Lífið

Kosning hafin í Side9 Pige keppninni

Samúel Karl Ólason skrifar
mynd/ekstrabladeet
Kosning er nú hafin í Side9 Pige ársins 2014, keppninni hjá Ekstrabladet í Danmörku. Þar keppir Íslendingurinn Rakel Ósk, sem valin var ungfrú nóvember, við ellefu aðrar konur um hylli lesenda.

Kosningin fer fram hér á heimasíðu Ekstrabladet, en þar má sjá kynningarmyndbönd fyrir allar konurnar. Kosningunni líkur á sunnudaginn, en þá verður aftur keppt á milli þeirra fimm efstu.

Sjá einnig: Rakel Ósk - Ber að ofan í Ekstra Bladet, var valin ungfrú nóvember

Fyrr í vikunni sagði Rakel í samtali við Vísi að hún hefði tekið þátt eftir að ljósmyndari CoverModel.dk hafi hvatt sig til að fara í keppnina.

„Hingað til hef ég setið fyrir á því sem kallast "art-nudes" eða listrænar nektarljósmyndir. Að vera ber að ofan á blaðsíðu 9 er ekki mikið flóknara en maður fær talsvert meiri athygli. Ég hafði líka misst nokkur kíló og var bara frekar ánægð með mig svo ég sló bara til.“


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×