Amnesty International að skipuleggja eigin jarðarför Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 12. ágúst 2015 06:30 Von Amnesty er að geta barist betur fyrir mannréttindum fólks í kynlífsiðnaðinum með afglæpavæðingu. Fréttablaðið/AFP „Það að Íslandsdeildin skuli sitja hjá finnst mér sýna einhvers konar kjarkleysi hjá félaginu,“ segir Fríða Rós Valdimarsdóttir, formaður Kvenréttindafélags Íslands. Heimsþing Amnesty International samþykkti á fundi sínum í Dyflinni í gær tillögu um að styðja við afglæpavæðingu vændis á alþjóðavísu. Íslandsdeild Amnesty sat hjá í atkvæðagreiðslunni auk þess sem samtökin stóðu að breytingartillögu sem var þó felld.Fríða Rós Valdimarsdóttir„Sjálf kynntist ég mannréttindabaráttu í gegn um Amnesty og þar var baráttan svona mest áberandi þegar ég var unglingur,“ segir Fríða. „Þannig að þetta er fyrir mér mikill sorgardagur að þessi samtök sem maður hefur stutt í mörg ár skuli taka þennan snúning og berjast á móti mannréttindabaráttunni sem þau hafa verið með.“ Hún segir að rannsóknir hafi sýnt að vændi er skaðlegt og lögleiðing dragi ekki úr ofbeldi gegn vændisstarfsmönnum. Ofbeldi gagnvart fólki hafi minnkað með banni við kaupum á vændi. „Nýjustu tölur frá Noregi sýna að ungir strákar hafa hætt að kaupa vændi sem er mjög merkilegt. Það er svo mikil skaðaminnkun í því og það er það sem oft gleymist í umræðunni að vændiskaupin eru líka skaðleg. Mér finnst eins og að Amnesty sé byrjað að skipuleggja eigin jarðarför með þessu.“Hörður Helgi HelgasonHörður Helgi Helgason, formaður Íslandsdeildar Amnesty International, segir að aðstæður íslensku samtakanna hafi verið erfiðar í aðdraganda þingsins þar sem trúnaður lá yfir tillögunni. „Við áttum þá ekki möguleika á að leita opinberlega til okkar félaga heldur ræða við þá með óformlegum samtölum,“ segir hann. „Í lok júlí síðastliðins tók Íslandsdeildin á stjórnarfundi sínum hins vegar ákvörðun í málinu og taldi að athuguðu máli að hún gæti ekki stutt þessa tillögu sem lá fyrir vegna þess að gögn sem voru lögð fram henni til stuðnings væru ónóg. En þess utan samþykkti stjórnin að ganga til þingsins með opnum huga og hlusta þar á öll rök sem þar voru sett fram sem og við gerðum.“ Þá hafi umræðan um tillöguna á Íslandi verið fremur óupplýst. Hörður gagnrýnir Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra fyrir að leggjast gegn tillögunni og gagnrýna Amnesty International. „Það er sérstaklega neyðarlegt í ljósi þess að hann vísaði þessu til stuðnings í átakið HeForShe sem er á vegum UN Women en þau samtök hafa ekki einungis stutt það að þessi iðja verði afglæpavædd heldur beinlínis viðurkennd sem atvinnugrein.“ Tillaga Amnesty mætti harðri gagnrýni hér heima fyrir en auk gagnrýni Gunnars Braga hafa sjö kvenréttindasamtök gagnrýnt tillöguna harðlega auk þess sem þingflokkur VG skoraði á Íslandsdeildina að hafna tillögunni. Tengdar fréttir Stígamót: „Amnesty International hefur sett ofan“ Kvennasamtök ósátt með mannréttindasamtökin Amnesty International 11. ágúst 2015 18:11 Friðargæsluliðar sakaðir um nauðgun og morð Amnesty International segir mennina hafa nauðgað 12 ára stúlku og skotið feðga til bana. 11. ágúst 2015 22:03 Boða fjöldaúrsagnir úr Amnesty International vegna samþykktar um vændi Kvennasamtök víða um heim loga vegna ályktunar mannréttindasamtakanna. 11. ágúst 2015 19:53 Amnesty International samþykkir ályktun um afglæpavæðingu vændis Með ályktuninni er mælt með því að þróuð verði ný stefna samtakanna sem kveði á um að allir einstaklingar í kynlífsiðnaði njóti fullrar og jafnrar verndar gegn ofbeldi, misnotkun og mansali. 11. ágúst 2015 16:47 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
„Það að Íslandsdeildin skuli sitja hjá finnst mér sýna einhvers konar kjarkleysi hjá félaginu,“ segir Fríða Rós Valdimarsdóttir, formaður Kvenréttindafélags Íslands. Heimsþing Amnesty International samþykkti á fundi sínum í Dyflinni í gær tillögu um að styðja við afglæpavæðingu vændis á alþjóðavísu. Íslandsdeild Amnesty sat hjá í atkvæðagreiðslunni auk þess sem samtökin stóðu að breytingartillögu sem var þó felld.Fríða Rós Valdimarsdóttir„Sjálf kynntist ég mannréttindabaráttu í gegn um Amnesty og þar var baráttan svona mest áberandi þegar ég var unglingur,“ segir Fríða. „Þannig að þetta er fyrir mér mikill sorgardagur að þessi samtök sem maður hefur stutt í mörg ár skuli taka þennan snúning og berjast á móti mannréttindabaráttunni sem þau hafa verið með.“ Hún segir að rannsóknir hafi sýnt að vændi er skaðlegt og lögleiðing dragi ekki úr ofbeldi gegn vændisstarfsmönnum. Ofbeldi gagnvart fólki hafi minnkað með banni við kaupum á vændi. „Nýjustu tölur frá Noregi sýna að ungir strákar hafa hætt að kaupa vændi sem er mjög merkilegt. Það er svo mikil skaðaminnkun í því og það er það sem oft gleymist í umræðunni að vændiskaupin eru líka skaðleg. Mér finnst eins og að Amnesty sé byrjað að skipuleggja eigin jarðarför með þessu.“Hörður Helgi HelgasonHörður Helgi Helgason, formaður Íslandsdeildar Amnesty International, segir að aðstæður íslensku samtakanna hafi verið erfiðar í aðdraganda þingsins þar sem trúnaður lá yfir tillögunni. „Við áttum þá ekki möguleika á að leita opinberlega til okkar félaga heldur ræða við þá með óformlegum samtölum,“ segir hann. „Í lok júlí síðastliðins tók Íslandsdeildin á stjórnarfundi sínum hins vegar ákvörðun í málinu og taldi að athuguðu máli að hún gæti ekki stutt þessa tillögu sem lá fyrir vegna þess að gögn sem voru lögð fram henni til stuðnings væru ónóg. En þess utan samþykkti stjórnin að ganga til þingsins með opnum huga og hlusta þar á öll rök sem þar voru sett fram sem og við gerðum.“ Þá hafi umræðan um tillöguna á Íslandi verið fremur óupplýst. Hörður gagnrýnir Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra fyrir að leggjast gegn tillögunni og gagnrýna Amnesty International. „Það er sérstaklega neyðarlegt í ljósi þess að hann vísaði þessu til stuðnings í átakið HeForShe sem er á vegum UN Women en þau samtök hafa ekki einungis stutt það að þessi iðja verði afglæpavædd heldur beinlínis viðurkennd sem atvinnugrein.“ Tillaga Amnesty mætti harðri gagnrýni hér heima fyrir en auk gagnrýni Gunnars Braga hafa sjö kvenréttindasamtök gagnrýnt tillöguna harðlega auk þess sem þingflokkur VG skoraði á Íslandsdeildina að hafna tillögunni.
Tengdar fréttir Stígamót: „Amnesty International hefur sett ofan“ Kvennasamtök ósátt með mannréttindasamtökin Amnesty International 11. ágúst 2015 18:11 Friðargæsluliðar sakaðir um nauðgun og morð Amnesty International segir mennina hafa nauðgað 12 ára stúlku og skotið feðga til bana. 11. ágúst 2015 22:03 Boða fjöldaúrsagnir úr Amnesty International vegna samþykktar um vændi Kvennasamtök víða um heim loga vegna ályktunar mannréttindasamtakanna. 11. ágúst 2015 19:53 Amnesty International samþykkir ályktun um afglæpavæðingu vændis Með ályktuninni er mælt með því að þróuð verði ný stefna samtakanna sem kveði á um að allir einstaklingar í kynlífsiðnaði njóti fullrar og jafnrar verndar gegn ofbeldi, misnotkun og mansali. 11. ágúst 2015 16:47 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
Stígamót: „Amnesty International hefur sett ofan“ Kvennasamtök ósátt með mannréttindasamtökin Amnesty International 11. ágúst 2015 18:11
Friðargæsluliðar sakaðir um nauðgun og morð Amnesty International segir mennina hafa nauðgað 12 ára stúlku og skotið feðga til bana. 11. ágúst 2015 22:03
Boða fjöldaúrsagnir úr Amnesty International vegna samþykktar um vændi Kvennasamtök víða um heim loga vegna ályktunar mannréttindasamtakanna. 11. ágúst 2015 19:53
Amnesty International samþykkir ályktun um afglæpavæðingu vændis Með ályktuninni er mælt með því að þróuð verði ný stefna samtakanna sem kveði á um að allir einstaklingar í kynlífsiðnaði njóti fullrar og jafnrar verndar gegn ofbeldi, misnotkun og mansali. 11. ágúst 2015 16:47