig þú raðar þessu saman.“
Gjaldeyrishöft Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira