Agent Fresco á toppi árslista X977 Orri Freyr Rúnarsson skrifar 16. janúar 2015 11:11 Ný plata frá Agent Fresco væntanleg á næsta ári Mynd/Magnus Andersen Útvarpsstöðin X977 birti á dögunum árslista sinn fyrir árið 2014. Að þessi sinni kom það í hlut Agent Fresco að verma toppsætið með laginu Dark Water sem er einmitt fyrsta lagið sem þeir gáfu út í tengslum við væntanlega breiðskífu. Í öðru sæti á listanum situr hljómsveitin Sólstafir með lagi Ótta sem er að finna á þeirra nýjustu plötu. En Sólstafir áttu einmitt lag ársins árið 2012 á X977. Breska sveitin Royal Blood situr í þriðja sæti með lagið Little Monster en hljómsveitin sló algjörlega í gegn á árinu 2014. Í fjórða sæti listans er svo annar nýliði og er þar á ferð Júníus Meyvant sem sló í gegn með laginu Color Decay, það fyrsta sem hann gaf út. Af öðrum lögum á listanum má nefna lagið Bad Politics með hljómsveitinni Art is Dead en þessi skemmtilega íslenska hljómsveit kom fram á sjónarsviðið með miklum krafti um sumarið og sat lag þeirra um tíma í efsta sæti á Pepsi Max listanum og nægðu vinsældir þess að koma laginu í 6. sæti á árslistanum. Þá eiga Múm, Kontinuum, Prins Póló, Mono Town, GusGus og Tilbury einnig lög á árslista X977. 1. Agent Fresco – Dark Water 2. Sólstafir – Ótta 3. Royal Blood – Little Monster 4. Júníus Meyvant – Color Decay 5. Queens of the Stone Age – If I Had a Tail 6. Art is Dead – Bad Politics 7. Royal Blood – Out of the Black 8. Kings of Leon – Don‘t Matter 9. Múm – The Colorful Stabwound 10. Queens of the Stone Age – Smooth Sailing 11. Half Moon Run – Full Circle 12. Kontinuum – Í huldusal 13. Foo Fighters – Something From Nothing 14. Future Islands – Seasons (Waiting On You) 15. Alt-J – Every Other Freckle 16. Prins Póló – París Norðursins 17. Hozier – Take Me To Church 18. Mono Town – Two Bullets 19. GusGus – Crossfade 20. Tilbury – Hollow Listinn er valinn af hlustendum X977 í gegnum hlustendaráð stöðvarinnar og fjöldi spilana á árinu skipta einnig máli við val á árslistanum. Hægt er að skrá sig í hlustendaráð X977 hér. Harmageddon Mest lesið Björn Jón Bragason kvartaði ekki yfir Secret Solstice Harmageddon Læknar með hjálp andanna Harmageddon „Auðvitað er Hildur bara mennsk eins og við öll“ Harmageddon Segulbandstæki selt í óþökk eiganda Harmageddon Segir Ísland síðasta vígi kristinna manna Harmageddon Dómsmálið yfir Gísla hugsanlega mannlegur harmleikur Harmageddon Blaðamennska á átakasvæðum Harmageddon Stærsta plötusafn heims til sölu en enginn vill kaupa? Harmageddon Abbey Road kveikti neistann Harmageddon Sannleikurinn: Maria ekki dóttir Sigmundar Davíðs Harmageddon
Útvarpsstöðin X977 birti á dögunum árslista sinn fyrir árið 2014. Að þessi sinni kom það í hlut Agent Fresco að verma toppsætið með laginu Dark Water sem er einmitt fyrsta lagið sem þeir gáfu út í tengslum við væntanlega breiðskífu. Í öðru sæti á listanum situr hljómsveitin Sólstafir með lagi Ótta sem er að finna á þeirra nýjustu plötu. En Sólstafir áttu einmitt lag ársins árið 2012 á X977. Breska sveitin Royal Blood situr í þriðja sæti með lagið Little Monster en hljómsveitin sló algjörlega í gegn á árinu 2014. Í fjórða sæti listans er svo annar nýliði og er þar á ferð Júníus Meyvant sem sló í gegn með laginu Color Decay, það fyrsta sem hann gaf út. Af öðrum lögum á listanum má nefna lagið Bad Politics með hljómsveitinni Art is Dead en þessi skemmtilega íslenska hljómsveit kom fram á sjónarsviðið með miklum krafti um sumarið og sat lag þeirra um tíma í efsta sæti á Pepsi Max listanum og nægðu vinsældir þess að koma laginu í 6. sæti á árslistanum. Þá eiga Múm, Kontinuum, Prins Póló, Mono Town, GusGus og Tilbury einnig lög á árslista X977. 1. Agent Fresco – Dark Water 2. Sólstafir – Ótta 3. Royal Blood – Little Monster 4. Júníus Meyvant – Color Decay 5. Queens of the Stone Age – If I Had a Tail 6. Art is Dead – Bad Politics 7. Royal Blood – Out of the Black 8. Kings of Leon – Don‘t Matter 9. Múm – The Colorful Stabwound 10. Queens of the Stone Age – Smooth Sailing 11. Half Moon Run – Full Circle 12. Kontinuum – Í huldusal 13. Foo Fighters – Something From Nothing 14. Future Islands – Seasons (Waiting On You) 15. Alt-J – Every Other Freckle 16. Prins Póló – París Norðursins 17. Hozier – Take Me To Church 18. Mono Town – Two Bullets 19. GusGus – Crossfade 20. Tilbury – Hollow Listinn er valinn af hlustendum X977 í gegnum hlustendaráð stöðvarinnar og fjöldi spilana á árinu skipta einnig máli við val á árslistanum. Hægt er að skrá sig í hlustendaráð X977 hér.
Harmageddon Mest lesið Björn Jón Bragason kvartaði ekki yfir Secret Solstice Harmageddon Læknar með hjálp andanna Harmageddon „Auðvitað er Hildur bara mennsk eins og við öll“ Harmageddon Segulbandstæki selt í óþökk eiganda Harmageddon Segir Ísland síðasta vígi kristinna manna Harmageddon Dómsmálið yfir Gísla hugsanlega mannlegur harmleikur Harmageddon Blaðamennska á átakasvæðum Harmageddon Stærsta plötusafn heims til sölu en enginn vill kaupa? Harmageddon Abbey Road kveikti neistann Harmageddon Sannleikurinn: Maria ekki dóttir Sigmundar Davíðs Harmageddon