Treyja Steph Curry fer ekki upp á vegg fyrr en hann útskrifast Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. desember 2015 17:30 Stephen Curry. Stephen Curry er einn allra besti leikmaður NBA-deildarinnar í dag og hann er að spila í besta liði NBA-deildarinnar. Davidson-háskólinn ætti að vera stoltur af sínum manni en treyjan hans er samt ekki á leiðinni upp á vegg hjá Davidson af einni ástæðu.ESPN segir frá því að aðeins útskrifaðir leikmenn fái treyju sína upp á vegg hjá Davidson-skólanum en Curry lék í númer 30 hjá Davidson á árunum 2006 til 2009. Curry yfirgaf Davidson-skólann vorið 2009 og fór í nýliðaval NBA-deildarinnar. Hann náði ekki að útskrifast en það munaði þó ekki miklu. Hann á aðeins eftir að klára nokkur fög áður en hann fær háskólaprófið. Curry hefur talað um það að hann ætli að klára það sem hann á eftir en hann stundaði nám í félagsfræði við skólann. Davidson-skólinn bíður ekki upp á sumarkennslu og því gæti verið erfitt fyrir Curry að komast í námið á næstunni enda NBA-deildin á fullu þegar skólinn er gangi. „Ég gerði mér alveg grein fyrir því út í hvað ég var að fara þegar ég fór í Davidson. Ég lofaði þjálfaranum mínum [Bob McKillop] og fjölskyldu minni að ég myndi útskrifast. Ég ætla að efna það loforð sem fyrst," sagði Stephen Curry við ESPN. Stephen Curry var allt í öllu hjá körfuboltaliði Davidson-skólans og hjálpaði liðinu meðal annars að komast í átta liða úrslitin 2008. Hann setti það ár met yfir flestar þriggja stiga körfur í háskólaboltanum. Hann hefur bætt sig á hverju ári í NBA-deildinni og er að gera það enn einu sinni í vetur. Stephen Curry er með 32 stig, 6 stoðsendingar og 5,1 frákast að meðaltali með Golden State Warroirs í vetur en liðið er búið að vinna tuttugu fyrstu leiki tímabilsins og er fyrsta liðið í sögu NBA-deildarinnar sem nær því. NBA Tengdar fréttir Sjáðu hvernig Golden State kom sér í sögubækurnar | Myndbönd Ekkert lið hefur byrjað betur í NBA-deildinni en ríkjandi meistarar Golden State Warriors. 25. nóvember 2015 23:30 Curry magnaður í einn einum sigri Golden State | Myndbönd Sigurganga núverandi meistaranna í NBA-deildinni, Golden State Warriors, virðist engan enda ætla að taka. Þeir unnu sinn sautjánda leik í röð í deildinni í nótt nú gegn Phoenix, en þeir hafa unnið alla sína leiki á tímabilinu. 28. nóvember 2015 11:14 Curry og George leikmenn mánaðarins Steph Curry, leikmaður Golden State, og Paul George hjá Indiana voru verðlaunaðir af NBA-deildinni fyrir flotta frammistöðu í síðasta mánuði. 4. desember 2015 10:15 Það gengur bara allt upp hjá Steph Curry þessa dagana | Myndband Stephen Curry bakvörður NBA-meistara Golden State Warriors ætti að vera í þokkalega góðu skapi þessa dagana enda gengur flest upp hjá kappanum. 27. nóvember 2015 09:45 Litlu strákarnir orðnir stærstir í NBA NBA-meistarar Golden State Warriors hafa þegar skapað sér sérstöðu í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta með því að vinna sextán fyrstu leiki tímabilsins. Þeir eru ekki bara að vinna sigra heldur nær alla leikina með miklum mun. Lifir sigurgangan fram á jóladag? 26. nóvember 2015 07:00 Besta byrjun liðs frá upphafi Golden State Warriors komst í sögubækur NBA-deildarinnar með öruggum sigri á Lakers í nótt. 25. nóvember 2015 07:41 Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Í beinni: Man Utd - Ipswich | Enda ófarirnar? Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Sjá meira
Stephen Curry er einn allra besti leikmaður NBA-deildarinnar í dag og hann er að spila í besta liði NBA-deildarinnar. Davidson-háskólinn ætti að vera stoltur af sínum manni en treyjan hans er samt ekki á leiðinni upp á vegg hjá Davidson af einni ástæðu.ESPN segir frá því að aðeins útskrifaðir leikmenn fái treyju sína upp á vegg hjá Davidson-skólanum en Curry lék í númer 30 hjá Davidson á árunum 2006 til 2009. Curry yfirgaf Davidson-skólann vorið 2009 og fór í nýliðaval NBA-deildarinnar. Hann náði ekki að útskrifast en það munaði þó ekki miklu. Hann á aðeins eftir að klára nokkur fög áður en hann fær háskólaprófið. Curry hefur talað um það að hann ætli að klára það sem hann á eftir en hann stundaði nám í félagsfræði við skólann. Davidson-skólinn bíður ekki upp á sumarkennslu og því gæti verið erfitt fyrir Curry að komast í námið á næstunni enda NBA-deildin á fullu þegar skólinn er gangi. „Ég gerði mér alveg grein fyrir því út í hvað ég var að fara þegar ég fór í Davidson. Ég lofaði þjálfaranum mínum [Bob McKillop] og fjölskyldu minni að ég myndi útskrifast. Ég ætla að efna það loforð sem fyrst," sagði Stephen Curry við ESPN. Stephen Curry var allt í öllu hjá körfuboltaliði Davidson-skólans og hjálpaði liðinu meðal annars að komast í átta liða úrslitin 2008. Hann setti það ár met yfir flestar þriggja stiga körfur í háskólaboltanum. Hann hefur bætt sig á hverju ári í NBA-deildinni og er að gera það enn einu sinni í vetur. Stephen Curry er með 32 stig, 6 stoðsendingar og 5,1 frákast að meðaltali með Golden State Warroirs í vetur en liðið er búið að vinna tuttugu fyrstu leiki tímabilsins og er fyrsta liðið í sögu NBA-deildarinnar sem nær því.
NBA Tengdar fréttir Sjáðu hvernig Golden State kom sér í sögubækurnar | Myndbönd Ekkert lið hefur byrjað betur í NBA-deildinni en ríkjandi meistarar Golden State Warriors. 25. nóvember 2015 23:30 Curry magnaður í einn einum sigri Golden State | Myndbönd Sigurganga núverandi meistaranna í NBA-deildinni, Golden State Warriors, virðist engan enda ætla að taka. Þeir unnu sinn sautjánda leik í röð í deildinni í nótt nú gegn Phoenix, en þeir hafa unnið alla sína leiki á tímabilinu. 28. nóvember 2015 11:14 Curry og George leikmenn mánaðarins Steph Curry, leikmaður Golden State, og Paul George hjá Indiana voru verðlaunaðir af NBA-deildinni fyrir flotta frammistöðu í síðasta mánuði. 4. desember 2015 10:15 Það gengur bara allt upp hjá Steph Curry þessa dagana | Myndband Stephen Curry bakvörður NBA-meistara Golden State Warriors ætti að vera í þokkalega góðu skapi þessa dagana enda gengur flest upp hjá kappanum. 27. nóvember 2015 09:45 Litlu strákarnir orðnir stærstir í NBA NBA-meistarar Golden State Warriors hafa þegar skapað sér sérstöðu í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta með því að vinna sextán fyrstu leiki tímabilsins. Þeir eru ekki bara að vinna sigra heldur nær alla leikina með miklum mun. Lifir sigurgangan fram á jóladag? 26. nóvember 2015 07:00 Besta byrjun liðs frá upphafi Golden State Warriors komst í sögubækur NBA-deildarinnar með öruggum sigri á Lakers í nótt. 25. nóvember 2015 07:41 Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Í beinni: Man Utd - Ipswich | Enda ófarirnar? Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Sjá meira
Sjáðu hvernig Golden State kom sér í sögubækurnar | Myndbönd Ekkert lið hefur byrjað betur í NBA-deildinni en ríkjandi meistarar Golden State Warriors. 25. nóvember 2015 23:30
Curry magnaður í einn einum sigri Golden State | Myndbönd Sigurganga núverandi meistaranna í NBA-deildinni, Golden State Warriors, virðist engan enda ætla að taka. Þeir unnu sinn sautjánda leik í röð í deildinni í nótt nú gegn Phoenix, en þeir hafa unnið alla sína leiki á tímabilinu. 28. nóvember 2015 11:14
Curry og George leikmenn mánaðarins Steph Curry, leikmaður Golden State, og Paul George hjá Indiana voru verðlaunaðir af NBA-deildinni fyrir flotta frammistöðu í síðasta mánuði. 4. desember 2015 10:15
Það gengur bara allt upp hjá Steph Curry þessa dagana | Myndband Stephen Curry bakvörður NBA-meistara Golden State Warriors ætti að vera í þokkalega góðu skapi þessa dagana enda gengur flest upp hjá kappanum. 27. nóvember 2015 09:45
Litlu strákarnir orðnir stærstir í NBA NBA-meistarar Golden State Warriors hafa þegar skapað sér sérstöðu í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta með því að vinna sextán fyrstu leiki tímabilsins. Þeir eru ekki bara að vinna sigra heldur nær alla leikina með miklum mun. Lifir sigurgangan fram á jóladag? 26. nóvember 2015 07:00
Besta byrjun liðs frá upphafi Golden State Warriors komst í sögubækur NBA-deildarinnar með öruggum sigri á Lakers í nótt. 25. nóvember 2015 07:41