Vill upplýsingar um kostnað við ferðir forseta Íslands Birgir Olgeirsson skrifar 21. janúar 2015 16:11 Svandís Svavarsdóttir vill upplýsingar um kostnað við ferðir forseta Íslands erlendis en hér sést Dorrit Moussaieff, forsetafrú undir stýri á sólarknúinni bifreið sem sigraði í keppni slíkra bifreiða í Abu Dhabi á dögunum. forseti.is/gunnar Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur óskað eftir því að forsætisráðherra svari fyrirspurn hennar um ferðir Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands. Fyrirspurn Svandísar er í níu liðum en í fyrsta lagi vill hún vita hversu marga daga forseti Íslands hefur verið erlendis á þessu kjörtímabili frá innsetningu 1. ágúst 2012 til loka ársins 2014. Þá vill hún vita hversu mikla dagpeninga forsetaembættið hefur greitt forseta og embættismönnum vegna ferðanna, tilgreint eftir árum og tilefnum. Hún vill einnig vita hvert forsetinn hefur farið í opinberum erindgjörðum og vill að hver ferð sé tilgreind sérstaklega, svo og boðsaðili þegar um þá er að ræða.Vill líka upplýsingar um kostnað maka Þá spyr hún hvað þessar embættisferðir forseta Íslands og embættismanna kostuðu og óskar eftir sundurliðuðum kostnaði eftir ferðatilefnum og ferðalögum. Svandís spyr hvort utanríkisráðuneytið hafi verið með í ráðum um embættisferðirnar og þá hvaða ferðir og hverjar ekki. Spyr hún hvort bréfleg samskipti liggi fyrir um ferðirnar milli forsetaembættisins og utanríkisráðuneytisins. Hún fer einnig fram á að vita hve mikill kostnaður hefur fallið á forsetaembættið vegna ferða maka forseta á þessu tímbili. Einnig vill hún að tölur liggi fyrir um heildarkostnað ríkissjóðs vegna þessara ferða í greiðslum til handhafa forsetavalds. Að endingu fer hún fram á yfirlit yfir hversu marga heila daga forseti Íslands hefur verið á Íslandi á framangreindu tímabili, sundurliðað eftir árum.Forseti ásamt sendiherrum Danmerkur og Noregs og Benedikt Höskuldssyni frá utanríkisþjónustunni auk fulltrúa Masdar.forseti.isForsetinn í Abu Dhabi Ólafur Ragnar flutti í gær ávarp við opnun nýrrar norrænnar skrifstofu á Masdar-svæðinu í Abu Dhabi, höfuðborg Sameinuðu arabísku furstadæmana. Á vef embættis forseta Íslands kemur fram að skrifstofunni sé ætlað að veita norrænum fyrirtækjum aðstöðu og liðsinni við að kynna nýjungar sínar, tækni og framleiðslu í Mið-Austurlöndum og á starfræksla hennar að nýtast við kynningu á jarðhitatækni Íslendinga. Forsetinn hefur annars haft í nógu að snúast í Abu Dhabi síðustu daga vegna Heimsþings hreinnar orku en á sunnudag átti hann fund með fulltrúum Reykjavík Geothermal og stjórnvalda í Abu Dhabi um mögulega nýtingu lághitasvæða í borginni og annarstaðar í Mið-Austurlöndum til loftkælingar.Ólafur Ragnar og Dorrit Moussaieff ræða við Adnan Amin, forstjóra IRENA, og Al Gore, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna.forseti.isÁtti fund með fulltrúa kínversks fjárfestingarsjóðs Sama dag átti Ólafur Ragnar fund í tengslum við Heimsþing hreinnar orku, sem haldið er í Abu Dhabi, með Hauki Harðarsyni, stjórnanda Orku Energy, og Fanglu Wang, framkvæmdastjóra kínverska fjárfestingarsjóðsins CITTIC Capital um þróun hitaveituverkefna í Kína. Á mánudag stjórnaði forsetinn blaðamannafundi þar sem handhafar Zayed orkuverðlaunanna sátu fyrir svörum en fundarinn var haldinn í kjölfar verðlaunaathafnarinnar í Abu Dhabi. Í kjölfarið átti Ólafur Ragnar fund með Al Gore, fyrrum varaforseta Bandaríkjanna og Nóbelsverðlaunahafa, sem tók við sérstökum heiðursverðlaunum Zayed orkuverðlaunanna. Hann átti einnig sama dag fund með Ségolène Royal, orku- og umhverfisráðherra Frakklands, efndi til í Abu Dhabi þar sem rætt var um myndun alþjóðlegs bandalags um jarðhita, Global Geothermal Alliance. Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fleiri fréttir Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur óskað eftir því að forsætisráðherra svari fyrirspurn hennar um ferðir Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands. Fyrirspurn Svandísar er í níu liðum en í fyrsta lagi vill hún vita hversu marga daga forseti Íslands hefur verið erlendis á þessu kjörtímabili frá innsetningu 1. ágúst 2012 til loka ársins 2014. Þá vill hún vita hversu mikla dagpeninga forsetaembættið hefur greitt forseta og embættismönnum vegna ferðanna, tilgreint eftir árum og tilefnum. Hún vill einnig vita hvert forsetinn hefur farið í opinberum erindgjörðum og vill að hver ferð sé tilgreind sérstaklega, svo og boðsaðili þegar um þá er að ræða.Vill líka upplýsingar um kostnað maka Þá spyr hún hvað þessar embættisferðir forseta Íslands og embættismanna kostuðu og óskar eftir sundurliðuðum kostnaði eftir ferðatilefnum og ferðalögum. Svandís spyr hvort utanríkisráðuneytið hafi verið með í ráðum um embættisferðirnar og þá hvaða ferðir og hverjar ekki. Spyr hún hvort bréfleg samskipti liggi fyrir um ferðirnar milli forsetaembættisins og utanríkisráðuneytisins. Hún fer einnig fram á að vita hve mikill kostnaður hefur fallið á forsetaembættið vegna ferða maka forseta á þessu tímbili. Einnig vill hún að tölur liggi fyrir um heildarkostnað ríkissjóðs vegna þessara ferða í greiðslum til handhafa forsetavalds. Að endingu fer hún fram á yfirlit yfir hversu marga heila daga forseti Íslands hefur verið á Íslandi á framangreindu tímabili, sundurliðað eftir árum.Forseti ásamt sendiherrum Danmerkur og Noregs og Benedikt Höskuldssyni frá utanríkisþjónustunni auk fulltrúa Masdar.forseti.isForsetinn í Abu Dhabi Ólafur Ragnar flutti í gær ávarp við opnun nýrrar norrænnar skrifstofu á Masdar-svæðinu í Abu Dhabi, höfuðborg Sameinuðu arabísku furstadæmana. Á vef embættis forseta Íslands kemur fram að skrifstofunni sé ætlað að veita norrænum fyrirtækjum aðstöðu og liðsinni við að kynna nýjungar sínar, tækni og framleiðslu í Mið-Austurlöndum og á starfræksla hennar að nýtast við kynningu á jarðhitatækni Íslendinga. Forsetinn hefur annars haft í nógu að snúast í Abu Dhabi síðustu daga vegna Heimsþings hreinnar orku en á sunnudag átti hann fund með fulltrúum Reykjavík Geothermal og stjórnvalda í Abu Dhabi um mögulega nýtingu lághitasvæða í borginni og annarstaðar í Mið-Austurlöndum til loftkælingar.Ólafur Ragnar og Dorrit Moussaieff ræða við Adnan Amin, forstjóra IRENA, og Al Gore, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna.forseti.isÁtti fund með fulltrúa kínversks fjárfestingarsjóðs Sama dag átti Ólafur Ragnar fund í tengslum við Heimsþing hreinnar orku, sem haldið er í Abu Dhabi, með Hauki Harðarsyni, stjórnanda Orku Energy, og Fanglu Wang, framkvæmdastjóra kínverska fjárfestingarsjóðsins CITTIC Capital um þróun hitaveituverkefna í Kína. Á mánudag stjórnaði forsetinn blaðamannafundi þar sem handhafar Zayed orkuverðlaunanna sátu fyrir svörum en fundarinn var haldinn í kjölfar verðlaunaathafnarinnar í Abu Dhabi. Í kjölfarið átti Ólafur Ragnar fund með Al Gore, fyrrum varaforseta Bandaríkjanna og Nóbelsverðlaunahafa, sem tók við sérstökum heiðursverðlaunum Zayed orkuverðlaunanna. Hann átti einnig sama dag fund með Ségolène Royal, orku- og umhverfisráðherra Frakklands, efndi til í Abu Dhabi þar sem rætt var um myndun alþjóðlegs bandalags um jarðhita, Global Geothermal Alliance.
Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fleiri fréttir Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Sjá meira