Bíó og sjónvarp

Aðdáendur X-Files tryllast úr spennu vegna örstutts sýnishorns

Birgir Olgeirsson skrifar
Gillian Anderson leikur Dana Scully í X-Files.
Gillian Anderson leikur Dana Scully í X-Files. Vísir/Youtube
Aðdáendur X-Files-þáttanna urðu heldur betur glaðir í gær þegar Fox-sjónvarpsstöðin sýndi örstutt sýnishorn úr nýjustu seríu þáttanna. Sýnishornið er aðeins 15 sekúndur að lengd sem þýðir að í raun er aðeins um tíu sekúndur af myndefni úr þáttunum.

Engu að síður náðu framleiðendur þáttanna að gera aðdáendur þeirra tryllta úr spenningi með því að hafa þemalagið undir og sýna nóg af vasaljósum, blóði drifna slóð og aðalpersónur þáttanna, Mudler og Scully, í skamma stund.

Nýja þáttaröðin verður frumsýnd í Bandaríkjunum í janúar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.