Innlent

Fylgi Pírata frá öllum flokkum komið

Bjarki Ármannsson skrifar
Píratar hlutu 5,1 prósent atkvæða í þingkosningunum fyrir tveimur árum.
Píratar hlutu 5,1 prósent atkvæða í þingkosningunum fyrir tveimur árum. Vísir/Pjetur
Um helmingur þeirra sem kusu Bjarta framtíð í þingkosningunum árið 2013 myndu kjósa Pírata ef gengið yrði til kosninga nú. Píratar hafa fengið til sín umtalsvert fylgi frá öllum öðrum stjórnmálaflokkum sem náðu manni á þing í síðustu kosningum.

Þetta er meðal þess sem má lesa úr greiningu Gallup á fylgissveiflum flokkanna frá kosningum og fram í apríl 2015. Líkt og áður hefur verið greint frá, hafa Píratar á þeim tíma nær sexfaldað fylgi sitt. Þeir hlutu 5,1 prósent atkvæða í þingkosningunum fyrir tveimur árum en mældust í byrjun mánaðar með 30,1 prósent fylgi í Þjóðarpúlsi Gallup.

Flokkurinn sækir fylgið sitt ekki einungis til Bjartrar framtíðar, líkt og sjá má hér. Um fimmtungur þeirra sem kusu Framsóknarflokkinn árið 2013 segjast nú myndu kjósa Pírata og sömuleiðis verulegur hluti kjósenda Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna.

Þá munar um það að um helmingur þeirra sem árið 2013 kusu „annað“ lýsa nú yfir stuðningi við Pírata, en það nemur um einum sjötta af því fylgi sem flokkurinn mælist nú með. Sjálfir eru kjósendur Pírata þeir sem halda hvað mestri „tryggð“ við sinn flokk en nær allir sem kusu flokkinn fyrir tveimur árum – 93 prósent – segjast myndu kjósa hann aftur í dag.


Tengdar fréttir

Píratar myndu fá fjórtán þingmenn

Píratar yrðu næststærsti flokkurinn á Alþingi ef kosið yrði í dag og fengju 22 prósent atkvæða. Þetta sýnir ný könnun Fréttablaðsins. Stjórnmálafræðiprófessor segir niðurstöðuna óvænta.

Píratar langstærstir

Mælast með rúmlega þrjátíu prósent fylgi í nýjasta Þjóðarpúlsi Gallup.

Píratar með yfirburði á meðal yngri kjósenda í nýrri könnun

Tæplega 38 prósent kjósenda undir fimmtugu myndu kjósa Pírata í alþingiskosningum. Píratar standa best að vígi gagnvart yngri kjósendum. Sjálfstæðisflokkurinn er með mest fylgi hjá eldri kjósendum. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn næðu ekki m




Fleiri fréttir

Sjá meira


×