Gústaf komið víða við: Telur samkynhneigð óeðlilega og íslam ekki eiga heima á Íslandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. janúar 2015 11:46 Gústaf Níelsson hefur ekki legið á skoðunum sínum hvað varðar réttindi minnihlutahópa á Íslandi. Vísir „Það hefur löngum verið þekkt að sumt fólk leggur ást á sitt eigið kyn, en það er ekki þar með sagt að slík háttsemi sé eðlileg, heldur þvert á móti.“ Þetta skrifaði Gústaf Níelsson í Morgunblaðið í desember 2005 þar sem hann gagnrýndi harðlega frumvarp sem lagt hafði verið fram á Alþingi um að heimila skyldi hjónaband samkynhneigðra. Greinin ber heitið „Að elska sitt eigið kyn.“ Skipan Gústafs sem varamanns Framsóknar og flugvallavina í mannréttindaráð Reykjavíkur hefur vakið mikla athygli. Gústaf er menntaður sagnfræðingur, hann er flokksbundinn sjálfstæðismaður og hefur tekið virkan þátt í starfi flokksins. Árið 1991 var hann skipaður framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins og gegndi því starfi í um tvö ár. Lítið fór fyrir Gústafi á seinni hluta 10. áratugs seinustu aldar en það sama verður ekki sagt um seinustu ár. Hann lét meðal annars til sín taka í umræðunni um vændismál árið 2003 í tengslum við frumvarp Kolbrúnar Halldórsdóttur til laga um vændi. Þá sinnti Gústaf sérverkefnum fyrir nektardansstaðinn Bohem.„Það var aldrei meiningin að leiða hið afbrigðilega og ófrjóa til öndvegis“ Gústaf hóf störf sem dagskrárgerðarmaður á Útvarpi Sögu árið 2004 og stýrði tveimur daglegum þáttum, Bláhorninu og Síðdegisspjallinu. Í ágúst 2005 tilkynnti Gústaf um það í Bláhorninu að hann hygðist taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar 2006. Gústaf sóttist eftir 8. sæti á listanum og sagði í viðtali við DV að stefnumál sín væru „klassísk sveitarstjórnarmál“ og að hann ætlaði að setja málefni fjölskyldunnar og eldra fólks á oddinn. „Ég styðst við þau gildi sem dugað hafa þjóðinni best í gegnum tíðina,“ sagði Gústaf meðal annars. Þá kvaðst hann vera af „klassískum skóla sjálfstæðismanna“ og taka skoðanir sínar og gildi úr íslenskum veruleika. Síðar sama ár skrifaði Gústaf svo fyrrnefnda grein í Morgunblaðið um lagafrumvarp varðandi hjónaband samkynhneigðra. Hann sagði frumvarpið vart eiga sér hliðstæðu í kristnum samfélögum Vesturlanda: „En hin kristnu samfélög Vesturlanda eru frjálslynd og umburðarlynd. Þau skilja að sum okkar eru öfugsnúin og afbrigðileg og láta refsilaust í dag, enda kærleiksboðskapurinn grunntónn í trúnni. En fyrr má nú rota en dauðrota, það var aldrei meiningin að leiða hið afbrigðilega og ófrjóa til öndvegis.“Lagði til að Ísland bannaði hin íslömsku trúarbrögð Gústaf hefur svo undanfarin misseri sætt harðri gagnrýni fyrir ummæli sín í garð múslíma en hann hefur meðal annars lýst því yfir opinberlega að hann sé á móti mosku í Reykjavík. Á síðasta ári lagði Gústaf til að Ísland bannaði hin íslömsku trúarbrögð og setti þannig fordæmi fyrir alla Evrópu. Í viðtali í útvarpsþættinum Harmageddon í maí síðastliðnum sagðist hann telja mikilvægt að standa vörð um kristin gildi Íslendinga. Þá lýsti hann áhyggjum af því að reist yrði moska í Reykjavík. „Ísland er síðasta kristna vígið, og það er að falla. Það er bara þannig“ sagði Gústaf í viðtalinu og hélt áfram: „Eru það fordómar að hafa þessa skoðun að það sé ekki heppilegt að fylla landið af múslimum?“ Gústaf var svo gestur í Bítinu á Bylgjunni fyrr í þessum mánuði þar sem hann ræddi við Þorleif Gunnlaugsson, fyrrum borgarfulltrúa Vinstri grænna, um hryðjuverkin í París. Þar var Gústaf spurður hvort hann vildi banna íslam á Íslandi: „Ég myndi að minnsta kosti vilja taka þá umræðu.“ Tengdar fréttir Eygló segir skipan Gústafs óásættanlega: Telur rétt að hún verði afturkölluð hið fyrsta Mikil ólga innan framsóknar vegna skipan Gústafs Níelssonar 21. janúar 2015 10:00 Framsókn skipar Gústaf sem varamann í mannréttindaráð borgarinnar Gústaf Níelsson er yfirlýstur andstæðingur mosku í Reykjavík og flokksbundinn Sjálfstæðismaður. 20. janúar 2015 22:40 Gústaf um ólgu innan Framsóknar: „Ég er bara að verða vinsælasti maðurinn í bænum“ Framsóknarmenn gagnrýna skipan Gunnars harkalega 21. janúar 2015 11:02 Samtökin 78 gagnrýna skipan Gústafs: "Verið að senda okkur fingurinn“ "Í þessu felast ákveðin og sterk skilaboð sem við hljótum að taka til okkar,“ segir Hilmar Magnússon, formaður Samtaka '78. 21. janúar 2015 11:44 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
„Það hefur löngum verið þekkt að sumt fólk leggur ást á sitt eigið kyn, en það er ekki þar með sagt að slík háttsemi sé eðlileg, heldur þvert á móti.“ Þetta skrifaði Gústaf Níelsson í Morgunblaðið í desember 2005 þar sem hann gagnrýndi harðlega frumvarp sem lagt hafði verið fram á Alþingi um að heimila skyldi hjónaband samkynhneigðra. Greinin ber heitið „Að elska sitt eigið kyn.“ Skipan Gústafs sem varamanns Framsóknar og flugvallavina í mannréttindaráð Reykjavíkur hefur vakið mikla athygli. Gústaf er menntaður sagnfræðingur, hann er flokksbundinn sjálfstæðismaður og hefur tekið virkan þátt í starfi flokksins. Árið 1991 var hann skipaður framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins og gegndi því starfi í um tvö ár. Lítið fór fyrir Gústafi á seinni hluta 10. áratugs seinustu aldar en það sama verður ekki sagt um seinustu ár. Hann lét meðal annars til sín taka í umræðunni um vændismál árið 2003 í tengslum við frumvarp Kolbrúnar Halldórsdóttur til laga um vændi. Þá sinnti Gústaf sérverkefnum fyrir nektardansstaðinn Bohem.„Það var aldrei meiningin að leiða hið afbrigðilega og ófrjóa til öndvegis“ Gústaf hóf störf sem dagskrárgerðarmaður á Útvarpi Sögu árið 2004 og stýrði tveimur daglegum þáttum, Bláhorninu og Síðdegisspjallinu. Í ágúst 2005 tilkynnti Gústaf um það í Bláhorninu að hann hygðist taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar 2006. Gústaf sóttist eftir 8. sæti á listanum og sagði í viðtali við DV að stefnumál sín væru „klassísk sveitarstjórnarmál“ og að hann ætlaði að setja málefni fjölskyldunnar og eldra fólks á oddinn. „Ég styðst við þau gildi sem dugað hafa þjóðinni best í gegnum tíðina,“ sagði Gústaf meðal annars. Þá kvaðst hann vera af „klassískum skóla sjálfstæðismanna“ og taka skoðanir sínar og gildi úr íslenskum veruleika. Síðar sama ár skrifaði Gústaf svo fyrrnefnda grein í Morgunblaðið um lagafrumvarp varðandi hjónaband samkynhneigðra. Hann sagði frumvarpið vart eiga sér hliðstæðu í kristnum samfélögum Vesturlanda: „En hin kristnu samfélög Vesturlanda eru frjálslynd og umburðarlynd. Þau skilja að sum okkar eru öfugsnúin og afbrigðileg og láta refsilaust í dag, enda kærleiksboðskapurinn grunntónn í trúnni. En fyrr má nú rota en dauðrota, það var aldrei meiningin að leiða hið afbrigðilega og ófrjóa til öndvegis.“Lagði til að Ísland bannaði hin íslömsku trúarbrögð Gústaf hefur svo undanfarin misseri sætt harðri gagnrýni fyrir ummæli sín í garð múslíma en hann hefur meðal annars lýst því yfir opinberlega að hann sé á móti mosku í Reykjavík. Á síðasta ári lagði Gústaf til að Ísland bannaði hin íslömsku trúarbrögð og setti þannig fordæmi fyrir alla Evrópu. Í viðtali í útvarpsþættinum Harmageddon í maí síðastliðnum sagðist hann telja mikilvægt að standa vörð um kristin gildi Íslendinga. Þá lýsti hann áhyggjum af því að reist yrði moska í Reykjavík. „Ísland er síðasta kristna vígið, og það er að falla. Það er bara þannig“ sagði Gústaf í viðtalinu og hélt áfram: „Eru það fordómar að hafa þessa skoðun að það sé ekki heppilegt að fylla landið af múslimum?“ Gústaf var svo gestur í Bítinu á Bylgjunni fyrr í þessum mánuði þar sem hann ræddi við Þorleif Gunnlaugsson, fyrrum borgarfulltrúa Vinstri grænna, um hryðjuverkin í París. Þar var Gústaf spurður hvort hann vildi banna íslam á Íslandi: „Ég myndi að minnsta kosti vilja taka þá umræðu.“
Tengdar fréttir Eygló segir skipan Gústafs óásættanlega: Telur rétt að hún verði afturkölluð hið fyrsta Mikil ólga innan framsóknar vegna skipan Gústafs Níelssonar 21. janúar 2015 10:00 Framsókn skipar Gústaf sem varamann í mannréttindaráð borgarinnar Gústaf Níelsson er yfirlýstur andstæðingur mosku í Reykjavík og flokksbundinn Sjálfstæðismaður. 20. janúar 2015 22:40 Gústaf um ólgu innan Framsóknar: „Ég er bara að verða vinsælasti maðurinn í bænum“ Framsóknarmenn gagnrýna skipan Gunnars harkalega 21. janúar 2015 11:02 Samtökin 78 gagnrýna skipan Gústafs: "Verið að senda okkur fingurinn“ "Í þessu felast ákveðin og sterk skilaboð sem við hljótum að taka til okkar,“ segir Hilmar Magnússon, formaður Samtaka '78. 21. janúar 2015 11:44 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Eygló segir skipan Gústafs óásættanlega: Telur rétt að hún verði afturkölluð hið fyrsta Mikil ólga innan framsóknar vegna skipan Gústafs Níelssonar 21. janúar 2015 10:00
Framsókn skipar Gústaf sem varamann í mannréttindaráð borgarinnar Gústaf Níelsson er yfirlýstur andstæðingur mosku í Reykjavík og flokksbundinn Sjálfstæðismaður. 20. janúar 2015 22:40
Gústaf um ólgu innan Framsóknar: „Ég er bara að verða vinsælasti maðurinn í bænum“ Framsóknarmenn gagnrýna skipan Gunnars harkalega 21. janúar 2015 11:02
Samtökin 78 gagnrýna skipan Gústafs: "Verið að senda okkur fingurinn“ "Í þessu felast ákveðin og sterk skilaboð sem við hljótum að taka til okkar,“ segir Hilmar Magnússon, formaður Samtaka '78. 21. janúar 2015 11:44
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“