Konur ekki sótt á hvalveiðiskipin Kristján Már Unnarsson skrifar 19. júní 2015 22:14 Hvalveiðar hafa enn ekki hafist þar sem dregist hefur að gefa út vinnsluleyfi eftir verkfall dýralækna. Skipstjórinn á Hval 9 vonast þó til að komast af stað um miðja næstu viku. Hvalbátarnir Hvalur 8 og 9 eru nýkomnir úr slipp, - voru skrapaðir og málaðir, - og í Reykjavíkurhöfn leggja menn nú lokahönd á að gera þá klára til langreyðarveiða, þriðja sumarið í röð. Þeir hafa venjulega hafið veiðarnar um miðjan júní en þótt búið sé að setja lög á verkfall dýralækna gætir áhrifa þess enn. „Við höfum ekki fengið vinnsluleyfi í stöðinni og það er ekki hægt að veiða dýrin nema hafa vinnsluleyfi,“ segir Ólafur Ólafsson, skipstjóri á Hval 9, í samtali í fréttum Stöðvar. Hann vonast þó til að þetta fari að leysast svo þeir geti farið að tygja sig af stað „vonandi um miðja næstu viku,“ segir skipstjórinn. Við hliðina á hvalveiðibátunum streyma hvalaskoðunarbátar úr höfn, fullir af ferðamönnum, en einhverntímann var því haldið fram að hvalveiðar kynnu að fæla ferðamenn frá því að heimsækja Ísland. Ólafur bendir á að aldrei hafi verið jafn mikið af ferðamönnum og ekki fækki hvalaskoðunarskipum í flóanum, né annarsstaðar. „Og við bara höldum áfram veiðunum, það er bara þannig.“ Á afmælisdegi kosningaréttar kvenna er spurt við hvalbátana hvar konurnar séu. Okkur er sagt að ef undan er skilin ein kona, sem um tíma var kokkur á einum hvalbátanna, þá hafi hvalveiðarnar verið karlaheimur. „Það hefur ekkert verið nein ásókn í þeim til okkar, því miður,“ svarar skipstjórinn. Þetta sé enn í dag karlavígi. „Þær klára sig alveg eins og hinir. Það er ekkert síðra með það,“ segir Ólafur og óskar konum til hamingju með daginn. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Hvalveiðar hafa enn ekki hafist þar sem dregist hefur að gefa út vinnsluleyfi eftir verkfall dýralækna. Skipstjórinn á Hval 9 vonast þó til að komast af stað um miðja næstu viku. Hvalbátarnir Hvalur 8 og 9 eru nýkomnir úr slipp, - voru skrapaðir og málaðir, - og í Reykjavíkurhöfn leggja menn nú lokahönd á að gera þá klára til langreyðarveiða, þriðja sumarið í röð. Þeir hafa venjulega hafið veiðarnar um miðjan júní en þótt búið sé að setja lög á verkfall dýralækna gætir áhrifa þess enn. „Við höfum ekki fengið vinnsluleyfi í stöðinni og það er ekki hægt að veiða dýrin nema hafa vinnsluleyfi,“ segir Ólafur Ólafsson, skipstjóri á Hval 9, í samtali í fréttum Stöðvar. Hann vonast þó til að þetta fari að leysast svo þeir geti farið að tygja sig af stað „vonandi um miðja næstu viku,“ segir skipstjórinn. Við hliðina á hvalveiðibátunum streyma hvalaskoðunarbátar úr höfn, fullir af ferðamönnum, en einhverntímann var því haldið fram að hvalveiðar kynnu að fæla ferðamenn frá því að heimsækja Ísland. Ólafur bendir á að aldrei hafi verið jafn mikið af ferðamönnum og ekki fækki hvalaskoðunarskipum í flóanum, né annarsstaðar. „Og við bara höldum áfram veiðunum, það er bara þannig.“ Á afmælisdegi kosningaréttar kvenna er spurt við hvalbátana hvar konurnar séu. Okkur er sagt að ef undan er skilin ein kona, sem um tíma var kokkur á einum hvalbátanna, þá hafi hvalveiðarnar verið karlaheimur. „Það hefur ekkert verið nein ásókn í þeim til okkar, því miður,“ svarar skipstjórinn. Þetta sé enn í dag karlavígi. „Þær klára sig alveg eins og hinir. Það er ekkert síðra með það,“ segir Ólafur og óskar konum til hamingju með daginn.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira