Sport

Í fínu lagi með Conor

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Conor og Kavanagh fyrir bardagann um síðustu helgi.
Conor og Kavanagh fyrir bardagann um síðustu helgi. vísir/getty
Þó svo Conor McGregor hafi rotað Jose Aldo með einu höggi var óttast að hann hefði meiðst á úlnlið.

Ef Conor hefði meiðst á únlið hefði hann líklega þurft að hvíla í sex mánuði. Af því verður þó ekki.

Þjálfari hans, John Kavanagh, hefur staðfest að úlnliðurinn á Conor sé 100 prósent í lagi.

Það stendur því ekkert í vegi fyrir því að Írinn magnaði mæti aftur í búrið þegar honum hentar á næsta ári.

MMA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×