Guðmundur Guðmundsson: Ég vil helst sleppa við að mæta Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júní 2015 11:00 Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins. Vísir/Getty Íslenska handboltalandsliðið verður í pottinum í hádeginu í dag þegar dregið verður í riðla í úrslitakeppni Evrópumótsins í handbolta sem fer fram í Póllandi í byrjun næsta árs. Íslenska landsliðið er í öðrum styrkleikaflokki og getur ekki lent í riðli með Póllandi, Svíþjóð og Ungverjalandi. Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins, er einn af þremur íslenskum þjálfurum sem stýra liði á mótinu og Politiken spurði Guðmund um óskir hans fyrir dráttinn. „Ég vil orða þetta þannig: Ég vil helst sleppa við að mæta löndum mínum frá Íslandi sem eru í öðrum styrkleikaflokki. Annars er mér nokkuð sama um hvernig þetta fer," sagði Guðmundur í viðtalinu við Politiken. Guðmundur hefði væntanlega ekkert á móti því heldur að sleppa við það að mæta Spánverjum og Frökkum áður en kemur að úrslitahelginni. „Það er nú bara þannig að það er mjög jöfn og öflug lið í Evrópukeppninni. Besta handboltalandslið í heimi kemur frá Evrópu og það er enginn léttur andstæðingur í keppninni. Allir geta spilað vel á sínum góða degi. Ég er því heiðarlegur þegar ég segi að ég eigi enga óskamótherja og engar óskir nema að sleppa við Ísland," sagði Guðmundur. Danir eru í efsta styrkleikaflokki og munu spila heimaleiki sína í Gdansk nyrst í Póllandi. Danska liðið verður ekki með Frakklandi, Spáni eða Króatíu í riðli en gæti mætt einu þeirra í milliriðlinum. Þetta verður annað stórmót danska handboltalandsliðsins undir stjórn Guðmundar en liðið endaði í 5. sæti á HM í Katar í janúar sem var slakasti árangur danska liðsins á HM í áratug. Danska liðið hefur spilað til úrslita á síðustu tveimur Evrópumótum, varð Evrópumeistari á EM í Serbíu 2012 og varði í öðru sæti á heimavelli á EM 2014. EM 2014 karla Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Ísland gæti lent með Gumma og Degi í riðli Ísland verður í öðrum styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir EM í Póllandi á næsta ári. 15. júní 2015 08:26 Aron áfram með landsliðið | Gunnar og Óli Stef til aðstoðar Aron Kristjánsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við HSÍ og mun því stýra íslenska karlalandsliðinu til ársins 2017. 18. júní 2015 15:34 Aron: Ánægjuleg lending Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag hefur Aron Kristjánsson skrifað undir nýjan samning við HSÍ sem gildir til næstu tveggja ára. 18. júní 2015 16:40 Svona kemst Ísland á ÓL í Ríó EM í Póllandi er síðasti möguleiki Íslands til að komast á Ólympíuleikana í Ríó á næsta ári. 15. júní 2015 09:20 Ísland meðal fastagesta á EM Íslenska karlalandsliðið í handbolta tryggði sér um helgina sæti á Evrópumótinu í handbolta með flottum tólf marka sigri á Svartfellingum í Höllinni og handboltaliðið kom Íslandi um leið í fámennan hóp handboltarisa álfunnar á þessari öld. 16. júní 2015 06:30 Formaður HSÍ: Skoðuðum ekki aðra kosti í starfið Handknattleikssambandið gekk frá tveggja ára framlengingu á samningi Arons Kristjánssonar sem landsliðsþjálfara karla í dag. 18. júní 2015 16:07 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið verður í pottinum í hádeginu í dag þegar dregið verður í riðla í úrslitakeppni Evrópumótsins í handbolta sem fer fram í Póllandi í byrjun næsta árs. Íslenska landsliðið er í öðrum styrkleikaflokki og getur ekki lent í riðli með Póllandi, Svíþjóð og Ungverjalandi. Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins, er einn af þremur íslenskum þjálfurum sem stýra liði á mótinu og Politiken spurði Guðmund um óskir hans fyrir dráttinn. „Ég vil orða þetta þannig: Ég vil helst sleppa við að mæta löndum mínum frá Íslandi sem eru í öðrum styrkleikaflokki. Annars er mér nokkuð sama um hvernig þetta fer," sagði Guðmundur í viðtalinu við Politiken. Guðmundur hefði væntanlega ekkert á móti því heldur að sleppa við það að mæta Spánverjum og Frökkum áður en kemur að úrslitahelginni. „Það er nú bara þannig að það er mjög jöfn og öflug lið í Evrópukeppninni. Besta handboltalandslið í heimi kemur frá Evrópu og það er enginn léttur andstæðingur í keppninni. Allir geta spilað vel á sínum góða degi. Ég er því heiðarlegur þegar ég segi að ég eigi enga óskamótherja og engar óskir nema að sleppa við Ísland," sagði Guðmundur. Danir eru í efsta styrkleikaflokki og munu spila heimaleiki sína í Gdansk nyrst í Póllandi. Danska liðið verður ekki með Frakklandi, Spáni eða Króatíu í riðli en gæti mætt einu þeirra í milliriðlinum. Þetta verður annað stórmót danska handboltalandsliðsins undir stjórn Guðmundar en liðið endaði í 5. sæti á HM í Katar í janúar sem var slakasti árangur danska liðsins á HM í áratug. Danska liðið hefur spilað til úrslita á síðustu tveimur Evrópumótum, varð Evrópumeistari á EM í Serbíu 2012 og varði í öðru sæti á heimavelli á EM 2014.
EM 2014 karla Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Ísland gæti lent með Gumma og Degi í riðli Ísland verður í öðrum styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir EM í Póllandi á næsta ári. 15. júní 2015 08:26 Aron áfram með landsliðið | Gunnar og Óli Stef til aðstoðar Aron Kristjánsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við HSÍ og mun því stýra íslenska karlalandsliðinu til ársins 2017. 18. júní 2015 15:34 Aron: Ánægjuleg lending Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag hefur Aron Kristjánsson skrifað undir nýjan samning við HSÍ sem gildir til næstu tveggja ára. 18. júní 2015 16:40 Svona kemst Ísland á ÓL í Ríó EM í Póllandi er síðasti möguleiki Íslands til að komast á Ólympíuleikana í Ríó á næsta ári. 15. júní 2015 09:20 Ísland meðal fastagesta á EM Íslenska karlalandsliðið í handbolta tryggði sér um helgina sæti á Evrópumótinu í handbolta með flottum tólf marka sigri á Svartfellingum í Höllinni og handboltaliðið kom Íslandi um leið í fámennan hóp handboltarisa álfunnar á þessari öld. 16. júní 2015 06:30 Formaður HSÍ: Skoðuðum ekki aðra kosti í starfið Handknattleikssambandið gekk frá tveggja ára framlengingu á samningi Arons Kristjánssonar sem landsliðsþjálfara karla í dag. 18. júní 2015 16:07 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Sjá meira
Ísland gæti lent með Gumma og Degi í riðli Ísland verður í öðrum styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir EM í Póllandi á næsta ári. 15. júní 2015 08:26
Aron áfram með landsliðið | Gunnar og Óli Stef til aðstoðar Aron Kristjánsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við HSÍ og mun því stýra íslenska karlalandsliðinu til ársins 2017. 18. júní 2015 15:34
Aron: Ánægjuleg lending Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag hefur Aron Kristjánsson skrifað undir nýjan samning við HSÍ sem gildir til næstu tveggja ára. 18. júní 2015 16:40
Svona kemst Ísland á ÓL í Ríó EM í Póllandi er síðasti möguleiki Íslands til að komast á Ólympíuleikana í Ríó á næsta ári. 15. júní 2015 09:20
Ísland meðal fastagesta á EM Íslenska karlalandsliðið í handbolta tryggði sér um helgina sæti á Evrópumótinu í handbolta með flottum tólf marka sigri á Svartfellingum í Höllinni og handboltaliðið kom Íslandi um leið í fámennan hóp handboltarisa álfunnar á þessari öld. 16. júní 2015 06:30
Formaður HSÍ: Skoðuðum ekki aðra kosti í starfið Handknattleikssambandið gekk frá tveggja ára framlengingu á samningi Arons Kristjánssonar sem landsliðsþjálfara karla í dag. 18. júní 2015 16:07