Vegir um Eyrarhlíð og Flateyrarveg voru lokaðir nú klukkan sjö í kvöld til morguns vegna snjóflóðahættu. Súðavíkurhlíð verður áfram lokuð einnig til morguns. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.
Á Vestfjörðum er reiknað með strekkingi og hríðarmuggu og bætir heldur í vind í kvöld. Á Norðurlandi hvessir aftur um og eftir miðnætti, 12-18 m/s með snjókomu og skafrenningi. Gengur smámsaman niður framan af morgundeginum, fyrst Norðvestan til.
Hálkublettir eru í Þrengslum en hálka nokkuð víða á Suðurlandi. Hálka og hálkublettir eru á flestum vegum á Vesturlandi. Á Vestfjörðum er lokað um Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðahættu. Ófært er í Ísafjarðardjúpi og á Steingrímsfjarðarheiði. Hálka eða snjóþekja og skafrenningur er á öðrum leiðum.
Á Norðurlandi er hálka eða snjóþekja og éljagangur og víða éljagangur og skafrenningur. Á Austurlandi er hálka öllum vegum og einnig með suðausturströndinni.
Vegir um Eyrarhlíð og Flateyrarveg lokaðir vegna snjóflóðahættu
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið




Banaslys varð í Vík í Mýrdal
Innlent


Hvernig skiptast fylkingarnar?
Innlent




„Við gefumst ekki upp á ykkur“
Innlent