Sérfræðingur TV2: Gríðarleg pressa á Guðmundi Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar 16. janúar 2015 12:30 Vísir/E. Stefán Bent Nyegaard, sérfræðingur TV2 í Danmörku, þekkir afar vel til handboltaheimsins enda margreyndur þjálfari sem er þekktur fyrir að hafa sterkar skoðanir á frammistöðu danska landsliðsins. Guðmundur Guðmundsson tók við danska liðinu af Ulrik Wilbæk fyrr á þessu ári og stýrir nú Dönum í fyrsta sinn á stórmóti. Vísir ræddi við Nyegaard á blaðamannafundi danska liðsins hér í Doha í Katar í gær um stöðu Guðmundar og danska liðsins. „Ég vona að Guðmundur standist þær væntingar sem eru gerðar til danska liðsins. Þær eru geysimiklar. Okkur tókst að komast í úrslitaleiki allra móta frá 2011 til 2014 og er mikil pressa á að komast þangað aftur,“ segir hann. „Við höfum leikmennina til þess - Niklas Landin, Mikkel Hansen og fleiri. Það verða alltaf miklar væntingar gerðar til danska liðsins og það er ekkert öðruvísi núna.“ „Það er kannski svolítið leiðinlegt að segja það en ég sé ekki fyrir mér en nokkurt annað lið en þau fjögur stóru munu komast í undanúrslitin í þessari keppni,“ sagði hann og átti þar við Danmörku, Frakkland, Spán og Króatíu. Wilbek náði frábærum árangri með danska liðið og Nyegaard segir að það verði alltaf erfitt að fylgja í fótspor hans. „Ulrik er goðsögn í Danmörku fyrir þann árangur sem hann hefur náð. Það sem hann hefur er getuna til að láta jafna og spennandi leiki falla danska liðinu í hag. Þannig hefur það verið í gegnum söguna - danska liðið hefur unnið gríðarlega marga jafna leiki og unnið ótalmarga sigra á síðustu sekúndum leikjanna.“ „Það verður forvitnilegt að sjá hvort að Guðmundur geti leyst jafn vel úr þeim aðstæðum og forveri hans gerði.“ Ísland og Danmörk áttust við í æfingaleik um helgina sem Íslendingar unnu með eins marks mun. „Danska liðið var afar slæmt í þeim leik,“ segir Nyegaard. „Guðmundur vill að vörnin sé spiluð af miklum krafti og með bakverðina framarlega. Þetta er maður á mann vörn, afar ágeng.“ „En í þessum leik lentum við í miklum vandræðum með Róbert Gunnarsson á línunni og þá var Snorri Steinn á sífelldu flakki eins og alltaf sem gerði varnarmönnum erfitt fyrir.“ „Ísland lét dönsku vörnina líta einfeldingslega út. En það góða er að við áttum góðan leik gegn Svíum og ef til vill var það gott fyrir okkar menn að sjá að ef þeir mæta ekki til leiks af fullum krafti munu þeir lenda í vandræðum hér í Katar.“Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365). HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Lélegast landsleikur Mikkel Hansen segir sérfræðingur Bent Nyegaard sérfræðingur dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV 2 gefur dönsku leikmönnum einkunnir eftir leiki landsliðsins og sagði hann meðal annars að hann myndi ekki eftir lélegri landsleik hjá Mikkel Hansen en í gær þegar Ísland lagði Danmörku. 11. janúar 2015 11:00 Umfjöllun: Danmörk - Ísland 29-30 | Innkoma Arons skipti sköpum Ísland bar sigurorð af Danmörku, 29-30, á Totalkredit-æfingamótinu sem fer fram í Danmörku og Svíþjóð um helgina. 10. janúar 2015 00:01 Aron Kristjánsson: Sýnir að við getum þetta „Ég held að þetta hafi verið mjög gott. Þeir áttu full auðvelt með að skora í byrjun en svo náðum við að standa þéttar og þá náðum við að þétta vörnina í seinni hálfleik,“ sagði Aron Kristjánsson þjálfari Íslands eftir sigurinn á Danmörku í kvöld. 10. janúar 2015 21:24 Lærisveinar Guðmundar pökkuðu Slóvenum saman Danir líta vel út fyrir HM í handbolta, en þeir unnu stórsigur gegn Slóvenum í kvöld. 9. janúar 2015 20:02 Danmörk fór létt með Svíþjóð og vann æfingamótið Danmörk skellti Svíþjóð 28-19 í úrslitaleik fjögurra liða æfingamótsins í Danmörku og Svíþjóð sem lauk í dag. Ísland hafnaði í þriðja sæti mótsins. 11. janúar 2015 18:09 Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Sjá meira
Bent Nyegaard, sérfræðingur TV2 í Danmörku, þekkir afar vel til handboltaheimsins enda margreyndur þjálfari sem er þekktur fyrir að hafa sterkar skoðanir á frammistöðu danska landsliðsins. Guðmundur Guðmundsson tók við danska liðinu af Ulrik Wilbæk fyrr á þessu ári og stýrir nú Dönum í fyrsta sinn á stórmóti. Vísir ræddi við Nyegaard á blaðamannafundi danska liðsins hér í Doha í Katar í gær um stöðu Guðmundar og danska liðsins. „Ég vona að Guðmundur standist þær væntingar sem eru gerðar til danska liðsins. Þær eru geysimiklar. Okkur tókst að komast í úrslitaleiki allra móta frá 2011 til 2014 og er mikil pressa á að komast þangað aftur,“ segir hann. „Við höfum leikmennina til þess - Niklas Landin, Mikkel Hansen og fleiri. Það verða alltaf miklar væntingar gerðar til danska liðsins og það er ekkert öðruvísi núna.“ „Það er kannski svolítið leiðinlegt að segja það en ég sé ekki fyrir mér en nokkurt annað lið en þau fjögur stóru munu komast í undanúrslitin í þessari keppni,“ sagði hann og átti þar við Danmörku, Frakkland, Spán og Króatíu. Wilbek náði frábærum árangri með danska liðið og Nyegaard segir að það verði alltaf erfitt að fylgja í fótspor hans. „Ulrik er goðsögn í Danmörku fyrir þann árangur sem hann hefur náð. Það sem hann hefur er getuna til að láta jafna og spennandi leiki falla danska liðinu í hag. Þannig hefur það verið í gegnum söguna - danska liðið hefur unnið gríðarlega marga jafna leiki og unnið ótalmarga sigra á síðustu sekúndum leikjanna.“ „Það verður forvitnilegt að sjá hvort að Guðmundur geti leyst jafn vel úr þeim aðstæðum og forveri hans gerði.“ Ísland og Danmörk áttust við í æfingaleik um helgina sem Íslendingar unnu með eins marks mun. „Danska liðið var afar slæmt í þeim leik,“ segir Nyegaard. „Guðmundur vill að vörnin sé spiluð af miklum krafti og með bakverðina framarlega. Þetta er maður á mann vörn, afar ágeng.“ „En í þessum leik lentum við í miklum vandræðum með Róbert Gunnarsson á línunni og þá var Snorri Steinn á sífelldu flakki eins og alltaf sem gerði varnarmönnum erfitt fyrir.“ „Ísland lét dönsku vörnina líta einfeldingslega út. En það góða er að við áttum góðan leik gegn Svíum og ef til vill var það gott fyrir okkar menn að sjá að ef þeir mæta ekki til leiks af fullum krafti munu þeir lenda í vandræðum hér í Katar.“Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Lélegast landsleikur Mikkel Hansen segir sérfræðingur Bent Nyegaard sérfræðingur dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV 2 gefur dönsku leikmönnum einkunnir eftir leiki landsliðsins og sagði hann meðal annars að hann myndi ekki eftir lélegri landsleik hjá Mikkel Hansen en í gær þegar Ísland lagði Danmörku. 11. janúar 2015 11:00 Umfjöllun: Danmörk - Ísland 29-30 | Innkoma Arons skipti sköpum Ísland bar sigurorð af Danmörku, 29-30, á Totalkredit-æfingamótinu sem fer fram í Danmörku og Svíþjóð um helgina. 10. janúar 2015 00:01 Aron Kristjánsson: Sýnir að við getum þetta „Ég held að þetta hafi verið mjög gott. Þeir áttu full auðvelt með að skora í byrjun en svo náðum við að standa þéttar og þá náðum við að þétta vörnina í seinni hálfleik,“ sagði Aron Kristjánsson þjálfari Íslands eftir sigurinn á Danmörku í kvöld. 10. janúar 2015 21:24 Lærisveinar Guðmundar pökkuðu Slóvenum saman Danir líta vel út fyrir HM í handbolta, en þeir unnu stórsigur gegn Slóvenum í kvöld. 9. janúar 2015 20:02 Danmörk fór létt með Svíþjóð og vann æfingamótið Danmörk skellti Svíþjóð 28-19 í úrslitaleik fjögurra liða æfingamótsins í Danmörku og Svíþjóð sem lauk í dag. Ísland hafnaði í þriðja sæti mótsins. 11. janúar 2015 18:09 Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Sjá meira
Lélegast landsleikur Mikkel Hansen segir sérfræðingur Bent Nyegaard sérfræðingur dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV 2 gefur dönsku leikmönnum einkunnir eftir leiki landsliðsins og sagði hann meðal annars að hann myndi ekki eftir lélegri landsleik hjá Mikkel Hansen en í gær þegar Ísland lagði Danmörku. 11. janúar 2015 11:00
Umfjöllun: Danmörk - Ísland 29-30 | Innkoma Arons skipti sköpum Ísland bar sigurorð af Danmörku, 29-30, á Totalkredit-æfingamótinu sem fer fram í Danmörku og Svíþjóð um helgina. 10. janúar 2015 00:01
Aron Kristjánsson: Sýnir að við getum þetta „Ég held að þetta hafi verið mjög gott. Þeir áttu full auðvelt með að skora í byrjun en svo náðum við að standa þéttar og þá náðum við að þétta vörnina í seinni hálfleik,“ sagði Aron Kristjánsson þjálfari Íslands eftir sigurinn á Danmörku í kvöld. 10. janúar 2015 21:24
Lærisveinar Guðmundar pökkuðu Slóvenum saman Danir líta vel út fyrir HM í handbolta, en þeir unnu stórsigur gegn Slóvenum í kvöld. 9. janúar 2015 20:02
Danmörk fór létt með Svíþjóð og vann æfingamótið Danmörk skellti Svíþjóð 28-19 í úrslitaleik fjögurra liða æfingamótsins í Danmörku og Svíþjóð sem lauk í dag. Ísland hafnaði í þriðja sæti mótsins. 11. janúar 2015 18:09