Kári: Þú kannt þetta ekkert Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar 16. janúar 2015 11:30 Vísir/Eva Björk „Það er ekkert stress á mér,“ sagði Kári Kristján Kristjánsson, línumaðurinn öflugi, og játti því að honum liði vel í Katar. Ísland mætir í kvöld Svíþjóð í sínum fyrsta leik á HM í handbolta. „En ég ætla að leiða viðtalið. Ég ætla bara að svara,“ sagði hann á meðan hann beið eftir næstu spurningu blaðamanns er þeir ræddust við á liðshóteli íslenska liðsins í gær. „Þú kemur með spurningar og ég svara þeim,“ segir hann áður en hann hló að næstu spurningu. „Ég skal leiða þetta. Þú kannt þetta ekkert,“ sagði hann áður en hann tók yfir. „Það helsta er að það hefur orðið vakning hjá okkur eftir brösótt síðasta ár, þar sem við vorum ekki nógu góðir,“ segir hann og hófst þá „alvarlegi“ hluti viðtalsins sem má heyra í heild sinni hér fyrir ofan. „Það voru þessir leikir gegn Bosníu og leikirnir í undankeppninni í haust sem voru ekki nógu góðir. En það er önnur holning á okkur núna og við erum mun beittari. Við erum staðráðnir í að eiga gott mót því það er líka þátttökuréttur á ÓL í Brasilíu í húfi. Við þurfum því að vera beittir.“ „Við erum með okkar sterkasta lið, sem er mikilvægast. Menn eru meðvitaðir um að við þurfum að sýna betri leik en við höfum verið að gera og hefur verið stígandi í okkar undirbúningsleikjum.“ „Það var rétt að hvíla menn gegn Svíum en heilt yfir höfum við verið að bæta okkar leik í undirbúningnum fyrir þetta mót.“ Kári Kristján hefur ekki áhyggjur af varnarleik íslenska liðsins sem var misjafn í undirbúningsleikjunum. „Við erum allt eða ekkert þegar það kemur að því. Þegar þetta smellur hjá okkur þá smellur þetta. Varnarmennirnir, sérstaklega miðjublokkin, hafa unnið í hlutunum sín á milli og við vitum að við þurfum að fá góða vörn í gang. Þá kemur markvarslan með og það er 100 prósent að þeir eru klárir.“ HM 2015 í Katar Tengdar fréttir HM-Handvarpið: Hitað upp fyrir Katar Hlaðvarpsþátturinn HM-Handvarpið á Vísi hitar upp fyrir heimsmeistarakeppnina í handbolta. 15. janúar 2015 12:30 Ferðasaga Kára Kristjáns til Katar Línumaðurinn Kári Kristján Kristjánsson var með símann á lofti á ferðalagi strákanna okkar til Doha. 15. janúar 2015 11:00 Guðjón Valur: Heilsa stráksins míns mikilvægari en handbolti Guðjón Valur Sigurðsson segir að undirbúningur sinn fyrir HM í handbolta hafi ekki verið ákjósanlegur. 15. janúar 2015 11:53 Vísir er kominn til Katar Fylgist með fréttaflutningi íþróttadeildar 365 frá HM í handbolta í Katar. 15. janúar 2015 08:30 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
„Það er ekkert stress á mér,“ sagði Kári Kristján Kristjánsson, línumaðurinn öflugi, og játti því að honum liði vel í Katar. Ísland mætir í kvöld Svíþjóð í sínum fyrsta leik á HM í handbolta. „En ég ætla að leiða viðtalið. Ég ætla bara að svara,“ sagði hann á meðan hann beið eftir næstu spurningu blaðamanns er þeir ræddust við á liðshóteli íslenska liðsins í gær. „Þú kemur með spurningar og ég svara þeim,“ segir hann áður en hann hló að næstu spurningu. „Ég skal leiða þetta. Þú kannt þetta ekkert,“ sagði hann áður en hann tók yfir. „Það helsta er að það hefur orðið vakning hjá okkur eftir brösótt síðasta ár, þar sem við vorum ekki nógu góðir,“ segir hann og hófst þá „alvarlegi“ hluti viðtalsins sem má heyra í heild sinni hér fyrir ofan. „Það voru þessir leikir gegn Bosníu og leikirnir í undankeppninni í haust sem voru ekki nógu góðir. En það er önnur holning á okkur núna og við erum mun beittari. Við erum staðráðnir í að eiga gott mót því það er líka þátttökuréttur á ÓL í Brasilíu í húfi. Við þurfum því að vera beittir.“ „Við erum með okkar sterkasta lið, sem er mikilvægast. Menn eru meðvitaðir um að við þurfum að sýna betri leik en við höfum verið að gera og hefur verið stígandi í okkar undirbúningsleikjum.“ „Það var rétt að hvíla menn gegn Svíum en heilt yfir höfum við verið að bæta okkar leik í undirbúningnum fyrir þetta mót.“ Kári Kristján hefur ekki áhyggjur af varnarleik íslenska liðsins sem var misjafn í undirbúningsleikjunum. „Við erum allt eða ekkert þegar það kemur að því. Þegar þetta smellur hjá okkur þá smellur þetta. Varnarmennirnir, sérstaklega miðjublokkin, hafa unnið í hlutunum sín á milli og við vitum að við þurfum að fá góða vörn í gang. Þá kemur markvarslan með og það er 100 prósent að þeir eru klárir.“
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir HM-Handvarpið: Hitað upp fyrir Katar Hlaðvarpsþátturinn HM-Handvarpið á Vísi hitar upp fyrir heimsmeistarakeppnina í handbolta. 15. janúar 2015 12:30 Ferðasaga Kára Kristjáns til Katar Línumaðurinn Kári Kristján Kristjánsson var með símann á lofti á ferðalagi strákanna okkar til Doha. 15. janúar 2015 11:00 Guðjón Valur: Heilsa stráksins míns mikilvægari en handbolti Guðjón Valur Sigurðsson segir að undirbúningur sinn fyrir HM í handbolta hafi ekki verið ákjósanlegur. 15. janúar 2015 11:53 Vísir er kominn til Katar Fylgist með fréttaflutningi íþróttadeildar 365 frá HM í handbolta í Katar. 15. janúar 2015 08:30 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
HM-Handvarpið: Hitað upp fyrir Katar Hlaðvarpsþátturinn HM-Handvarpið á Vísi hitar upp fyrir heimsmeistarakeppnina í handbolta. 15. janúar 2015 12:30
Ferðasaga Kára Kristjáns til Katar Línumaðurinn Kári Kristján Kristjánsson var með símann á lofti á ferðalagi strákanna okkar til Doha. 15. janúar 2015 11:00
Guðjón Valur: Heilsa stráksins míns mikilvægari en handbolti Guðjón Valur Sigurðsson segir að undirbúningur sinn fyrir HM í handbolta hafi ekki verið ákjósanlegur. 15. janúar 2015 11:53
Vísir er kominn til Katar Fylgist með fréttaflutningi íþróttadeildar 365 frá HM í handbolta í Katar. 15. janúar 2015 08:30
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti