Lífið

Þvílík stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Katar

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Hér má sjá myndir frá Katar. Þvílík stemning!
Hér má sjá myndir frá Katar. Þvílík stemning! Myndir/Bóas Börkur
Stuðningsmenn Íslands, sem eru staddir úti í Katar eru tilbúnir í slaginn, en í kvöld leika Íslendingar gegn Svíum, eins og svo margir vita.

Bóas Börkur Bóasson sló í gegn með frábærri ferðasögu sem birtist á Vísi í gær. Hann segir stemninguna vera frábæra í hópnum og það allir séu tilbúnir í slaginn.

Sjá einnig:Tæplega 70 Íslendingar á leiknum í kvöld

Hér á meðfylgjandi myndum má sjá hörðustu stuðningsmenn landsliðsins, sem eru með andlitsmálningu og í þessum glæsilegu búningum. „Ég held að myndavélarnar eigi eftir að elska þau á leiknum í kvöld," segir Bóas Börkur og bætir við:

„Við hin erum bara eins og í felulitum miðað við þau."

Frábær opnunarhátíð

Í gær fór hópurinn á opnunarhátíð keppninnar, þar sem Jón Jónsson tróð meðal annars upp. Bóas segir hann hafa staðið sig með prýði. „Hann söng sinn part af alkunnri snilld og gerði þetta mjög sérstakt."

Hann segir þó ákveðna erfiðleika hafa átt sér stað í upphafi hátíðarinnar. „Hópurinn kom tímanlega í höllina á opnunarhátíðina, ekki veitti af því utan húss var skipulagið í molum og við send hring eftir hring að „réttum" inngangi sem reyndist svo seinna vera rangur."

En svo sá hópurinn hvernig höllin leit út að innan:

„En innanhúss var allt til sóma, hundruð manna að vísa veginn og höllin er byggð þannig að utan við völlinn er hægt að ganga allan hringinn og það eru 16 inngangar inn í salinn sjálfan, svo eru litlir veitingastaðir, kaffisjoppur og klósett allan úthringinn, auk VIP staða og enn má nefna tvo upphitunarsali sem eru þónokkuð flottir. Sem bliknar nú alveg þegar gengið er inní 15.500 manna salinn, með risaskjái á alla vegu, leisergeisla og díóðuskilta sem þekja allan hringinn milli hæða."

Hann segir hátíðina sjálfa hafa verið afar vel heppnaða.

„Öll lönd voru sátu í sérmerktum sætum og við kynningu hvers lands voru áhorfendur þess lands lýstir upp og var það mjög vel heppnað „trikk“. Og eftir hátíðina þustu inná gólfið um eitt hundrað manns, hver með sitt hlutverk, allt gólfið var hreinsað upp á met tíma, því stutt var í að upphitun hæfist fyrir handboltaleikinn fyrsta. Virtist frekar vera eins og brunaútsala, menn hreinlega hlupu út úr salnum með, sviðsparta,dúka,hátalara,ljós og snúrur.“

Nú er hópurinn tilbúinn að fara að styðja landsliðið og því ekki úr vegi að segja áfram Ísland!






Fleiri fréttir

Sjá meira


×