Costco kaupir landsvæði undir verslun og bensínstöð Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. júlí 2015 09:44 Costco er ein stærsta smásölukeðja heims með rúmlega 650 verslanir í tíu löndum, þar á meðal í Bandaríkjunum, Bretlandi, Kanada og Japan Bandaríski smásölurisinn Costco og Garðabær hafa undirritað samning sem sem tryggir Costco landsvæði og byggingu verslunar og bensínstöðvar í Kauptúni í Garðabæ. Stefnt er að opnun sumarið 2016 en vöruhús Costco í Garðabæ mun einnig bjóða upp á þjónustu á borð við apótek, sölu sjóntækja og sjónmælingu, dekkjasölu og dekkjaverkstæði, bakarí og sælkeraverslun. Haft er eftir Steve Pappas, aðstoðarforstjóra og framkvæmdastjóra yfir Bretlandi og Íslandi, að aðstandendur fyrirtækis sé spenntir fyrir opnuninni á Íslandi. „Við hlökkum til að vinna að því með Gunnari Einarssyni bæjarstjóra og bæjaryfirvöldum Garðabæjar að gera þetta verkefni að veruleika eins fljótt og auðið er til að geta svo opnað verslunina sumarið 2016. Við munum ráða 160 starfsmenn til starfa í fyrstu en þeir verða svo orðnir að minnsta kosti 250 eftir þrjú ár, þegar reksturinn er kominn betur af stað. Við munum líklega hefja ráðningar starfsmanna í byrjun árs 2016,“ segir Pappas í tilkynningu. Selja vörur undir eign vörumerki Costco Wholesale Corporation rekur alþjóðlega keðju vöruhúsa, aðallega undir nafninu „Costco Wholesale”, sem bjóða upp á víðtækt vöruúrval. Dæmi um vöruflokka eru matvörur, sælgæti, heimilistæki, sjónvörp, aukahlutir fyrir bíla, dekk, leikföng, byggingarvörur, íþróttavörur, skartgripir, úr, myndavélar, bækur, húsbúnaður, fatnaður, snyrtivörur, tóbak, húsgögn og ritföng. Í Costco er einnig að finna vörur undir vörumerkinu Kirkland Signature, sem er eigið merki verslunarinnar. Undir merkinu selur fyrirtækið vörutegundir á borð við húsbúnað, farangur, dýramat og dýravörur, bleyjur, þurrkur, kaffi, vín og snakk, auk úrvals af fersku kjöti, mjólkurvörum, sælkeravörum, ferskum og frosnum mat og brauðmeti. Costco er aðeins opin meðlimum og býður upp á þrjár tegundir aðildar; fyrir einstaklinga, fyrirtæki og svo úrvalsaðild. Fyrirtækjaaðild er ætluð fyrirtækjum af öllum gerðum, þó með áherslu á að sinna þörfum smærri fyrirtækja. Einstaklingsaðild er ætluð öllum öðrum. Engar takmarkanir hvíla á aðildinni að undanskildu árgjaldi, en upphæð gjaldsins hefur enn ekki verið ákveðin. Árgjaldinu er ætlað að standa straum af óbeinum viðskiptakostnaði og gera að verkum að hægt sé að selja vörur á sem lægstu verði. Meðlimir Costco á heimsvísu eru nú yfir 71 milljón talsins. Tengdar fréttir Sendu umsókn vegna Costco til borgarráðs Sex borgarfulltrúar í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur samþykktu á miðvikudag að vísa umsókn Korputorgs ehf. um breytingar á deiliskipulagi lóðar verslunarmiðstöðvarinnar til borgarráðs. 28. nóvember 2014 07:00 Costco opnar verslun í Kauptúni Bandaríski smásölurisinn hyggst kaupa 14.000 fermetra verslunarhúsnæði i í Garðabæ og ætlar að opna þar verslun fyrir næstu jól. 17. desember 2014 19:56 Mest lesið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Viðskipti innlent Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Neytendur Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Viðskipti innlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Fátt rökrétt við lækkanirnar Viðskipti innlent Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Viðskipti erlent Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Neytendur Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Viðskipti erlent OK með nýjan fjármálastjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty Sjá meira
Bandaríski smásölurisinn Costco og Garðabær hafa undirritað samning sem sem tryggir Costco landsvæði og byggingu verslunar og bensínstöðvar í Kauptúni í Garðabæ. Stefnt er að opnun sumarið 2016 en vöruhús Costco í Garðabæ mun einnig bjóða upp á þjónustu á borð við apótek, sölu sjóntækja og sjónmælingu, dekkjasölu og dekkjaverkstæði, bakarí og sælkeraverslun. Haft er eftir Steve Pappas, aðstoðarforstjóra og framkvæmdastjóra yfir Bretlandi og Íslandi, að aðstandendur fyrirtækis sé spenntir fyrir opnuninni á Íslandi. „Við hlökkum til að vinna að því með Gunnari Einarssyni bæjarstjóra og bæjaryfirvöldum Garðabæjar að gera þetta verkefni að veruleika eins fljótt og auðið er til að geta svo opnað verslunina sumarið 2016. Við munum ráða 160 starfsmenn til starfa í fyrstu en þeir verða svo orðnir að minnsta kosti 250 eftir þrjú ár, þegar reksturinn er kominn betur af stað. Við munum líklega hefja ráðningar starfsmanna í byrjun árs 2016,“ segir Pappas í tilkynningu. Selja vörur undir eign vörumerki Costco Wholesale Corporation rekur alþjóðlega keðju vöruhúsa, aðallega undir nafninu „Costco Wholesale”, sem bjóða upp á víðtækt vöruúrval. Dæmi um vöruflokka eru matvörur, sælgæti, heimilistæki, sjónvörp, aukahlutir fyrir bíla, dekk, leikföng, byggingarvörur, íþróttavörur, skartgripir, úr, myndavélar, bækur, húsbúnaður, fatnaður, snyrtivörur, tóbak, húsgögn og ritföng. Í Costco er einnig að finna vörur undir vörumerkinu Kirkland Signature, sem er eigið merki verslunarinnar. Undir merkinu selur fyrirtækið vörutegundir á borð við húsbúnað, farangur, dýramat og dýravörur, bleyjur, þurrkur, kaffi, vín og snakk, auk úrvals af fersku kjöti, mjólkurvörum, sælkeravörum, ferskum og frosnum mat og brauðmeti. Costco er aðeins opin meðlimum og býður upp á þrjár tegundir aðildar; fyrir einstaklinga, fyrirtæki og svo úrvalsaðild. Fyrirtækjaaðild er ætluð fyrirtækjum af öllum gerðum, þó með áherslu á að sinna þörfum smærri fyrirtækja. Einstaklingsaðild er ætluð öllum öðrum. Engar takmarkanir hvíla á aðildinni að undanskildu árgjaldi, en upphæð gjaldsins hefur enn ekki verið ákveðin. Árgjaldinu er ætlað að standa straum af óbeinum viðskiptakostnaði og gera að verkum að hægt sé að selja vörur á sem lægstu verði. Meðlimir Costco á heimsvísu eru nú yfir 71 milljón talsins.
Tengdar fréttir Sendu umsókn vegna Costco til borgarráðs Sex borgarfulltrúar í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur samþykktu á miðvikudag að vísa umsókn Korputorgs ehf. um breytingar á deiliskipulagi lóðar verslunarmiðstöðvarinnar til borgarráðs. 28. nóvember 2014 07:00 Costco opnar verslun í Kauptúni Bandaríski smásölurisinn hyggst kaupa 14.000 fermetra verslunarhúsnæði i í Garðabæ og ætlar að opna þar verslun fyrir næstu jól. 17. desember 2014 19:56 Mest lesið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Viðskipti innlent Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Neytendur Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Viðskipti innlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Fátt rökrétt við lækkanirnar Viðskipti innlent Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Viðskipti erlent Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Neytendur Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Viðskipti erlent OK með nýjan fjármálastjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty Sjá meira
Sendu umsókn vegna Costco til borgarráðs Sex borgarfulltrúar í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur samþykktu á miðvikudag að vísa umsókn Korputorgs ehf. um breytingar á deiliskipulagi lóðar verslunarmiðstöðvarinnar til borgarráðs. 28. nóvember 2014 07:00
Costco opnar verslun í Kauptúni Bandaríski smásölurisinn hyggst kaupa 14.000 fermetra verslunarhúsnæði i í Garðabæ og ætlar að opna þar verslun fyrir næstu jól. 17. desember 2014 19:56