Íslenski boltinn

FH kallar markvörð til baka úr láni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Róbert Örn var rekinn af velli í upphafi seinni hálfleiks gegn Inter Bakú.
Róbert Örn var rekinn af velli í upphafi seinni hálfleiks gegn Inter Bakú. vísir/andri marinó
FH hefur kallað markvörðinn Kristján Pétur Þórarinsson til baka úr láni frá Víkingi Ólafsvík.

Með þessu eru FH-ingar að bregðast við rauða spjaldinu sem Róbert Örn Óskarsson fékk í 1-2 tapinu fyrir aserska liðinu Inter Bakú í gær.

Hinn 44 ára gamli Kristján Finnbogason kom inn á í stað Róberts og hann mun að öllum líkindum standa í marki FH í seinni leiknum í Bakú næsta fimmtudag. Kristjáni Pétri er ætlað að vera nafna sínum til halds og trausts.

Kristján Pétur, sem er fæddur árið 1995 og þar með 24 árum yngri en Kristján Finnbogason, lék einn leik með Víkingum í 1. deildinni og tvo í Borgunarbikarnum. Í öðrum leikjum hefur Spánverjinn Cristian Martinez Liberato varið mark Víkinga sem eru í 3. sæti 1. deildarinnar.

FH tekur á móti KR í uppgjöri toppliða Pepsi-deildarinnar áður en Hafnfirðingar halda til Aserbaísjan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×