Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Grindavík 87-71 | Njarðvík vann Suðurnesjaslaginn Styrmir Gauti Fjeldsted í Ljónagryfjunni skrifar 18. desember 2015 22:15 Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Njarðvíkur, átti fínan leik í kvöld. vísir/anton Njarðvík og Grindvík áttust við í kvöld í alvöru Suðurnesjaslag í Ljónagryfjjunni þar sem tvö Kanalaus lið mættust. Njarðvík vann góðan sigur á Haukum í seinustu umferð á meðan Grindavík tapaði illa gegn Tindastól. Bæði lið mættu tilbúin til leiks í kvöld og var mikill hraði í upphafi leiks þar sem liðin skiptust á að skora. Þorleifi Ólafssyni finnst fátt skemmtilegra en að eiga góðan leik gegn Njarðvík en hann mætti vel stemmdur til leiks í kvöld og hitti hann úr fyrstu tveim þriggja stiga skotum sínum. Njarðvíkingum tókst að byggja upp níu stiga forskot undir lok fyrsta leikhluta en Jóhann Ólafsson ákvað þá að setja niður skot frá miðju í þann mund sem lokaflautan gall og staðan því eftir fyrsta leikhluta 25-19. Njarðvík hélt áfram að leiða í öðrum leikhluta og tókst þeim að koma muninum upp í átta stig um miðjan leikhlutann þar sem varnarleikur þeirra var mjög góður og áttu gestirnir í stökustu vandræðum með að ná almennilegu skoti. Grindvíkingar náðu ágætis kafla undir lok hálfleiksins og var staðan í hálfleik 40-36 í jöfnum og hröðum leik. Atkvæðamestir í hálfleik hjá Njarðvík voru þeir Logi Gunnarsson með 10 stig, Hjörtur með 9 stig og Haukur Helgi með 6 stig og 6 fráköst. Í liði gestanna var Þorleifur Ólafsson kominn með 11 stig og eftir honum kom Ómar Sævarsson með 8 stig og 6 fráköst. Liðunum gekk erfiðlega að skora í byrjun seinni hálfleiks sem og stíga út því byrjun seinni hálfleiksins einkenndist af klikkuðum skotum og sóknarfráköstum þar sem Ómar Sævarsson fór mikinn. Leikar héldust jafnir út leikhlutann en Haukur Helgi endaði hann með glæsilegu þriggja stiga skoti með mann í sér og staðan því 61-55 fyrir seinasta leikhlutann og Njarðvíkingar með yfirhöndina. Þegar sjö mínútur voru eftir af leiknum var eins og einhver hefði kveikt á Hauk Helga því hann gjörsamlega fór hamförum það sem eftir lifði leiks eftir að hafa verið nokkuð rólegur fram að því. Njarðvík, með Hauk Helga í tröllaham, tókst að byggja upp 10 stiga forskot en ásamt Hauki voru þeir Magic og Logi að spila gríðarlega vel. Lítið gekk hjá gestunum á þessum kafla og voru þeir að hitta fremur illa utan af velli. Grindavík gerðu hvað þeir gátu til að minnka muninn en heimamenn voru ekki á þeim buxunum að hleypa gestunum inn í leikinn en þeir spiluðu fjórða leikhlutann frábærlega í kvöld. Njarðvík hélt áfram að bæta í muninn og unnu að lokum öruggan og mjög góða sigur á grönnum sínum úr Grindavík 87-61. Atkvæðamestur í liði heimamanna í kvöld var Haukur Helgi með 21 stig, átta fráköst og fimm stoðsendingar. Á eftir honum komu þeir Logi Gunnarsson með 18 stig og Magic Baginski 17 stig. Hjá gestunum var Þorleifur Ólafsson með 17 stig og sex fráköst en eftir honum kom Ómars Sævarsson með 16 stig og 12 fráköst.Njarðvík-Grindavík 87-71 (25-19, 15-17, 21-19, 26-16)Njarðvík: Haukur Helgi Pálsson 21/8 fráköst/5 stoðsendingar, Logi Gunnarsson 18/5 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 17/4 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 11/5 fráköst, Hjörtur Hrafn Einarsson 11, Hjalti Friðriksson 4/7 fráköst, Jón Arnór Sverrisson 3, Hilmar Hafsteinsson 2, Hermann Ingi Harðarson 0, Gunnlaugur Sveinn Hafsteinsson 0, Adam Eiður Ásgeirsson 0, Gabríel Sindri Möller 0.Grindavík: Þorleifur Ólafsson 17/6 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 16/12 fráköst, Jón Axel Guðmundsson 12/6 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 9/8 fráköst/6 stoðsendingar, Ingvi Þór Guðmundsson 8/4 fráköst, Daníel Guðni Guðmundsson 5, Þorsteinn Finnbogason 4/4 fráköst, Hinrik Guðbjartsson 0, Magnús Már Ellertsson 0, Nökkvi Már Nökkvason 0, Kristófer Breki Gylfason 0.Friðrik: Öðruvísi bragur á leik okkar Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkur, var kampakátur í leikslok eftir flottan sigur hjá hans mönnum. „Ég var gríðarlega sáttur með stigin tvö því það eru þau sem skipta auðvitað mestu máli. Þegar á reyndi í kvöld fannst mér varnarleikur okkar vera algjörlega til fyrirmyndar og í heildina litið er ég mjög ánægður með karakterinn og samstöðuna í hópnum í kvöld sem og seinustu vikur,“ sagði Frðrik Ingi. Eins og komið hefur fram í fréttum ráku Njarðvíkingar Bandaríkjamann sinn fyrir seinasta leik en við það virðist leikur þeirra hafa breyst til hins betra. „Að ýmsu leiti hefur verið öðruvísi bragur á leik okkar í seinustu tveim leikjum án þess þó að vera kasta rýrð á einn né neinn. En liðið hefur verið að spila vel og þá sérstaklega í seinustu tveim leikjum sem er jákvætt. Við förum nú inn í jólafríið nokkuð sáttir en við þurfum þó að æfa vel yfir jól og áramót svo menn mæti klárir inn í nýja árið.“Jóhann: Verðum að æfa vel um jólin Jóhann Ólafsson, þjálfari Grindvíkinga, var eins og gefur að skilja ekki ánægður með tapið en honum fannst þó Njarðvíkingar einfaldlega vinna leikinn í lokinn. „Frammistaðan í kvöld var alls ekkert slök í rauninni. Við einfaldlega hittum mjög illa í kvöld þrátt fyrir að fá nóg af opnum skotum. Að sama skapi var Njarðvík að hitta úr mjög erfiðum skotum og fannst mér munurinn aðallega liggja þar. Það dregur úr manni kraft að sjá andstæðing hitta úr erfiðum skotum eftir að hafa spilað góða vörn og fannst mér koma smá vonleysi í leik okkar undir loks leiks,“ segir Jóhann. Grindvíkingar fara inn í jólafríið með átta stig en ýmislegt hefur gengið á í herbúðum þeirra það sem af er móts. „Átta stig eftir hálfnað mót er algjörlega úr takt við markmið okkar fyrir tímabilið. Það hefur auðvitað mikið gengið á hjá okkur og höfum við spilað lungað af mótinu Kanalausir ásamt að meiðsl hafa verið að hrjá okkur. Við ætluðum okkur klárlega að gera betur og því verðum við að æfa vel yfir jólin og mæta svo sterkir til leiks í næsta leik.“Tweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild karla Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Íslenski boltinn Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
Njarðvík og Grindvík áttust við í kvöld í alvöru Suðurnesjaslag í Ljónagryfjjunni þar sem tvö Kanalaus lið mættust. Njarðvík vann góðan sigur á Haukum í seinustu umferð á meðan Grindavík tapaði illa gegn Tindastól. Bæði lið mættu tilbúin til leiks í kvöld og var mikill hraði í upphafi leiks þar sem liðin skiptust á að skora. Þorleifi Ólafssyni finnst fátt skemmtilegra en að eiga góðan leik gegn Njarðvík en hann mætti vel stemmdur til leiks í kvöld og hitti hann úr fyrstu tveim þriggja stiga skotum sínum. Njarðvíkingum tókst að byggja upp níu stiga forskot undir lok fyrsta leikhluta en Jóhann Ólafsson ákvað þá að setja niður skot frá miðju í þann mund sem lokaflautan gall og staðan því eftir fyrsta leikhluta 25-19. Njarðvík hélt áfram að leiða í öðrum leikhluta og tókst þeim að koma muninum upp í átta stig um miðjan leikhlutann þar sem varnarleikur þeirra var mjög góður og áttu gestirnir í stökustu vandræðum með að ná almennilegu skoti. Grindvíkingar náðu ágætis kafla undir lok hálfleiksins og var staðan í hálfleik 40-36 í jöfnum og hröðum leik. Atkvæðamestir í hálfleik hjá Njarðvík voru þeir Logi Gunnarsson með 10 stig, Hjörtur með 9 stig og Haukur Helgi með 6 stig og 6 fráköst. Í liði gestanna var Þorleifur Ólafsson kominn með 11 stig og eftir honum kom Ómar Sævarsson með 8 stig og 6 fráköst. Liðunum gekk erfiðlega að skora í byrjun seinni hálfleiks sem og stíga út því byrjun seinni hálfleiksins einkenndist af klikkuðum skotum og sóknarfráköstum þar sem Ómar Sævarsson fór mikinn. Leikar héldust jafnir út leikhlutann en Haukur Helgi endaði hann með glæsilegu þriggja stiga skoti með mann í sér og staðan því 61-55 fyrir seinasta leikhlutann og Njarðvíkingar með yfirhöndina. Þegar sjö mínútur voru eftir af leiknum var eins og einhver hefði kveikt á Hauk Helga því hann gjörsamlega fór hamförum það sem eftir lifði leiks eftir að hafa verið nokkuð rólegur fram að því. Njarðvík, með Hauk Helga í tröllaham, tókst að byggja upp 10 stiga forskot en ásamt Hauki voru þeir Magic og Logi að spila gríðarlega vel. Lítið gekk hjá gestunum á þessum kafla og voru þeir að hitta fremur illa utan af velli. Grindavík gerðu hvað þeir gátu til að minnka muninn en heimamenn voru ekki á þeim buxunum að hleypa gestunum inn í leikinn en þeir spiluðu fjórða leikhlutann frábærlega í kvöld. Njarðvík hélt áfram að bæta í muninn og unnu að lokum öruggan og mjög góða sigur á grönnum sínum úr Grindavík 87-61. Atkvæðamestur í liði heimamanna í kvöld var Haukur Helgi með 21 stig, átta fráköst og fimm stoðsendingar. Á eftir honum komu þeir Logi Gunnarsson með 18 stig og Magic Baginski 17 stig. Hjá gestunum var Þorleifur Ólafsson með 17 stig og sex fráköst en eftir honum kom Ómars Sævarsson með 16 stig og 12 fráköst.Njarðvík-Grindavík 87-71 (25-19, 15-17, 21-19, 26-16)Njarðvík: Haukur Helgi Pálsson 21/8 fráköst/5 stoðsendingar, Logi Gunnarsson 18/5 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 17/4 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 11/5 fráköst, Hjörtur Hrafn Einarsson 11, Hjalti Friðriksson 4/7 fráköst, Jón Arnór Sverrisson 3, Hilmar Hafsteinsson 2, Hermann Ingi Harðarson 0, Gunnlaugur Sveinn Hafsteinsson 0, Adam Eiður Ásgeirsson 0, Gabríel Sindri Möller 0.Grindavík: Þorleifur Ólafsson 17/6 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 16/12 fráköst, Jón Axel Guðmundsson 12/6 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 9/8 fráköst/6 stoðsendingar, Ingvi Þór Guðmundsson 8/4 fráköst, Daníel Guðni Guðmundsson 5, Þorsteinn Finnbogason 4/4 fráköst, Hinrik Guðbjartsson 0, Magnús Már Ellertsson 0, Nökkvi Már Nökkvason 0, Kristófer Breki Gylfason 0.Friðrik: Öðruvísi bragur á leik okkar Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkur, var kampakátur í leikslok eftir flottan sigur hjá hans mönnum. „Ég var gríðarlega sáttur með stigin tvö því það eru þau sem skipta auðvitað mestu máli. Þegar á reyndi í kvöld fannst mér varnarleikur okkar vera algjörlega til fyrirmyndar og í heildina litið er ég mjög ánægður með karakterinn og samstöðuna í hópnum í kvöld sem og seinustu vikur,“ sagði Frðrik Ingi. Eins og komið hefur fram í fréttum ráku Njarðvíkingar Bandaríkjamann sinn fyrir seinasta leik en við það virðist leikur þeirra hafa breyst til hins betra. „Að ýmsu leiti hefur verið öðruvísi bragur á leik okkar í seinustu tveim leikjum án þess þó að vera kasta rýrð á einn né neinn. En liðið hefur verið að spila vel og þá sérstaklega í seinustu tveim leikjum sem er jákvætt. Við förum nú inn í jólafríið nokkuð sáttir en við þurfum þó að æfa vel yfir jól og áramót svo menn mæti klárir inn í nýja árið.“Jóhann: Verðum að æfa vel um jólin Jóhann Ólafsson, þjálfari Grindvíkinga, var eins og gefur að skilja ekki ánægður með tapið en honum fannst þó Njarðvíkingar einfaldlega vinna leikinn í lokinn. „Frammistaðan í kvöld var alls ekkert slök í rauninni. Við einfaldlega hittum mjög illa í kvöld þrátt fyrir að fá nóg af opnum skotum. Að sama skapi var Njarðvík að hitta úr mjög erfiðum skotum og fannst mér munurinn aðallega liggja þar. Það dregur úr manni kraft að sjá andstæðing hitta úr erfiðum skotum eftir að hafa spilað góða vörn og fannst mér koma smá vonleysi í leik okkar undir loks leiks,“ segir Jóhann. Grindvíkingar fara inn í jólafríið með átta stig en ýmislegt hefur gengið á í herbúðum þeirra það sem af er móts. „Átta stig eftir hálfnað mót er algjörlega úr takt við markmið okkar fyrir tímabilið. Það hefur auðvitað mikið gengið á hjá okkur og höfum við spilað lungað af mótinu Kanalausir ásamt að meiðsl hafa verið að hrjá okkur. Við ætluðum okkur klárlega að gera betur og því verðum við að æfa vel yfir jólin og mæta svo sterkir til leiks í næsta leik.“Tweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild karla Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Íslenski boltinn Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum