Eygló segir skipan Gústafs óásættanlega: Telur rétt að hún verði afturkölluð hið fyrsta Birgir Olgeirsson skrifar 21. janúar 2015 10:00 Óhætt er að segja að ráðherrar og þingmenn Framsóknar hafi brugðist skjótt við skipan Gústafs Níelssonar í morgun. Vísir Mikil ólga er í Framsóknarflokknum vegna skipan sagnfræðingsins Gústafs Níelssonar sem varamanns í Mannréttindaráð Reykjavíkur fyrir hönd Framsóknar og flugvallarvina. Gústaf er flokksbundinn sjálfstæðismaður sem hefur sætt harðri gagnrýni fyrir ummæli sín í garð múslima en hann hefur lýst því yfir opinberlega að hann sé á móti mosku í Reykjavík.Sjá einnig: Framsókn skipar Gústaf sem varamann í mannréttindaráð Reykjavíkurborgar Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, segir skipan Gústafs vera að hennar mati óásættanlega og telur rétt að afturkalla hana hið fyrsta. „Gústaf hefur með ítrekuðum hætti lýst viðhorfum sem ganga þvert gegn gildum Framsóknarflokksins, viðhorfum sem endurspegla allt annað en stefnu flokksins um almenn mannréttindi, réttindi samkynhneigðra, innflytjenda og ýmissa minnihlutahópa. Ég tel rétt að borgarfulltrúar Framsóknar og flugvallavina í Reykjavík afturkalli þessa skipan hið fyrsta,“ skrifar Eygló á Facebook. Post by Eygló Harðardóttir. Skilur ekki Framsókn og flugvallarvini Þá skorar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra á Framsókn og flugvallarvini að endurskipa varamann í ráðið og tryggja að sá einstaklingur endurspegli betur grunngildi flokksins. „Ég skil ekki ákvörðun Framsóknar og flugvallavina í Reykjavík að skipa Gústaf Níelsson varamann í mannréttindaráð borgarinnar og tel það ekki samrýmast gildum flokksins að skipa mann sem tala fyrir mismunun eftir trú og kynferði,“ skrifar Gunnar Bragi á Facebook. Post by Gunnar Bragi Sveinsson.Standi vörð um grunngildi flokksins Birkir Jón Jónsson, bæjarfulltrúi í Kópavogi, tjáir sig ekki beint um skipan Gústafs en segir á Facebook í dag að nú þurfi framsóknarfólk um allt land að standa vörð um grunngildi flokksins. „Virðum mannréttindi og trúarskoðanir fólks. Höfnum öfgum og fordómum. Ég tilheyri stjórnmálaflokki sem hefur þessi orð í sinni grundvallarstefnu. Ég mun aldrei taka þátt í því að sveigja stefnu Framsóknarflokksins á aðrar brautir,“ skrifar Birkir Jón á Facebook. Post by Birkir Jón Jónsson.„Komin langt yfir strikið“ Ágúst Bjarni Garðarsson, oddviti Framsóknarflokksins í bæjarstjórn Hafnarfjarðar, segist harma skipun borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík á Gústafi sem varamanni í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar. „Þessi framganga Framsóknar og flugvallarvina er komin langt yfir strikið. Málflutningur sem þessi á ekki heima í Framsóknarflokknum,“ skrifar Ágúst Bjarni og segist taka undir með Birki Jóni Jónssyni og gerir orð hans að sínum. Post by Ágúst Bjarni Garðarsson.„Nú er nóg komið“ Þá segist Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hafa gengið í Framsóknarflokkinn eftir að hafa lesið stefnu hans. „Þessari stefnu hef ég ekki beygt frá. Kannski vildi ég ekki trúa því að fólk fylgdi ekki þessari stefnu sem eru grunngildi flokksins en nú er komið nóg. Ég fagna því fjölmenningarsamfélagi sem við búum í, það hefur kennt mér mikið. Vandamálið virðist speglast í fáfræði og vona ég innilega að það fólk afli sér upplýsinga og finni frið í sálu sinni.“ Post by Hanna María Sigmundsdóttir.Þá hefur Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, einnig bæst í hóp þeirra sem hafa gagnrýnt þessa skipan. „Af gefnu tilefni vifl ég lýsa vanþóknun minni á skipan Gústafs Níelssonar sem varamanns Framsóknar og Flugvallarvina í Mannréttindaráði Reykjavíkurborgar. Þessi ráðstöfun er mér með öllu óskiljanleg,“ skrifar Þorsteinn á Facebook í dag. Tengdar fréttir Framsókn skipar Gústaf sem varamann í mannréttindaráð borgarinnar Gústaf Níelsson er yfirlýstur andstæðingur mosku í Reykjavík og flokksbundinn Sjálfstæðismaður. 20. janúar 2015 22:40 „Mér finnst að það þurfi ekkert að reisa hérna mosku“ Sveinbjörg Birna Björnsdóttir segist ekki hafa verið á móti mosku i kosningabaráttunni en að nú sé hún það. 10. október 2014 09:12 „Framsókn fór yfir ákveðna línu í kosningabaráttunni “ "Framsóknarflokkurinn þarf að gera hreint fyrir sínum dyrum áður en við getum starfað með honum,“ segir Dagur B. Eggertsson nýkjörinn borgarstjóri Reykjavíkur. 17. júní 2014 00:01 Sveinbjörg Birna um andstæðinga múslima: „Þeir veðjuðu á rangan hest“ Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir var spurð hvort að Framsóknarflokkurinn ætlaði að beita sér fyrir afturköllun lóðarinnar. „Nei, en við ætlum að beita okkur fyrir því að það fari fram lögleg stjórnsýsla í Reykjavík.“ Vísir fer yfir ummæli Sveinbjargar fyrir borgarstjórnarkosningarnar. 18. júní 2014 17:19 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Erlent Fleiri fréttir „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Sjá meira
Mikil ólga er í Framsóknarflokknum vegna skipan sagnfræðingsins Gústafs Níelssonar sem varamanns í Mannréttindaráð Reykjavíkur fyrir hönd Framsóknar og flugvallarvina. Gústaf er flokksbundinn sjálfstæðismaður sem hefur sætt harðri gagnrýni fyrir ummæli sín í garð múslima en hann hefur lýst því yfir opinberlega að hann sé á móti mosku í Reykjavík.Sjá einnig: Framsókn skipar Gústaf sem varamann í mannréttindaráð Reykjavíkurborgar Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, segir skipan Gústafs vera að hennar mati óásættanlega og telur rétt að afturkalla hana hið fyrsta. „Gústaf hefur með ítrekuðum hætti lýst viðhorfum sem ganga þvert gegn gildum Framsóknarflokksins, viðhorfum sem endurspegla allt annað en stefnu flokksins um almenn mannréttindi, réttindi samkynhneigðra, innflytjenda og ýmissa minnihlutahópa. Ég tel rétt að borgarfulltrúar Framsóknar og flugvallavina í Reykjavík afturkalli þessa skipan hið fyrsta,“ skrifar Eygló á Facebook. Post by Eygló Harðardóttir. Skilur ekki Framsókn og flugvallarvini Þá skorar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra á Framsókn og flugvallarvini að endurskipa varamann í ráðið og tryggja að sá einstaklingur endurspegli betur grunngildi flokksins. „Ég skil ekki ákvörðun Framsóknar og flugvallavina í Reykjavík að skipa Gústaf Níelsson varamann í mannréttindaráð borgarinnar og tel það ekki samrýmast gildum flokksins að skipa mann sem tala fyrir mismunun eftir trú og kynferði,“ skrifar Gunnar Bragi á Facebook. Post by Gunnar Bragi Sveinsson.Standi vörð um grunngildi flokksins Birkir Jón Jónsson, bæjarfulltrúi í Kópavogi, tjáir sig ekki beint um skipan Gústafs en segir á Facebook í dag að nú þurfi framsóknarfólk um allt land að standa vörð um grunngildi flokksins. „Virðum mannréttindi og trúarskoðanir fólks. Höfnum öfgum og fordómum. Ég tilheyri stjórnmálaflokki sem hefur þessi orð í sinni grundvallarstefnu. Ég mun aldrei taka þátt í því að sveigja stefnu Framsóknarflokksins á aðrar brautir,“ skrifar Birkir Jón á Facebook. Post by Birkir Jón Jónsson.„Komin langt yfir strikið“ Ágúst Bjarni Garðarsson, oddviti Framsóknarflokksins í bæjarstjórn Hafnarfjarðar, segist harma skipun borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík á Gústafi sem varamanni í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar. „Þessi framganga Framsóknar og flugvallarvina er komin langt yfir strikið. Málflutningur sem þessi á ekki heima í Framsóknarflokknum,“ skrifar Ágúst Bjarni og segist taka undir með Birki Jóni Jónssyni og gerir orð hans að sínum. Post by Ágúst Bjarni Garðarsson.„Nú er nóg komið“ Þá segist Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hafa gengið í Framsóknarflokkinn eftir að hafa lesið stefnu hans. „Þessari stefnu hef ég ekki beygt frá. Kannski vildi ég ekki trúa því að fólk fylgdi ekki þessari stefnu sem eru grunngildi flokksins en nú er komið nóg. Ég fagna því fjölmenningarsamfélagi sem við búum í, það hefur kennt mér mikið. Vandamálið virðist speglast í fáfræði og vona ég innilega að það fólk afli sér upplýsinga og finni frið í sálu sinni.“ Post by Hanna María Sigmundsdóttir.Þá hefur Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, einnig bæst í hóp þeirra sem hafa gagnrýnt þessa skipan. „Af gefnu tilefni vifl ég lýsa vanþóknun minni á skipan Gústafs Níelssonar sem varamanns Framsóknar og Flugvallarvina í Mannréttindaráði Reykjavíkurborgar. Þessi ráðstöfun er mér með öllu óskiljanleg,“ skrifar Þorsteinn á Facebook í dag.
Tengdar fréttir Framsókn skipar Gústaf sem varamann í mannréttindaráð borgarinnar Gústaf Níelsson er yfirlýstur andstæðingur mosku í Reykjavík og flokksbundinn Sjálfstæðismaður. 20. janúar 2015 22:40 „Mér finnst að það þurfi ekkert að reisa hérna mosku“ Sveinbjörg Birna Björnsdóttir segist ekki hafa verið á móti mosku i kosningabaráttunni en að nú sé hún það. 10. október 2014 09:12 „Framsókn fór yfir ákveðna línu í kosningabaráttunni “ "Framsóknarflokkurinn þarf að gera hreint fyrir sínum dyrum áður en við getum starfað með honum,“ segir Dagur B. Eggertsson nýkjörinn borgarstjóri Reykjavíkur. 17. júní 2014 00:01 Sveinbjörg Birna um andstæðinga múslima: „Þeir veðjuðu á rangan hest“ Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir var spurð hvort að Framsóknarflokkurinn ætlaði að beita sér fyrir afturköllun lóðarinnar. „Nei, en við ætlum að beita okkur fyrir því að það fari fram lögleg stjórnsýsla í Reykjavík.“ Vísir fer yfir ummæli Sveinbjargar fyrir borgarstjórnarkosningarnar. 18. júní 2014 17:19 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Erlent Fleiri fréttir „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Sjá meira
Framsókn skipar Gústaf sem varamann í mannréttindaráð borgarinnar Gústaf Níelsson er yfirlýstur andstæðingur mosku í Reykjavík og flokksbundinn Sjálfstæðismaður. 20. janúar 2015 22:40
„Mér finnst að það þurfi ekkert að reisa hérna mosku“ Sveinbjörg Birna Björnsdóttir segist ekki hafa verið á móti mosku i kosningabaráttunni en að nú sé hún það. 10. október 2014 09:12
„Framsókn fór yfir ákveðna línu í kosningabaráttunni “ "Framsóknarflokkurinn þarf að gera hreint fyrir sínum dyrum áður en við getum starfað með honum,“ segir Dagur B. Eggertsson nýkjörinn borgarstjóri Reykjavíkur. 17. júní 2014 00:01
Sveinbjörg Birna um andstæðinga múslima: „Þeir veðjuðu á rangan hest“ Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir var spurð hvort að Framsóknarflokkurinn ætlaði að beita sér fyrir afturköllun lóðarinnar. „Nei, en við ætlum að beita okkur fyrir því að það fari fram lögleg stjórnsýsla í Reykjavík.“ Vísir fer yfir ummæli Sveinbjargar fyrir borgarstjórnarkosningarnar. 18. júní 2014 17:19