Verdens Gang: Þórir með súpertölfræði í undanúrslitaleikjum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. desember 2015 13:00 Þórir Hergeirsson og norska landsliðskonan Linn Jorum Sulland. Vísir/AFP Íslendingurinn Þórir Hergeirsson stýrir liði Noregs í kvöld í undanúrslitaleik HM kvenna í handbolta en norsku stelpurnar mæta þá spútnikliði Rúmeníu og í boði er sæti í úrslitaleiknum á sunnudaginn. Þórir var varkár þegar hann hitti norska blaðamenn fyrir leikinn og talaði um að norska liði ætti helmingsmöguleika á sigri en það búast flestir við því að norska liðið vinni þær rúmensku. Verden Gang kallar Þóri undanúrslitakónginn í grein í dag og rökstyður það með tölfræði norska liðsins í undanúrslitaleikjum þegar Þórir hefur annaðhvort verið aðalþjálfari eða aðstoðarþjálfari. Það er vissulega hægt að taka undir með blaðamanni Verdens Gang sem fer yfir súpertölfræði Þóris í undanúrslitaleikjum á stórmótum. Síðan að hann kom inn sem aðstoðarþjálfari norsku stelpnanna árið 2001 hefur liðið unnið 12 af 13 undanúrslitaleikjum sínum á stórmótum. Eina tapið kom á HM 2009 sem var jafnfram fyrsta stórmót hans sem aðalþjálfara. „Lykillinn að þessu er að við tökum hvern undanúrslitaleik mjög alvarlega og undirbúum okkur eins vel og við getum. Það eru 50 prósent líkur á móti Rúmeníu," sagði Þórir við blaðamann VG. „Við erum að fara mæta mjög góðu rúmensku liði sem hefur þegar slegið út heimsmeistara Brasilíu og vann líka danska liðið fyrir framan tólf þúsund Dani hér í Herning. Þær eru að spila fyrir hverja aðra í dag," sagði Þórir og hann talaði líka um að rúmenska liðið væri allt annað lið núna en þegar norska liðið vann leik liðanna í riðlakeppninni. „Rúmenarnir hafa breytt leikstílnum sínum og spila aðallega með hægri handar leikmenn í öllum stöðum. Það kallar á öðruvísi leik. Vörnin þeirra er orðin skipulagðari og þær hafa vaxið mikið. Það eiga reyndar við öll liðin í undanúrslitunum," sagði Þórir en Pólland og Holland mætast í hinum undanúrslitaleiknum.Undanúrslitaleikir norska landsliðsins í tíð Þóris Hergeirssonar: HM 2001: 34-33 sigur á Júgóslavíu EM 2002: 21-16 sigur á Frakklandi EM 2004: 44-29 sigur á Ungverjalandi EM 2006: 28-24 sigur á Frakklandi HM 2007: 33-30 sigur á Þýskalandi ÓL 2008: 29-28 sigur á Suður Kóreu EM 2008: 24-18 sigur á Rússlandi HM 2009: 20-28 tap fyrir Rússlandi EM 2010: 29-19 sigur á Danmörku HM 2011: 30-22 sigur á Spáni ÓL 2012: 31-25 sigur á Suður Kóreu EM 2012: 30-19 sigur á Ungverjalandi EM 2014: 29-25 sigur á Svíþjóð HM 2015: Leikur á móti Rúmeníu Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Sjá meira
Íslendingurinn Þórir Hergeirsson stýrir liði Noregs í kvöld í undanúrslitaleik HM kvenna í handbolta en norsku stelpurnar mæta þá spútnikliði Rúmeníu og í boði er sæti í úrslitaleiknum á sunnudaginn. Þórir var varkár þegar hann hitti norska blaðamenn fyrir leikinn og talaði um að norska liði ætti helmingsmöguleika á sigri en það búast flestir við því að norska liðið vinni þær rúmensku. Verden Gang kallar Þóri undanúrslitakónginn í grein í dag og rökstyður það með tölfræði norska liðsins í undanúrslitaleikjum þegar Þórir hefur annaðhvort verið aðalþjálfari eða aðstoðarþjálfari. Það er vissulega hægt að taka undir með blaðamanni Verdens Gang sem fer yfir súpertölfræði Þóris í undanúrslitaleikjum á stórmótum. Síðan að hann kom inn sem aðstoðarþjálfari norsku stelpnanna árið 2001 hefur liðið unnið 12 af 13 undanúrslitaleikjum sínum á stórmótum. Eina tapið kom á HM 2009 sem var jafnfram fyrsta stórmót hans sem aðalþjálfara. „Lykillinn að þessu er að við tökum hvern undanúrslitaleik mjög alvarlega og undirbúum okkur eins vel og við getum. Það eru 50 prósent líkur á móti Rúmeníu," sagði Þórir við blaðamann VG. „Við erum að fara mæta mjög góðu rúmensku liði sem hefur þegar slegið út heimsmeistara Brasilíu og vann líka danska liðið fyrir framan tólf þúsund Dani hér í Herning. Þær eru að spila fyrir hverja aðra í dag," sagði Þórir og hann talaði líka um að rúmenska liðið væri allt annað lið núna en þegar norska liðið vann leik liðanna í riðlakeppninni. „Rúmenarnir hafa breytt leikstílnum sínum og spila aðallega með hægri handar leikmenn í öllum stöðum. Það kallar á öðruvísi leik. Vörnin þeirra er orðin skipulagðari og þær hafa vaxið mikið. Það eiga reyndar við öll liðin í undanúrslitunum," sagði Þórir en Pólland og Holland mætast í hinum undanúrslitaleiknum.Undanúrslitaleikir norska landsliðsins í tíð Þóris Hergeirssonar: HM 2001: 34-33 sigur á Júgóslavíu EM 2002: 21-16 sigur á Frakklandi EM 2004: 44-29 sigur á Ungverjalandi EM 2006: 28-24 sigur á Frakklandi HM 2007: 33-30 sigur á Þýskalandi ÓL 2008: 29-28 sigur á Suður Kóreu EM 2008: 24-18 sigur á Rússlandi HM 2009: 20-28 tap fyrir Rússlandi EM 2010: 29-19 sigur á Danmörku HM 2011: 30-22 sigur á Spáni ÓL 2012: 31-25 sigur á Suður Kóreu EM 2012: 30-19 sigur á Ungverjalandi EM 2014: 29-25 sigur á Svíþjóð HM 2015: Leikur á móti Rúmeníu
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Sjá meira