Konur ekki sótt á hvalveiðiskipin Kristján Már Unnarsson skrifar 19. júní 2015 22:14 Hvalveiðar hafa enn ekki hafist þar sem dregist hefur að gefa út vinnsluleyfi eftir verkfall dýralækna. Skipstjórinn á Hval 9 vonast þó til að komast af stað um miðja næstu viku. Hvalbátarnir Hvalur 8 og 9 eru nýkomnir úr slipp, - voru skrapaðir og málaðir, - og í Reykjavíkurhöfn leggja menn nú lokahönd á að gera þá klára til langreyðarveiða, þriðja sumarið í röð. Þeir hafa venjulega hafið veiðarnar um miðjan júní en þótt búið sé að setja lög á verkfall dýralækna gætir áhrifa þess enn. „Við höfum ekki fengið vinnsluleyfi í stöðinni og það er ekki hægt að veiða dýrin nema hafa vinnsluleyfi,“ segir Ólafur Ólafsson, skipstjóri á Hval 9, í samtali í fréttum Stöðvar. Hann vonast þó til að þetta fari að leysast svo þeir geti farið að tygja sig af stað „vonandi um miðja næstu viku,“ segir skipstjórinn. Við hliðina á hvalveiðibátunum streyma hvalaskoðunarbátar úr höfn, fullir af ferðamönnum, en einhverntímann var því haldið fram að hvalveiðar kynnu að fæla ferðamenn frá því að heimsækja Ísland. Ólafur bendir á að aldrei hafi verið jafn mikið af ferðamönnum og ekki fækki hvalaskoðunarskipum í flóanum, né annarsstaðar. „Og við bara höldum áfram veiðunum, það er bara þannig.“ Á afmælisdegi kosningaréttar kvenna er spurt við hvalbátana hvar konurnar séu. Okkur er sagt að ef undan er skilin ein kona, sem um tíma var kokkur á einum hvalbátanna, þá hafi hvalveiðarnar verið karlaheimur. „Það hefur ekkert verið nein ásókn í þeim til okkar, því miður,“ svarar skipstjórinn. Þetta sé enn í dag karlavígi. „Þær klára sig alveg eins og hinir. Það er ekkert síðra með það,“ segir Ólafur og óskar konum til hamingju með daginn. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Sjá meira
Hvalveiðar hafa enn ekki hafist þar sem dregist hefur að gefa út vinnsluleyfi eftir verkfall dýralækna. Skipstjórinn á Hval 9 vonast þó til að komast af stað um miðja næstu viku. Hvalbátarnir Hvalur 8 og 9 eru nýkomnir úr slipp, - voru skrapaðir og málaðir, - og í Reykjavíkurhöfn leggja menn nú lokahönd á að gera þá klára til langreyðarveiða, þriðja sumarið í röð. Þeir hafa venjulega hafið veiðarnar um miðjan júní en þótt búið sé að setja lög á verkfall dýralækna gætir áhrifa þess enn. „Við höfum ekki fengið vinnsluleyfi í stöðinni og það er ekki hægt að veiða dýrin nema hafa vinnsluleyfi,“ segir Ólafur Ólafsson, skipstjóri á Hval 9, í samtali í fréttum Stöðvar. Hann vonast þó til að þetta fari að leysast svo þeir geti farið að tygja sig af stað „vonandi um miðja næstu viku,“ segir skipstjórinn. Við hliðina á hvalveiðibátunum streyma hvalaskoðunarbátar úr höfn, fullir af ferðamönnum, en einhverntímann var því haldið fram að hvalveiðar kynnu að fæla ferðamenn frá því að heimsækja Ísland. Ólafur bendir á að aldrei hafi verið jafn mikið af ferðamönnum og ekki fækki hvalaskoðunarskipum í flóanum, né annarsstaðar. „Og við bara höldum áfram veiðunum, það er bara þannig.“ Á afmælisdegi kosningaréttar kvenna er spurt við hvalbátana hvar konurnar séu. Okkur er sagt að ef undan er skilin ein kona, sem um tíma var kokkur á einum hvalbátanna, þá hafi hvalveiðarnar verið karlaheimur. „Það hefur ekkert verið nein ásókn í þeim til okkar, því miður,“ svarar skipstjórinn. Þetta sé enn í dag karlavígi. „Þær klára sig alveg eins og hinir. Það er ekkert síðra með það,“ segir Ólafur og óskar konum til hamingju með daginn.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Sjá meira