Vanillu panna cotta 18. desember 2015 14:00 Sjónvarpskokkurinn Eyþór Rúnarsson gefur gómsætar uppskriftir á Stöð 2 fram að jólum. Hér er girnilegur eftirréttur fyrir áramótaboðið.Vanillu panna cotta200 g rjómi 100 g sykur 170 g sýrður rjómi 150 g mascarpone ostur 1 vanillustöng 1 msk. sítrónusafi2 blöð matarlímMeðlætiJarðaber Kampavín Setjið allt hráefnið saman í skál og bræðið saman yfir vatnsbaði í ca. 10 mín. Setjið matarlímið í bleyti í kalt vatn og látið standa þar í ca 5 mín. Bætið því svo út í blönduna og látið leysast upp. Maukið svo með töfrasprota. Hellið panna cottunni í kampavínsglös og setjið inn í ísskáp og látið standa þar í 2 tíma. Setjið sorbet-inn ofan á panna cottuna og skerið jarðaberin í ca 6 bita og bætið ofan á sorbet-inn og endið á að setja smá kampavín yfir allt saman.Jarðarberjasorbet 600 g frosin jarðaber 175 g sykur 50 g vatn safi úr 1 sítrónuKitchenAid ísskál Sjóðið sykur og vatn saman og kælið. Þá eru þið komin með sykur sýróp. Setjið jarðaberin í skál og þýðið þau í vatnsbaði. Hellið jarðaberjunum í blender skál og maukið saman. Sigtið maukið í gegnum fínt sigti og blandið svo sykursýrópinu út í og smakkið til með sítrónusafa. Setjið í ísskál frá KitchenAid (ísvél) og hrærið saman í ca. 20 mín eða þar til sorbet-inn er orðinn ljós á litinn og þykkur. Takið úr skálinni og setjið í dall og inn í frysti. Eftirréttir Eyþór Rúnarsson Uppskriftir Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp
Sjónvarpskokkurinn Eyþór Rúnarsson gefur gómsætar uppskriftir á Stöð 2 fram að jólum. Hér er girnilegur eftirréttur fyrir áramótaboðið.Vanillu panna cotta200 g rjómi 100 g sykur 170 g sýrður rjómi 150 g mascarpone ostur 1 vanillustöng 1 msk. sítrónusafi2 blöð matarlímMeðlætiJarðaber Kampavín Setjið allt hráefnið saman í skál og bræðið saman yfir vatnsbaði í ca. 10 mín. Setjið matarlímið í bleyti í kalt vatn og látið standa þar í ca 5 mín. Bætið því svo út í blönduna og látið leysast upp. Maukið svo með töfrasprota. Hellið panna cottunni í kampavínsglös og setjið inn í ísskáp og látið standa þar í 2 tíma. Setjið sorbet-inn ofan á panna cottuna og skerið jarðaberin í ca 6 bita og bætið ofan á sorbet-inn og endið á að setja smá kampavín yfir allt saman.Jarðarberjasorbet 600 g frosin jarðaber 175 g sykur 50 g vatn safi úr 1 sítrónuKitchenAid ísskál Sjóðið sykur og vatn saman og kælið. Þá eru þið komin með sykur sýróp. Setjið jarðaberin í skál og þýðið þau í vatnsbaði. Hellið jarðaberjunum í blender skál og maukið saman. Sigtið maukið í gegnum fínt sigti og blandið svo sykursýrópinu út í og smakkið til með sítrónusafa. Setjið í ísskál frá KitchenAid (ísvél) og hrærið saman í ca. 20 mín eða þar til sorbet-inn er orðinn ljós á litinn og þykkur. Takið úr skálinni og setjið í dall og inn í frysti.
Eftirréttir Eyþór Rúnarsson Uppskriftir Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp