Mosi og steinar lifnuðu við þegar sérsveitarmenn handtóku Hlín Birgir Olgeirsson skrifar 19. júní 2015 10:30 Ljóst er að aðgerð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna fjárkúgunarmálsins var þaulskipulögð. Vísir Þegar Hlín Einarsdóttir hugðist teygja sig eftir töskunni sem átti að innihalda fjármuni sem hún og systir hennar Malín Brand ætluðu að kúga út úr forsætisráðherra lifnuðu við mosi og steinar fyrir framan hana og upp risu sérsveitarmenn í felulitabúningum.Svona lýsir DV atburðarásinni sem átti sér stað daginn sem Hlín Einarsdóttir og systir hennar Malín Brand voru handteknar í Vallahverfinu í Hafnarfirði föstudaginn 29. maí síðastliðinn fyrir að reyna fjárkúga Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Hótunarbréfið var stílað á eiginkonu Sigmundar Davíðs og barst fimmtudagskvöldið 28. maí á heimili þeirra hjóna og var lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu gert viðvart í kjölfarið. Sérsveit ríkislögreglustjóra var fengin til að aðstoða við aðgerðina og var ákveðið að fara eftir leiðbeiningum systranna sem birtust í hótunarbréfinu en peningana átti að afhenda sunnan Vallahverfsins, á mótum Ásbrautar og Krýsuvíkurvegar. Í bréfinu var tekið fram að ef ekki yrði farið eftir leiðbeiningum myndu systurnar koma upplýsingum til fjölmiðla sem kæmu forsætisráðherra illa. DV segir Hlín og Malín hafa farið saman á bifreið á umræddan stað þar sem þær fylgdust með þegar ráðherrabifreið Sigmundar Davíðs var ekið á vettvangi og bílstjóri steig út með töskuna og skildi hana eftir í hrauninu. DV segir systurnar hafa beðið í tæpan klukkutíma eftir að bifreiðinni var ekið af vettvangi. Þegar Hlín fór til að ná í töskuna risu hins vegar upp úr hrauninu sérsveitarmenn ríkislögreglustjóra í felulitum og skipuðu Hlín að leggjast í jörðina og var Malín handtekin í kjölfarið. Því er ljóst að sérsveitarmennirnir höfðu beðið í felulitum í dágóðan tíma eftir að fjárkúgararnir létu sjá sig. Báðar hafa þær játað aðild sína að málinu. Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Fjárkúgunarmálið enn til rannsóknar hjá lögreglu Hefur ekki komið á borð ríkissaksókanara. 8. júní 2015 11:28 Hlín Einars vill komast í tölvupóstinn sinn Hlín Einarsdóttir segist hafa sagt Birni Inga Hrafnssyni frá meintri nauðgun. 12. júní 2015 23:54 Hlín segir Malín hafa skipulagt fjárkúgunina með sér Hlín Einarsdóttir segir Malín Brand, systur sína, hafa logið í fjölmiðla um aðkomu sína að fjárkúgunarmálinu á hendur forsætisráðherra. 19. júní 2015 06:59 Sérsveitin kölluð til þótt öryggi Sigmundar væri ekki ógnað Sú staðreynd að fjárkúgunarkröfu var beint gegn forsætisráðherra og fjölskyldu hans hafði ekki áhrif á umfang aðgerðar lögreglu. "Þetta var tilraun til fjárkúgunar og viðbrögð í samræmi við það,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson. 3. júní 2015 13:15 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Þegar Hlín Einarsdóttir hugðist teygja sig eftir töskunni sem átti að innihalda fjármuni sem hún og systir hennar Malín Brand ætluðu að kúga út úr forsætisráðherra lifnuðu við mosi og steinar fyrir framan hana og upp risu sérsveitarmenn í felulitabúningum.Svona lýsir DV atburðarásinni sem átti sér stað daginn sem Hlín Einarsdóttir og systir hennar Malín Brand voru handteknar í Vallahverfinu í Hafnarfirði föstudaginn 29. maí síðastliðinn fyrir að reyna fjárkúga Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Hótunarbréfið var stílað á eiginkonu Sigmundar Davíðs og barst fimmtudagskvöldið 28. maí á heimili þeirra hjóna og var lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu gert viðvart í kjölfarið. Sérsveit ríkislögreglustjóra var fengin til að aðstoða við aðgerðina og var ákveðið að fara eftir leiðbeiningum systranna sem birtust í hótunarbréfinu en peningana átti að afhenda sunnan Vallahverfsins, á mótum Ásbrautar og Krýsuvíkurvegar. Í bréfinu var tekið fram að ef ekki yrði farið eftir leiðbeiningum myndu systurnar koma upplýsingum til fjölmiðla sem kæmu forsætisráðherra illa. DV segir Hlín og Malín hafa farið saman á bifreið á umræddan stað þar sem þær fylgdust með þegar ráðherrabifreið Sigmundar Davíðs var ekið á vettvangi og bílstjóri steig út með töskuna og skildi hana eftir í hrauninu. DV segir systurnar hafa beðið í tæpan klukkutíma eftir að bifreiðinni var ekið af vettvangi. Þegar Hlín fór til að ná í töskuna risu hins vegar upp úr hrauninu sérsveitarmenn ríkislögreglustjóra í felulitum og skipuðu Hlín að leggjast í jörðina og var Malín handtekin í kjölfarið. Því er ljóst að sérsveitarmennirnir höfðu beðið í felulitum í dágóðan tíma eftir að fjárkúgararnir létu sjá sig. Báðar hafa þær játað aðild sína að málinu.
Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Fjárkúgunarmálið enn til rannsóknar hjá lögreglu Hefur ekki komið á borð ríkissaksókanara. 8. júní 2015 11:28 Hlín Einars vill komast í tölvupóstinn sinn Hlín Einarsdóttir segist hafa sagt Birni Inga Hrafnssyni frá meintri nauðgun. 12. júní 2015 23:54 Hlín segir Malín hafa skipulagt fjárkúgunina með sér Hlín Einarsdóttir segir Malín Brand, systur sína, hafa logið í fjölmiðla um aðkomu sína að fjárkúgunarmálinu á hendur forsætisráðherra. 19. júní 2015 06:59 Sérsveitin kölluð til þótt öryggi Sigmundar væri ekki ógnað Sú staðreynd að fjárkúgunarkröfu var beint gegn forsætisráðherra og fjölskyldu hans hafði ekki áhrif á umfang aðgerðar lögreglu. "Þetta var tilraun til fjárkúgunar og viðbrögð í samræmi við það,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson. 3. júní 2015 13:15 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Fjárkúgunarmálið enn til rannsóknar hjá lögreglu Hefur ekki komið á borð ríkissaksókanara. 8. júní 2015 11:28
Hlín Einars vill komast í tölvupóstinn sinn Hlín Einarsdóttir segist hafa sagt Birni Inga Hrafnssyni frá meintri nauðgun. 12. júní 2015 23:54
Hlín segir Malín hafa skipulagt fjárkúgunina með sér Hlín Einarsdóttir segir Malín Brand, systur sína, hafa logið í fjölmiðla um aðkomu sína að fjárkúgunarmálinu á hendur forsætisráðherra. 19. júní 2015 06:59
Sérsveitin kölluð til þótt öryggi Sigmundar væri ekki ógnað Sú staðreynd að fjárkúgunarkröfu var beint gegn forsætisráðherra og fjölskyldu hans hafði ekki áhrif á umfang aðgerðar lögreglu. "Þetta var tilraun til fjárkúgunar og viðbrögð í samræmi við það,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson. 3. júní 2015 13:15