Yfirdýralæknir: Þjónustusvæði dýralækna eru of stór Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. ágúst 2015 16:18 Sigurborg Daðadóttur, yfirdýralæknir, Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun, hefur óskað eftir aukafjárframlögum til þess að stofnunin geti staðið straum af dýralæknakostnaði í dreifðum byggðum landsins. Jafnframt hefur yfirdýralæknir óskað eftir því að skipting þjónustusvæða landsins verði endurskoðuð. Aðeins er gert ráð fyrir að tveir dýralæknar sinni þjónustu á svæði sem nær frá Ljósavatnsskarði í vestri til Fáskrúðsfjarðar í austri. Bóndi í Þingeyjarsveit óttast um afdrif kú sinnar Tíu en hún fékk skyndilega bráðajúgurbólgu og gæti drepist fái hún ekki aðstoð dýralæknis. Í samtali við Vísi sagði bóndinn að hann hefði ekki náð í dýralækni en allir dýralæknir á Húsavík hafa lagt niður störf. Vakt dýralækna á svæðinu er sinnt frá Vopnafirði. Matvælastofnun og yfirdýralæknir tóku þá ákvörðun um að skera niður þóknun til dýralækna í Þingeyjarsveit og á Egilstöðum til þess að betur væri hægt að sinna dýralæknaþjónustu frá Vopnafirði vegna búskapar í Þistilfirði, Langanesi og Vopnafirði. „Við ákváðum að það væri mesta þörfin til að styrkja dýralækninn á Vopnafirði svo hann gæti sinnt þjónustu vegna búskapar þar,“ segir Sigurbjörg. Þóknanir skertar niður annarstaðar„Við mátum það svo að væri hægt að freista þess að dýralæknar sem eru búsettir á Húsavík myndu samt sem áður sætt sig við það að hafa minni stuðning en ella. Það hafa þeir ekki sætt sig við og ég hef fullan skilning á því.“ Yfirdýralæknir boðar þó breytingu og að á næsta ári muni fleiri dýralæknar sinna þjónustu á þessu víðfeðma svæði. Hefur embættið fengið vilyrði fyrir því frá Atvinnuvegaráðuneytinu að aukið fjármagn fáist frá og með næsta ári til að sinna þessari þjónustu. „Eg hef óskað eftir því við ráðuneytið að stuðningur verði aukinn á þessu stóra landssvæði. Matvælastofnun hefur fengið jákvæð svör við því frá ráðuneytin en það verður ekki fyrr en á næsta ári.“ Jafnframt telur Sigurbjörg að endurskoða þurfi svæðaskiptingu svo dýralæknar þurfi ekki að sinna of víðfeðmum svæðum. „Allt þetta stóra svæði þarf meira en tvo dýralækna. Þetta eru miklar vegalengdir á þessu svæði og maður veltir því fyrir sér hvernig reglugerðin skiptir upp þessum svæðum. Ég hef sótt um breytingu á þessari reglugerð til að minnka svæðin. Það er til umfjöllunar í ráðuneytinu.“ Tengdar fréttir Enginn dýralæknir fyrir dauðvona kú Kýrin Tía liggur fyrir dauðanum og fær enga hjálp. Dýralæknar í Þingeyjarsveit hafa lagt niður störf vegna ákvörðunar Matvælastofnunnar. Eigandi Tíu er ráðalaus. 12. ágúst 2015 12:00 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sjá meira
Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun, hefur óskað eftir aukafjárframlögum til þess að stofnunin geti staðið straum af dýralæknakostnaði í dreifðum byggðum landsins. Jafnframt hefur yfirdýralæknir óskað eftir því að skipting þjónustusvæða landsins verði endurskoðuð. Aðeins er gert ráð fyrir að tveir dýralæknar sinni þjónustu á svæði sem nær frá Ljósavatnsskarði í vestri til Fáskrúðsfjarðar í austri. Bóndi í Þingeyjarsveit óttast um afdrif kú sinnar Tíu en hún fékk skyndilega bráðajúgurbólgu og gæti drepist fái hún ekki aðstoð dýralæknis. Í samtali við Vísi sagði bóndinn að hann hefði ekki náð í dýralækni en allir dýralæknir á Húsavík hafa lagt niður störf. Vakt dýralækna á svæðinu er sinnt frá Vopnafirði. Matvælastofnun og yfirdýralæknir tóku þá ákvörðun um að skera niður þóknun til dýralækna í Þingeyjarsveit og á Egilstöðum til þess að betur væri hægt að sinna dýralæknaþjónustu frá Vopnafirði vegna búskapar í Þistilfirði, Langanesi og Vopnafirði. „Við ákváðum að það væri mesta þörfin til að styrkja dýralækninn á Vopnafirði svo hann gæti sinnt þjónustu vegna búskapar þar,“ segir Sigurbjörg. Þóknanir skertar niður annarstaðar„Við mátum það svo að væri hægt að freista þess að dýralæknar sem eru búsettir á Húsavík myndu samt sem áður sætt sig við það að hafa minni stuðning en ella. Það hafa þeir ekki sætt sig við og ég hef fullan skilning á því.“ Yfirdýralæknir boðar þó breytingu og að á næsta ári muni fleiri dýralæknar sinna þjónustu á þessu víðfeðma svæði. Hefur embættið fengið vilyrði fyrir því frá Atvinnuvegaráðuneytinu að aukið fjármagn fáist frá og með næsta ári til að sinna þessari þjónustu. „Eg hef óskað eftir því við ráðuneytið að stuðningur verði aukinn á þessu stóra landssvæði. Matvælastofnun hefur fengið jákvæð svör við því frá ráðuneytin en það verður ekki fyrr en á næsta ári.“ Jafnframt telur Sigurbjörg að endurskoða þurfi svæðaskiptingu svo dýralæknar þurfi ekki að sinna of víðfeðmum svæðum. „Allt þetta stóra svæði þarf meira en tvo dýralækna. Þetta eru miklar vegalengdir á þessu svæði og maður veltir því fyrir sér hvernig reglugerðin skiptir upp þessum svæðum. Ég hef sótt um breytingu á þessari reglugerð til að minnka svæðin. Það er til umfjöllunar í ráðuneytinu.“
Tengdar fréttir Enginn dýralæknir fyrir dauðvona kú Kýrin Tía liggur fyrir dauðanum og fær enga hjálp. Dýralæknar í Þingeyjarsveit hafa lagt niður störf vegna ákvörðunar Matvælastofnunnar. Eigandi Tíu er ráðalaus. 12. ágúst 2015 12:00 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sjá meira
Enginn dýralæknir fyrir dauðvona kú Kýrin Tía liggur fyrir dauðanum og fær enga hjálp. Dýralæknar í Þingeyjarsveit hafa lagt niður störf vegna ákvörðunar Matvælastofnunnar. Eigandi Tíu er ráðalaus. 12. ágúst 2015 12:00