Ofsækir Ásdísi aftur eftir árs hlé Nadine Guðrún Yaghi skrifar 12. ágúst 2015 06:30 Af ótta við fyrrverandi sambýlismann sinn flutti Ásdís Hrönn Viðarsdóttir til Þórshafnar árið 2012. Fréttablaðið/anton „Hann byrjaði aftur að ofsækja mig eftir að hann áfrýjaði dómnum í byrjun júlí. Skilaboðin sem ég hef fengið á einum mánuði eru um tvö hundruð. Bara í dag hef ég fengið fimmtán skilaboð frá honum,“ segir Ásdís Hrönn Viðarsdóttir sem hefur ítrekað kært hótanir og brot á nálgunarbanni sem sett var á fyrrverandi sambýlismann hennar, fyrst árið 2012. Ásdís og maðurinn bjuggu saman í um tíu mánuði árið 2011 og eftir að samvistum lauk hefur hann meira og minna ofsótt hana. Ásdís sagði sögu sína í Kastljósi í fyrra og lagði þar áherslu á að nálgunarbann væri fullkomlega gagnslaust þegar lögregla brygðist ekki við því þegar það væri brotið. Af ótta við manninn ákvað Ásdís árið 2013 að flýja til Þórshafnar á Langanesi, ásamt börnum sínum og býr þar enn í dag.Sjá einnig:„Auðvitað væri betra ef ég væri heima á Íslandi“ 26. júní síðastliðinn féll dómur í Héraðsdómi Reykjaness gegn fyrrverandi sambýlismanni Ásdísar. Að sögn Ásdísar var hann meðal annars sakfelldur fyrir líkamsárás, um átta hundruð brot á nálgunarbanni, brot gegn barnaverndarlögum og að hafa brotið gegn blygðunarsemi hennar. Hann hlaut fimmtán mánaða dóm, þar af þrjá mánuði óskilorðsbundna. Maðurinn hefur áfrýjað dómnum. „Og þá byrjuðu ofsóknirnar aftur, eftir árs pásu. Nú þarf ég aftur að sitja undir óhróðri og hótunum frá honum,“ segir Ásdís. „Ég mun aldrei gefast upp“, „Þú ert lygari og átt eftir að fá þetta í bakið“, og „Ég er ekki að fara neitt“ eru dæmi um nýleg skilaboð sem Ásdís hefur fengið. Hún segir hann senda foreldrum sínum og núverandi sambýlismanni skilaboð líka. „Hann er meira að segja farinn að senda börnum hans.“Sjá einnig:Yngri synirnir sáu allt saman Að sögn Ásdísar hefur þessi tími reynst mjög erfiður og veit hún ekki hvað er hægt að gera í stöðunni. Ásdís keyrði frá Þórshöfn til Akureyrar í byrjun júlí til þess að láta taka afrit af skilaboðunum. „Ég krafðist nálgunarbanns hjá lögreglustöðinni á Þórshöfn og fór svo til Akureyrar á lögreglustöðina samdægurs með símann,“ segir Ásdís. „Ég hef ég ekkert heyrt frá lögreglunni. Það þarf eitthvað að laga í þessu kerfi, þetta er ekki hægt,“ segir Ásdís og bætir við að nú sé kominn mánuður síðan hún bað um nálgunarbann en það hafi enn ekki gengið úrskurður. „Ég er orðin svo ótrúlega þreytt á þessu.“ Tengdar fréttir „Ég vil gera allt til þess að tryggja öryggi fjölskyldu minnar“ „Það hefur verið fjallað töluvert um málið í íslenskum fjölmiðlum en ég vil lítið tjá mig um það,“ segir Viðar Örn Kjartansson, leikmaður Vålerenga, í samtali við norska miðilinn Dagbladet. Ásdís Hrönn Viðarsdóttir, móðir Viðars Arnar, hefur ítrekað kært hótanir og brot á nálgunarbanni sem sett var á fyrrverandi sambýlismann hennar í haust. 20. maí 2014 19:33 „Hann hefur sagt: Þú munt deyja.“ Ásdís Hrönn Viðarsdóttir segir nálgunarbann sem hún fékk gegn fyrrverandi sambýlismanni sínum vera gagnslaust. 7. maí 2014 23:15 Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Sjá meira
„Hann byrjaði aftur að ofsækja mig eftir að hann áfrýjaði dómnum í byrjun júlí. Skilaboðin sem ég hef fengið á einum mánuði eru um tvö hundruð. Bara í dag hef ég fengið fimmtán skilaboð frá honum,“ segir Ásdís Hrönn Viðarsdóttir sem hefur ítrekað kært hótanir og brot á nálgunarbanni sem sett var á fyrrverandi sambýlismann hennar, fyrst árið 2012. Ásdís og maðurinn bjuggu saman í um tíu mánuði árið 2011 og eftir að samvistum lauk hefur hann meira og minna ofsótt hana. Ásdís sagði sögu sína í Kastljósi í fyrra og lagði þar áherslu á að nálgunarbann væri fullkomlega gagnslaust þegar lögregla brygðist ekki við því þegar það væri brotið. Af ótta við manninn ákvað Ásdís árið 2013 að flýja til Þórshafnar á Langanesi, ásamt börnum sínum og býr þar enn í dag.Sjá einnig:„Auðvitað væri betra ef ég væri heima á Íslandi“ 26. júní síðastliðinn féll dómur í Héraðsdómi Reykjaness gegn fyrrverandi sambýlismanni Ásdísar. Að sögn Ásdísar var hann meðal annars sakfelldur fyrir líkamsárás, um átta hundruð brot á nálgunarbanni, brot gegn barnaverndarlögum og að hafa brotið gegn blygðunarsemi hennar. Hann hlaut fimmtán mánaða dóm, þar af þrjá mánuði óskilorðsbundna. Maðurinn hefur áfrýjað dómnum. „Og þá byrjuðu ofsóknirnar aftur, eftir árs pásu. Nú þarf ég aftur að sitja undir óhróðri og hótunum frá honum,“ segir Ásdís. „Ég mun aldrei gefast upp“, „Þú ert lygari og átt eftir að fá þetta í bakið“, og „Ég er ekki að fara neitt“ eru dæmi um nýleg skilaboð sem Ásdís hefur fengið. Hún segir hann senda foreldrum sínum og núverandi sambýlismanni skilaboð líka. „Hann er meira að segja farinn að senda börnum hans.“Sjá einnig:Yngri synirnir sáu allt saman Að sögn Ásdísar hefur þessi tími reynst mjög erfiður og veit hún ekki hvað er hægt að gera í stöðunni. Ásdís keyrði frá Þórshöfn til Akureyrar í byrjun júlí til þess að láta taka afrit af skilaboðunum. „Ég krafðist nálgunarbanns hjá lögreglustöðinni á Þórshöfn og fór svo til Akureyrar á lögreglustöðina samdægurs með símann,“ segir Ásdís. „Ég hef ég ekkert heyrt frá lögreglunni. Það þarf eitthvað að laga í þessu kerfi, þetta er ekki hægt,“ segir Ásdís og bætir við að nú sé kominn mánuður síðan hún bað um nálgunarbann en það hafi enn ekki gengið úrskurður. „Ég er orðin svo ótrúlega þreytt á þessu.“
Tengdar fréttir „Ég vil gera allt til þess að tryggja öryggi fjölskyldu minnar“ „Það hefur verið fjallað töluvert um málið í íslenskum fjölmiðlum en ég vil lítið tjá mig um það,“ segir Viðar Örn Kjartansson, leikmaður Vålerenga, í samtali við norska miðilinn Dagbladet. Ásdís Hrönn Viðarsdóttir, móðir Viðars Arnar, hefur ítrekað kært hótanir og brot á nálgunarbanni sem sett var á fyrrverandi sambýlismann hennar í haust. 20. maí 2014 19:33 „Hann hefur sagt: Þú munt deyja.“ Ásdís Hrönn Viðarsdóttir segir nálgunarbann sem hún fékk gegn fyrrverandi sambýlismanni sínum vera gagnslaust. 7. maí 2014 23:15 Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Sjá meira
„Ég vil gera allt til þess að tryggja öryggi fjölskyldu minnar“ „Það hefur verið fjallað töluvert um málið í íslenskum fjölmiðlum en ég vil lítið tjá mig um það,“ segir Viðar Örn Kjartansson, leikmaður Vålerenga, í samtali við norska miðilinn Dagbladet. Ásdís Hrönn Viðarsdóttir, móðir Viðars Arnar, hefur ítrekað kært hótanir og brot á nálgunarbanni sem sett var á fyrrverandi sambýlismann hennar í haust. 20. maí 2014 19:33
„Hann hefur sagt: Þú munt deyja.“ Ásdís Hrönn Viðarsdóttir segir nálgunarbann sem hún fékk gegn fyrrverandi sambýlismanni sínum vera gagnslaust. 7. maí 2014 23:15