10 milljónir á dag en ekki króna í virðisaukaskatt Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. júní 2015 10:48 Bláa lónið malar gull þessi dægrin. Vísir/GVA Eins og Vísir greindi frá nú á þriðjudag hagnaðist Bláa lónið um 1.8 milljarða króna á síðasta ári en tekjur lónsins námu um 6.2 milljörðum króna árið 2014. Alls sóttu 766 þúsund gestir Bláa lónið í fyrra og er það aukning um 18 prósent á milli ára, fjölgun sem nemur 119 þúsund manns. Þessir gestir greiddu alls 3.7 milljarða króna í aðgangseyri ofan í lónið eða rúmar tíu milljónir króna á dag. DV greindi frá þessu í morgun. Gestir Bláa lónsins þurfa að greiða 6800 krónur vilji þeir svamla í lóninu á háannatíma á sumrin en ódýrustu miðarnir seljast á 5300 krónur. Bláa lónið greiðir ekki virðisaukaskatt af aðgangseyrinum en stafsemi þess fellur undir starf sundstaða, heilsuræktarstarfsemi og íþróttastarfsemi sem er undanþegin skattinum. Þessi tekjuliður fyrirtækisins hefur tvöfaldast á þremur árum en aðrir tekjuliðir lónsins; svo sem sala á húðvörum, veitingum og öðrum varningi, hafa einnig aukist svo um munar á síðustu árum. Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, hefur sagst vera fylgjandi því að undanþágum verði fækkað í virðisaukaskattkerfinu. Verði það gert í tilfelli aðgangseyrisins í lónið verði einfaldlega brugðist við því og miðaverð hækkað sem skattinum nemur. Tekið skal fram að Bláa lónið greiðir nú virðisaukaskatt af annarri starfsemi, meðal annars verslun, veitingum og gistiþjónustu. Á aðalfundi Bláa lónsins sem fór fram á þriðjudag var samþykkt að greiða 1.191 milljón króna í arð sem er aukning um rúmar 260 milljónir á milli ára. Arðgreiðslurnar nema því rúmlega 2 milljörðum króna á síðastliðnum tveimur árum. „Vöxtur Bláa Lónsins undanfarin ár hefur verið í takt við þróun ferðaþjónustunnar sem í dag aflar þjóðinni meiri gjaldeyristekna en nokkur önnur atvinnugrein,“ sagði Grímur í tilkynningu á þriðjudag. „Nú er unnið að áframhaldandi uppbyggingu sem felst í stækkun á upplifunarsvæði Bláa Lónsins og byggingu lúxushótels þar sem áherslan verður áfram á einstaka upplifun gesta og gæði,“ bætti hann við. Tengdar fréttir Skattleggja hvalaskoðun en sleppa Bláa lóninu Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja að engar skýringar hafi komið fram á því hvers vegna ekki hafi verið gengið lengra við fækkun undanþáguheimilda í virðisaukaskatti í fjárlögum næsta árs. Ekki sé forsvaranlegt að baðstaðir eins og Bláa Lónið og lax- og silungsveiði sé undanþegið skattinum meðan greiða þurfi skattinn af rútuferðum. 16. september 2014 19:45 Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Sjá meira
Eins og Vísir greindi frá nú á þriðjudag hagnaðist Bláa lónið um 1.8 milljarða króna á síðasta ári en tekjur lónsins námu um 6.2 milljörðum króna árið 2014. Alls sóttu 766 þúsund gestir Bláa lónið í fyrra og er það aukning um 18 prósent á milli ára, fjölgun sem nemur 119 þúsund manns. Þessir gestir greiddu alls 3.7 milljarða króna í aðgangseyri ofan í lónið eða rúmar tíu milljónir króna á dag. DV greindi frá þessu í morgun. Gestir Bláa lónsins þurfa að greiða 6800 krónur vilji þeir svamla í lóninu á háannatíma á sumrin en ódýrustu miðarnir seljast á 5300 krónur. Bláa lónið greiðir ekki virðisaukaskatt af aðgangseyrinum en stafsemi þess fellur undir starf sundstaða, heilsuræktarstarfsemi og íþróttastarfsemi sem er undanþegin skattinum. Þessi tekjuliður fyrirtækisins hefur tvöfaldast á þremur árum en aðrir tekjuliðir lónsins; svo sem sala á húðvörum, veitingum og öðrum varningi, hafa einnig aukist svo um munar á síðustu árum. Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, hefur sagst vera fylgjandi því að undanþágum verði fækkað í virðisaukaskattkerfinu. Verði það gert í tilfelli aðgangseyrisins í lónið verði einfaldlega brugðist við því og miðaverð hækkað sem skattinum nemur. Tekið skal fram að Bláa lónið greiðir nú virðisaukaskatt af annarri starfsemi, meðal annars verslun, veitingum og gistiþjónustu. Á aðalfundi Bláa lónsins sem fór fram á þriðjudag var samþykkt að greiða 1.191 milljón króna í arð sem er aukning um rúmar 260 milljónir á milli ára. Arðgreiðslurnar nema því rúmlega 2 milljörðum króna á síðastliðnum tveimur árum. „Vöxtur Bláa Lónsins undanfarin ár hefur verið í takt við þróun ferðaþjónustunnar sem í dag aflar þjóðinni meiri gjaldeyristekna en nokkur önnur atvinnugrein,“ sagði Grímur í tilkynningu á þriðjudag. „Nú er unnið að áframhaldandi uppbyggingu sem felst í stækkun á upplifunarsvæði Bláa Lónsins og byggingu lúxushótels þar sem áherslan verður áfram á einstaka upplifun gesta og gæði,“ bætti hann við.
Tengdar fréttir Skattleggja hvalaskoðun en sleppa Bláa lóninu Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja að engar skýringar hafi komið fram á því hvers vegna ekki hafi verið gengið lengra við fækkun undanþáguheimilda í virðisaukaskatti í fjárlögum næsta árs. Ekki sé forsvaranlegt að baðstaðir eins og Bláa Lónið og lax- og silungsveiði sé undanþegið skattinum meðan greiða þurfi skattinn af rútuferðum. 16. september 2014 19:45 Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Sjá meira
Skattleggja hvalaskoðun en sleppa Bláa lóninu Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja að engar skýringar hafi komið fram á því hvers vegna ekki hafi verið gengið lengra við fækkun undanþáguheimilda í virðisaukaskatti í fjárlögum næsta árs. Ekki sé forsvaranlegt að baðstaðir eins og Bláa Lónið og lax- og silungsveiði sé undanþegið skattinum meðan greiða þurfi skattinn af rútuferðum. 16. september 2014 19:45