Ærðir álitsgjafar Páll Magnússon skrifar 12. ágúst 2015 07:00 Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum er þeirrar skoðunar að ótímabærar upplýsingar til fjölmiðla um meint kynferðisbrot geti verið skaðlegar af tveimur ástæðum: Í fyrsta lagi geti þær aukið enn á þjáningar þolandans, m.a. í erfiðu kæruferli fyrstu dagana eftir brotið. Í öðru lagi geti þær torveldað rannsókn málsins og auðveldað gerandanum að komast undan. Hvort tveggja er stutt svo gildum og augljósum rökum að óþarfi er að fjölyrða um þau hér. Í ljósi þessara sjónarmiða beindi lögreglustjórinn þeim tilmælum til viðbragðsaðila fyrir Þjóðhátíðina í Eyjum að þeir tjáðu sig ekki á fyrstu stigum málsins um meint kynferðisbrot. Þetta voru eðlileg og rökrétt tilmæli af hálfu lögreglustjórans þótt þau hefðu vissulega getað verið betur orðuð, en þá ber reyndar að hafa í huga að þetta var minnisblað til viðbragðsaðila, sem einhver lak í fjölmiðla, en ekki fréttatilkynning. Nú tók við eitthvert sérkennilegasta sjónarspil sem ég hef orðið vitni að í opinberri umræðu – og hef ég þó marga fjöruna sopið í þeim efnum. Kannski mætti kalla þetta Íslandsmót álitsgjafa í útúrsnúningum 2015? Allt í einu byrjaði einhver að garga: Þöggun! Þöggun! Álitsgjafarnir ærðust og löptu þessa orðaleppa upp hver eftir öðrum – greinilega margir hverjir án þess að hafa sjálfir lesið tilmæli lögreglustjórans. Í þeim er nefnilega ekki að finna snefil af tilburðum til þöggunar né tilmæli um slíkt. Aðeins vel rökstudd sjónarmið um tímasetningu á upplýsingagjöf með hagsmuni fórnarlambanna að leiðarljósi. Að kalla þetta þöggun er rökleysa og misnotkun á hugtakinu. Staðreyndir málsins hindruðu þó ekki alls konar fólk í að stökkva upp á þennan útúrsnúninga- og fordæmingarvagn og óbrjálaðir menn voru jafnvel farnir að halda því fram í virðulegum útvarpsþætti að lögreglustjórinn væri sennilega að gæta einhverra vafasamra fjárhagslegra hagsmuna í Vestmannaeyjum með þessum tilmælum (sic!). Og alltaf varð ég meira og meira hissa á því hverjir tíndust upp á vagninn. Og mest hissa varð ég þegar talskona Stígamóta brást við útúrsnúningunum og ruglinu eins og um staðreyndir væri að ræða. Og enn var gefið í útúrsnúningana eftir Þjóðhátíðina. Þá sagði lögreglustjórinn í viðtali, þar sem augljóst var af samhenginu að verið var að tala um önnur brot en meint kynferðisbrot, að ekki hefðu orðið alvarlegar líkamsárásir. Þá var gargað: Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum telur nauðgun ekki alvarlega líkamsárás! (sic!). Og enn var talskona Stígamóta dregin á flot og lét sig hafa það að segja að ummæli lögreglustjórans, sem hann aldrei viðhafði, væru ekki svaraverð! Alltaf þyngdust árásirnar á persónu hins nýja lögreglustjóra í Vestmannaeyjum og enduðu í hreinni viðurstyggð í kommentakerfum og samfélagsmiðlum. Þá bar svo til að ung kona, hugrakkur þolandi tveggja nauðgana, steig fram og lýsti opinberlega heilshugar yfir stuðningi við þau sjónarmið sem fram komu í tilmælum lögreglustjórans. Ætla álitsgjafarnir og talskona Stígamóta líka að saka þessa konu um tilburði til þöggunar – eða skilningsleysi á hlutskipti þolandans? Ég kann ekki betra ráð til þess málsmetandi fólks sem kastaði olíu á þennan útúrsnúninga- og fordæmingareld, ekki síst talskonu Stígamóta, en að það taki sig til og biðji Páleyju Borgþórsdóttur, lögreglustjóra, afsökunar hver á sínum loga í þessari galdrabrennu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Magnússon Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum er þeirrar skoðunar að ótímabærar upplýsingar til fjölmiðla um meint kynferðisbrot geti verið skaðlegar af tveimur ástæðum: Í fyrsta lagi geti þær aukið enn á þjáningar þolandans, m.a. í erfiðu kæruferli fyrstu dagana eftir brotið. Í öðru lagi geti þær torveldað rannsókn málsins og auðveldað gerandanum að komast undan. Hvort tveggja er stutt svo gildum og augljósum rökum að óþarfi er að fjölyrða um þau hér. Í ljósi þessara sjónarmiða beindi lögreglustjórinn þeim tilmælum til viðbragðsaðila fyrir Þjóðhátíðina í Eyjum að þeir tjáðu sig ekki á fyrstu stigum málsins um meint kynferðisbrot. Þetta voru eðlileg og rökrétt tilmæli af hálfu lögreglustjórans þótt þau hefðu vissulega getað verið betur orðuð, en þá ber reyndar að hafa í huga að þetta var minnisblað til viðbragðsaðila, sem einhver lak í fjölmiðla, en ekki fréttatilkynning. Nú tók við eitthvert sérkennilegasta sjónarspil sem ég hef orðið vitni að í opinberri umræðu – og hef ég þó marga fjöruna sopið í þeim efnum. Kannski mætti kalla þetta Íslandsmót álitsgjafa í útúrsnúningum 2015? Allt í einu byrjaði einhver að garga: Þöggun! Þöggun! Álitsgjafarnir ærðust og löptu þessa orðaleppa upp hver eftir öðrum – greinilega margir hverjir án þess að hafa sjálfir lesið tilmæli lögreglustjórans. Í þeim er nefnilega ekki að finna snefil af tilburðum til þöggunar né tilmæli um slíkt. Aðeins vel rökstudd sjónarmið um tímasetningu á upplýsingagjöf með hagsmuni fórnarlambanna að leiðarljósi. Að kalla þetta þöggun er rökleysa og misnotkun á hugtakinu. Staðreyndir málsins hindruðu þó ekki alls konar fólk í að stökkva upp á þennan útúrsnúninga- og fordæmingarvagn og óbrjálaðir menn voru jafnvel farnir að halda því fram í virðulegum útvarpsþætti að lögreglustjórinn væri sennilega að gæta einhverra vafasamra fjárhagslegra hagsmuna í Vestmannaeyjum með þessum tilmælum (sic!). Og alltaf varð ég meira og meira hissa á því hverjir tíndust upp á vagninn. Og mest hissa varð ég þegar talskona Stígamóta brást við útúrsnúningunum og ruglinu eins og um staðreyndir væri að ræða. Og enn var gefið í útúrsnúningana eftir Þjóðhátíðina. Þá sagði lögreglustjórinn í viðtali, þar sem augljóst var af samhenginu að verið var að tala um önnur brot en meint kynferðisbrot, að ekki hefðu orðið alvarlegar líkamsárásir. Þá var gargað: Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum telur nauðgun ekki alvarlega líkamsárás! (sic!). Og enn var talskona Stígamóta dregin á flot og lét sig hafa það að segja að ummæli lögreglustjórans, sem hann aldrei viðhafði, væru ekki svaraverð! Alltaf þyngdust árásirnar á persónu hins nýja lögreglustjóra í Vestmannaeyjum og enduðu í hreinni viðurstyggð í kommentakerfum og samfélagsmiðlum. Þá bar svo til að ung kona, hugrakkur þolandi tveggja nauðgana, steig fram og lýsti opinberlega heilshugar yfir stuðningi við þau sjónarmið sem fram komu í tilmælum lögreglustjórans. Ætla álitsgjafarnir og talskona Stígamóta líka að saka þessa konu um tilburði til þöggunar – eða skilningsleysi á hlutskipti þolandans? Ég kann ekki betra ráð til þess málsmetandi fólks sem kastaði olíu á þennan útúrsnúninga- og fordæmingareld, ekki síst talskonu Stígamóta, en að það taki sig til og biðji Páleyju Borgþórsdóttur, lögreglustjóra, afsökunar hver á sínum loga í þessari galdrabrennu.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun