Gistinóttum á hótelum í október fjölgaði um 30% milli ára en þær voru alls 238.000. Gistinætur erlendra gesta voru 88% af heildarfjölda gistinátta í mánuðinum en þeim fjölgaði um 40% frá sama tíma í fyrra á meðan gistinóttum Íslendinga fækkaði um 12%. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands.
Flestar gistinætur á hótelum í október voru á höfuðborgarsvæðinu eða 165.900 sem er 29% aukning miðað við október 2014. Næst flestar voru gistinætur á Suðurlandi eða um 34.400. Erlendir gestir með flestar gistinætur í október voru; Bretar með 44.300, Bandaríkjamenn með 28.800 og Þjóðverjar með 12.700 gistinætur.
Á tólf mánaða tímabili nóvember 2014 til október 2015 voru gistinætur á hótelum 2.718.740 sem er fjölgun um 20% miðað við sama tímabil ári fyrr.
30 prósent fjölgun gistinótta í október
ingvar haraldsson skrifar

Mest lesið

„Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“
Viðskipti innlent


Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða
Viðskipti innlent

Virða niðurstöðu Íslandsbanka
Viðskipti innlent

Rukka í „rennuna“ á flugvellinum
Neytendur

Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna
Viðskipti innlent

Forstjóri ÁTVR lætur af störfum
Viðskipti innlent

Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman
Viðskipti innlent

Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu
Viðskipti innlent

Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður
Viðskipti innlent