Næsti rektor Háskóla Íslands Torfi H. Tulinius skrifar 21. janúar 2015 07:00 Í apríl kjósa starfsmenn og nemendur Háskóla Íslands nýjan rektor. Rektor er æðsti stjórnandi skólans, hefur talsverð völd og ber ríka ábyrgð, hvort sem litið er til fjármála og innra starfs skólans, eða ásýndar hans og orðstírs út á við. Kjörgengir til rektors eru þeir umsækjendur sem Háskólaráð hefur metið hæfa til embættisins: hún/hann sé prófessor eða hafi sýnt með rannsóknum og kennslu hæfi til að gegna slíkri stöðu. Enn fremur skal hún/hann hafa „leiðtogahæfileika og skýra og metnaðarfulla framtíðarsýn fyrir háskólann, ríka samskiptahæfni og víðtæka reynslu af stjórnun og stefnumótun“. Háskólasamfélagið greiðir atkvæði um þau sem teljast embættisgeng. Atkvæði starfsmanna skólans sem hafa háskólapróf gilda 60%, atkvæði stúdenta 30% en atkvæði annarra starfsmanna 10%. Ef enginn fær hreinan meirihluta atkvæða í fyrstu umferð er haldin önnur þar sem kosið er milli tveggja efstu. Að þessu loknu gerir Háskólaráð tillögu til menntamálaráðherra sem skipar rektor til fimm ára. Þrátt fyrir ýmsar takmarkanir, bæði á embættisgengi og vægi atkvæða eftir stöðu, er þetta nokkuð lýðræðislegt fyrirkomulag. Ég veit ekki betur en að það sé einsdæmi í íslensku samfélagi að starfsmenn stofnunar eða fyrirtækis kjósi sér leiðtoga með þessum hætti. Fyrir því eru sögulegar ástæður en líka málefnalegar. Háskólar urðu til á miðöldum sem sjálfstæð samfélög kennara og fræðimanna. Það er því löng hefð fyrir jafningjastjórnun, sem hefur borið ríkulega ávexti: háskólar hafa jafnan verið aflvakar framfara í vísindum og tækni og ekki síður vettvangur hugmyndalegrar nýsköpunar. Mikilvægt er að þeir sem vinna við að búa til nýja þekkingu og þjálfa nemendur í öguðum en jafnframt skapandi vinnubrögðum fræðimannsins finni fyrir frelsi og ábyrgð sem því fylgir. Þess vegna er við hæfi að þeir velji sér forystukonu eða -mann og öðlist með því hlutdeild í framtíð og örlögum skólans.Skert völd Á undanförnum árum hefur verið þrengt að lýðræðishefð Háskólans. Áður var Háskólaráð skipað deildarforsetum, sem sjálfir voru kjörnir af starfsmönnum. Auk stúdenta, áttu þar m.a. sæti fulltrúar stéttarfélaga. Nú eru í ráðinu fulltrúar ríkisvalds, stúdenta og fulltrúar sem kjörnir eru af Háskólaþingi þar sem sitja stjórnendur skólans og fáeinir starfsmenn, mismargir eftir deildum. Umboð þessara „fulltrúa háskólasamfélagsins“ er óljósara en það sem deildarforsetar höfðu áður. Starfsmenn kjósa enn um deildarforseta, en völd þeirra eru mjög skert. Þeir sitja ekki í Háskólaráði og yfir þá hafa verið settir forsetar fræðasviða sem rektor ræður án kosningar. Loks eiga ráðningar akademískra starfsmanna sér ekki lengur stað eftir atkvæðagreiðslu í deild eins og áður var. Í ljósi þess hve frelsi og ábyrgð starfsmanna í kraftmiklu þekkingarsamfélagi Háskólans eru þýðingarmikil, má spyrja hvort þessar breytingar séu til bóta. Rektorskjör er kærkomið tækifæri til að ræða þessi mál. Það verður tekið vel eftir því sem væntanlegir frambjóðendur hafa um þau að segja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Sjá meira
Í apríl kjósa starfsmenn og nemendur Háskóla Íslands nýjan rektor. Rektor er æðsti stjórnandi skólans, hefur talsverð völd og ber ríka ábyrgð, hvort sem litið er til fjármála og innra starfs skólans, eða ásýndar hans og orðstírs út á við. Kjörgengir til rektors eru þeir umsækjendur sem Háskólaráð hefur metið hæfa til embættisins: hún/hann sé prófessor eða hafi sýnt með rannsóknum og kennslu hæfi til að gegna slíkri stöðu. Enn fremur skal hún/hann hafa „leiðtogahæfileika og skýra og metnaðarfulla framtíðarsýn fyrir háskólann, ríka samskiptahæfni og víðtæka reynslu af stjórnun og stefnumótun“. Háskólasamfélagið greiðir atkvæði um þau sem teljast embættisgeng. Atkvæði starfsmanna skólans sem hafa háskólapróf gilda 60%, atkvæði stúdenta 30% en atkvæði annarra starfsmanna 10%. Ef enginn fær hreinan meirihluta atkvæða í fyrstu umferð er haldin önnur þar sem kosið er milli tveggja efstu. Að þessu loknu gerir Háskólaráð tillögu til menntamálaráðherra sem skipar rektor til fimm ára. Þrátt fyrir ýmsar takmarkanir, bæði á embættisgengi og vægi atkvæða eftir stöðu, er þetta nokkuð lýðræðislegt fyrirkomulag. Ég veit ekki betur en að það sé einsdæmi í íslensku samfélagi að starfsmenn stofnunar eða fyrirtækis kjósi sér leiðtoga með þessum hætti. Fyrir því eru sögulegar ástæður en líka málefnalegar. Háskólar urðu til á miðöldum sem sjálfstæð samfélög kennara og fræðimanna. Það er því löng hefð fyrir jafningjastjórnun, sem hefur borið ríkulega ávexti: háskólar hafa jafnan verið aflvakar framfara í vísindum og tækni og ekki síður vettvangur hugmyndalegrar nýsköpunar. Mikilvægt er að þeir sem vinna við að búa til nýja þekkingu og þjálfa nemendur í öguðum en jafnframt skapandi vinnubrögðum fræðimannsins finni fyrir frelsi og ábyrgð sem því fylgir. Þess vegna er við hæfi að þeir velji sér forystukonu eða -mann og öðlist með því hlutdeild í framtíð og örlögum skólans.Skert völd Á undanförnum árum hefur verið þrengt að lýðræðishefð Háskólans. Áður var Háskólaráð skipað deildarforsetum, sem sjálfir voru kjörnir af starfsmönnum. Auk stúdenta, áttu þar m.a. sæti fulltrúar stéttarfélaga. Nú eru í ráðinu fulltrúar ríkisvalds, stúdenta og fulltrúar sem kjörnir eru af Háskólaþingi þar sem sitja stjórnendur skólans og fáeinir starfsmenn, mismargir eftir deildum. Umboð þessara „fulltrúa háskólasamfélagsins“ er óljósara en það sem deildarforsetar höfðu áður. Starfsmenn kjósa enn um deildarforseta, en völd þeirra eru mjög skert. Þeir sitja ekki í Háskólaráði og yfir þá hafa verið settir forsetar fræðasviða sem rektor ræður án kosningar. Loks eiga ráðningar akademískra starfsmanna sér ekki lengur stað eftir atkvæðagreiðslu í deild eins og áður var. Í ljósi þess hve frelsi og ábyrgð starfsmanna í kraftmiklu þekkingarsamfélagi Háskólans eru þýðingarmikil, má spyrja hvort þessar breytingar séu til bóta. Rektorskjör er kærkomið tækifæri til að ræða þessi mál. Það verður tekið vel eftir því sem væntanlegir frambjóðendur hafa um þau að segja.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun