Öll vinnan við ESB-umsóknina nýtist sé pólitískur vilji til þess Atli Ísleifsson skrifar 21. janúar 2015 09:00 Björg Thorarensen var varaformaður samninganefndar Íslands vegna aðildarumsóknarinnar og formaður samningahóps um lagamál. Vísir/Getty „Ég tel ótvírætt að öll sú vinna sem átti sér stað á þessum árum kæmi í mjög góðar þarfir,“ segir Björg Thorarensen, lagaprófessor, aðspurð um hvort sú vinna sem fram fór í tengslum við aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu myndi nýtast, tæki ný ríkisstjórn ákvörðun um að taka upp viðræður að nýju. Björg var varaformaður samninganefndar Íslands vegna aðildarumsóknarinnar og formaður samningahóps um lagamál. „Vinnan sem fram fór nýtist auðvitað að einhverju marki. Það er búið að gera ítarlega greiningarvinnu á íslenskum rétti, lögum og reglum og því sem þarf að breyta og þeim snertiflötum sem þarf að fara yfir.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í viðtali í þættinum Sprengisandi þann 4. janúar síðastliðinn að sú vinna sem lögð hefði verið í umsóknina og viðræðurnar væru lítils virði í dag. „Eins og forsætisráðherra segir – að það sé ekkert gagn í þessari vinnu – þá er það rétt eins langt og það nær, ef pólitískur vilji ríkisstjórnarinnar er ekki til staðar,“ segir Björg. „Ef það er ekki pólitískur áhugi á að nýta þessa vinnu til neins þá er það auðvitað rétt. En þetta fyrst og fremst pólitískt mat forsætisráðherra. Þó að greiningarvinnan geti nýst þá breytist löggjöfin ört og það eru að verða sex ár síðan þessi vinna hófst.“ Björg leggur áherslu á að óbeinn ávinningur aðildarviðræðnanna hafi einnig verið mikill. „Viðræðurnar nýttust þannig að þær kynntu betur starfsemi Evrópusambandsins þannig að almenningur á nú betri kost á að taka afstöðu bæði til kosta og galla sambandsins. Svo tel ég að íslenskir embættismenn hafi fengið mjög góða innsýn í störf sambandsins. Það komu ótrúlega margir að þessari vinnu og þessi reynsla gerir íslenska embættismenn betur upplýsta um ýmis atriði sem gagnast við framkvæmd EES-samningnum.“ Þá nefnir Björg að hún telji Alþingi, sérstaklega utanríkismálanefnd, hafa fengið ágætis æfingu í hvernig megi undirbúa virka þátttöku þingsins í svo mikilvægu utanríkismáli og aðhald með ríkisstjórninni. Tengdar fréttir Krefjast þess að staðið verði við loforð um þjóðaratkvæði Aðstandendur útifundanna á Austurvelli vorið 2014 krefjast þess í tilkynningu að staðið verði við loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við ESB. 14. janúar 2015 21:00 „Efnislega er Ísland ekki í neinum viðræðum um inngöngu í ESB“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, býst við að tillaga utanríkisráðherra um viðræðuslit við Evrópusambandið verði lögð fram eftir nokkra daga. 20. janúar 2015 14:54 Utanríkisráðherra segir þjóðina og ESB hafa verið blekkt Utanríkisráðherra vill núllstilla ESB málið með því að slíta formlega aðildarviðræðum við sambandið án þjóðaratkvæðagreiðslu. 20. janúar 2015 12:15 Mikil mótmæli í undirbúningi Tillögu Gunnars Braga Sveinssonar um viðræðuslit við ESB mun verða mætt af mikilli hörku. 20. janúar 2015 13:54 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
„Ég tel ótvírætt að öll sú vinna sem átti sér stað á þessum árum kæmi í mjög góðar þarfir,“ segir Björg Thorarensen, lagaprófessor, aðspurð um hvort sú vinna sem fram fór í tengslum við aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu myndi nýtast, tæki ný ríkisstjórn ákvörðun um að taka upp viðræður að nýju. Björg var varaformaður samninganefndar Íslands vegna aðildarumsóknarinnar og formaður samningahóps um lagamál. „Vinnan sem fram fór nýtist auðvitað að einhverju marki. Það er búið að gera ítarlega greiningarvinnu á íslenskum rétti, lögum og reglum og því sem þarf að breyta og þeim snertiflötum sem þarf að fara yfir.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í viðtali í þættinum Sprengisandi þann 4. janúar síðastliðinn að sú vinna sem lögð hefði verið í umsóknina og viðræðurnar væru lítils virði í dag. „Eins og forsætisráðherra segir – að það sé ekkert gagn í þessari vinnu – þá er það rétt eins langt og það nær, ef pólitískur vilji ríkisstjórnarinnar er ekki til staðar,“ segir Björg. „Ef það er ekki pólitískur áhugi á að nýta þessa vinnu til neins þá er það auðvitað rétt. En þetta fyrst og fremst pólitískt mat forsætisráðherra. Þó að greiningarvinnan geti nýst þá breytist löggjöfin ört og það eru að verða sex ár síðan þessi vinna hófst.“ Björg leggur áherslu á að óbeinn ávinningur aðildarviðræðnanna hafi einnig verið mikill. „Viðræðurnar nýttust þannig að þær kynntu betur starfsemi Evrópusambandsins þannig að almenningur á nú betri kost á að taka afstöðu bæði til kosta og galla sambandsins. Svo tel ég að íslenskir embættismenn hafi fengið mjög góða innsýn í störf sambandsins. Það komu ótrúlega margir að þessari vinnu og þessi reynsla gerir íslenska embættismenn betur upplýsta um ýmis atriði sem gagnast við framkvæmd EES-samningnum.“ Þá nefnir Björg að hún telji Alþingi, sérstaklega utanríkismálanefnd, hafa fengið ágætis æfingu í hvernig megi undirbúa virka þátttöku þingsins í svo mikilvægu utanríkismáli og aðhald með ríkisstjórninni.
Tengdar fréttir Krefjast þess að staðið verði við loforð um þjóðaratkvæði Aðstandendur útifundanna á Austurvelli vorið 2014 krefjast þess í tilkynningu að staðið verði við loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við ESB. 14. janúar 2015 21:00 „Efnislega er Ísland ekki í neinum viðræðum um inngöngu í ESB“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, býst við að tillaga utanríkisráðherra um viðræðuslit við Evrópusambandið verði lögð fram eftir nokkra daga. 20. janúar 2015 14:54 Utanríkisráðherra segir þjóðina og ESB hafa verið blekkt Utanríkisráðherra vill núllstilla ESB málið með því að slíta formlega aðildarviðræðum við sambandið án þjóðaratkvæðagreiðslu. 20. janúar 2015 12:15 Mikil mótmæli í undirbúningi Tillögu Gunnars Braga Sveinssonar um viðræðuslit við ESB mun verða mætt af mikilli hörku. 20. janúar 2015 13:54 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Krefjast þess að staðið verði við loforð um þjóðaratkvæði Aðstandendur útifundanna á Austurvelli vorið 2014 krefjast þess í tilkynningu að staðið verði við loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við ESB. 14. janúar 2015 21:00
„Efnislega er Ísland ekki í neinum viðræðum um inngöngu í ESB“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, býst við að tillaga utanríkisráðherra um viðræðuslit við Evrópusambandið verði lögð fram eftir nokkra daga. 20. janúar 2015 14:54
Utanríkisráðherra segir þjóðina og ESB hafa verið blekkt Utanríkisráðherra vill núllstilla ESB málið með því að slíta formlega aðildarviðræðum við sambandið án þjóðaratkvæðagreiðslu. 20. janúar 2015 12:15
Mikil mótmæli í undirbúningi Tillögu Gunnars Braga Sveinssonar um viðræðuslit við ESB mun verða mætt af mikilli hörku. 20. janúar 2015 13:54