Samtök atvinnulífsins: Skynsamlegast og farsælast að ljúka aðildarviðræðum Atli Ísleifsson skrifar 21. janúar 2015 11:44 Þorsteinn Víglundsson segir að með því að ljúka aðildarviðræðum lægi skýrt fyrir hvernig málið væri vaxið og mögulegt væri að taka afstöðu til endanlegs samnings. Vísir/Getty/SA „Afstaða Samtaka atvinnulífsins liggur í raun mjög skýr fyrir. Stjórn SA hefur í tvígang ályktað að það væri bæði skynsamlegast og farsælast að ljúka aðildarviðræðum og fá niðurstöðu sem kosið yrði um,“ segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í samtali við Vísi.Búist er við að Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra leggi brátt fram tillögu um að umsókn Íslands um Evrópusambandsaðild yrði afturkölluð. Þorsteinn segir að með því að ljúka aðildarviðræðum lægi skýrt fyrir hvernig málið væri vaxið og mögulegt væri að taka afstöðu til endanlegs samnings. „Við gerðum skoðanakönnun meðal okkar félagsmanna þegar þessi tillaga kom fram á síðasta ári þar sem meirihluti var andvígur því að umsóknin yrði dregin til baka.“Sjá einnig: Öll vinnan við ESB-umsóknina nýtist sé pólitískur vilji til þess Þorsteinn segir það þó ekki vera neitt launungarmál að spurningin um ESB-aðild hafi verið mikið hitamál innan samtakanna og skoðanir ólíkar um hvort okkur sé betur borgið innan Evrópusambandsins eða utan. „Stjórn samtaknna hefur ályktað að skynsamlegast væri að ljúka viðræðum og fá þá endanlega niðurstöðu í málið. Þannig megi klára umræðuna á grundvelli fyrirliggjandi samnings.“Afstaða mótast af mynt Þorsteinn segir ljóst að meðal flestra aðila innan samtakanna hafi Evrópusambandsmálið snúist um mynt. „Það hefur mótað afstöðu flestra til málsins, óskin um alþjóðlega, gjaldgenga mynt sem væri þá í þessu tilfelli evran. Við erum með mjög litla mynt í alþjóðlegu samhengi og hún hefur reynst okkur kostnaðarsöm á köflum. Það er alveg ljóst að við erum ekki að fara hér út úr höftum án þess að við taki einhver önnur höft á fjármagnsflutninga. Krónan mun tæpast fljóta að fullu á nýjan leik. Þess vegna hafa menn talið það mjög brýnt að við komumst í umhverfi sem væri sambærilegt við þau lönd sem við erum að keppa við – bæði hvað varðar mynt og vaxtastig.“ Tengdar fréttir Öll vinnan við ESB-umsóknina nýtist sé pólitískur vilji til þess Björg Thorarensen lagaprófessor segir vinnuna sem fram fór í tengslum við aðildarviðræðurnar nýtist að einhverju marki og að óbeinn ávinningur viðræðnanna hafi verið mikill. 21. janúar 2015 09:00 Tillaga um viðræðuslit verið rædd innan þingflokks Þingflokksformaður Framsóknar segir að biðin eftir tillögunni styttist með degi hverjum. Þingmaður Bjartar Framtíðar segist munu trúa því að hún verði lögð fram þegar það gerist. 21. janúar 2015 07:15 Mikil mótmæli í undirbúningi Tillögu Gunnars Braga Sveinssonar um viðræðuslit við ESB mun verða mætt af mikilli hörku. 20. janúar 2015 13:54 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
„Afstaða Samtaka atvinnulífsins liggur í raun mjög skýr fyrir. Stjórn SA hefur í tvígang ályktað að það væri bæði skynsamlegast og farsælast að ljúka aðildarviðræðum og fá niðurstöðu sem kosið yrði um,“ segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í samtali við Vísi.Búist er við að Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra leggi brátt fram tillögu um að umsókn Íslands um Evrópusambandsaðild yrði afturkölluð. Þorsteinn segir að með því að ljúka aðildarviðræðum lægi skýrt fyrir hvernig málið væri vaxið og mögulegt væri að taka afstöðu til endanlegs samnings. „Við gerðum skoðanakönnun meðal okkar félagsmanna þegar þessi tillaga kom fram á síðasta ári þar sem meirihluti var andvígur því að umsóknin yrði dregin til baka.“Sjá einnig: Öll vinnan við ESB-umsóknina nýtist sé pólitískur vilji til þess Þorsteinn segir það þó ekki vera neitt launungarmál að spurningin um ESB-aðild hafi verið mikið hitamál innan samtakanna og skoðanir ólíkar um hvort okkur sé betur borgið innan Evrópusambandsins eða utan. „Stjórn samtaknna hefur ályktað að skynsamlegast væri að ljúka viðræðum og fá þá endanlega niðurstöðu í málið. Þannig megi klára umræðuna á grundvelli fyrirliggjandi samnings.“Afstaða mótast af mynt Þorsteinn segir ljóst að meðal flestra aðila innan samtakanna hafi Evrópusambandsmálið snúist um mynt. „Það hefur mótað afstöðu flestra til málsins, óskin um alþjóðlega, gjaldgenga mynt sem væri þá í þessu tilfelli evran. Við erum með mjög litla mynt í alþjóðlegu samhengi og hún hefur reynst okkur kostnaðarsöm á köflum. Það er alveg ljóst að við erum ekki að fara hér út úr höftum án þess að við taki einhver önnur höft á fjármagnsflutninga. Krónan mun tæpast fljóta að fullu á nýjan leik. Þess vegna hafa menn talið það mjög brýnt að við komumst í umhverfi sem væri sambærilegt við þau lönd sem við erum að keppa við – bæði hvað varðar mynt og vaxtastig.“
Tengdar fréttir Öll vinnan við ESB-umsóknina nýtist sé pólitískur vilji til þess Björg Thorarensen lagaprófessor segir vinnuna sem fram fór í tengslum við aðildarviðræðurnar nýtist að einhverju marki og að óbeinn ávinningur viðræðnanna hafi verið mikill. 21. janúar 2015 09:00 Tillaga um viðræðuslit verið rædd innan þingflokks Þingflokksformaður Framsóknar segir að biðin eftir tillögunni styttist með degi hverjum. Þingmaður Bjartar Framtíðar segist munu trúa því að hún verði lögð fram þegar það gerist. 21. janúar 2015 07:15 Mikil mótmæli í undirbúningi Tillögu Gunnars Braga Sveinssonar um viðræðuslit við ESB mun verða mætt af mikilli hörku. 20. janúar 2015 13:54 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Öll vinnan við ESB-umsóknina nýtist sé pólitískur vilji til þess Björg Thorarensen lagaprófessor segir vinnuna sem fram fór í tengslum við aðildarviðræðurnar nýtist að einhverju marki og að óbeinn ávinningur viðræðnanna hafi verið mikill. 21. janúar 2015 09:00
Tillaga um viðræðuslit verið rædd innan þingflokks Þingflokksformaður Framsóknar segir að biðin eftir tillögunni styttist með degi hverjum. Þingmaður Bjartar Framtíðar segist munu trúa því að hún verði lögð fram þegar það gerist. 21. janúar 2015 07:15
Mikil mótmæli í undirbúningi Tillögu Gunnars Braga Sveinssonar um viðræðuslit við ESB mun verða mætt af mikilli hörku. 20. janúar 2015 13:54