Gerir skúlptúra úr neonlituðum límmiðum 17. janúar 2015 15:00 Mynd af verkinu Hrúga I, sem er einn skúlptúranna á sýningunni. Mynd/Helga Sif Guðmundsdóttir Listamaðurinn Helga Sif Guðmundsdóttir opnar í dag sýninguna INFINITE í Listasal Mosfellsbæjar. Sýningin samanstendur af innsetningu og skúlptúrum. Innsetningin er gerð úr plastfilmu og timbri en skúlptúrarnir úr neonlituðum límmiðum. Skúlptúrarnir eru forvitnilegir en þá segir Helga vera á mörkum þess að vera tvívíð verk. „Ég nota sjálft efnið til að framkalla birtu eða endurkast án þess þó að nota nokkuð nema það sjálft. Ég reyni að láta efnið stjórna ferðinni og hef sem minnst áhrif á það að öðru leyti en því að draga fram eðli þess sem í þessu tilfelli er endurkast ljóss og litar,“ segir Helga. Helga Sif hefur áður unnið innsetningar úr plastfilmu og tré en þá var það umhverfisverk á lifandi tré, sem hún gerði í skógi í Svíþjóð. „Núna er ég að prófa að taka efnið inn og notast við manngerða birtu, eða lljóskastara, og timbur. Ég vildi prófa að taka þetta viðfangsefni eða hráefni lengra en ég reyni stanslaust að ögra sjálfri mér og gera tilraunir með hversu langt ég kemst með þau hráefni sem ég nota. Þetta hráefni er mjög viðkvæmt og ljósnæmt sem er það sem mér finnst mest áhugavert við það. Mér líður stundum eins og ég sé að handleika eitthvað sem geti svo auðveldlega skemmst og orðið ljótt á sama tíma og það getur orðið svo ótrúlega fallegt. Það er togstreitan sem ég vil ná fram. Titillinn er vísun í það að vera í ferli sem lýkur ekki heldur sé áframhaldandi,“ segir Helga um innsetninguna. Sýningin er opnuð í Listasal Mosfellsbæjar klukkan 16 í dag og stendur hún til 7. febrúar. Menning Mest lesið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Fleiri fréttir Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Listamaðurinn Helga Sif Guðmundsdóttir opnar í dag sýninguna INFINITE í Listasal Mosfellsbæjar. Sýningin samanstendur af innsetningu og skúlptúrum. Innsetningin er gerð úr plastfilmu og timbri en skúlptúrarnir úr neonlituðum límmiðum. Skúlptúrarnir eru forvitnilegir en þá segir Helga vera á mörkum þess að vera tvívíð verk. „Ég nota sjálft efnið til að framkalla birtu eða endurkast án þess þó að nota nokkuð nema það sjálft. Ég reyni að láta efnið stjórna ferðinni og hef sem minnst áhrif á það að öðru leyti en því að draga fram eðli þess sem í þessu tilfelli er endurkast ljóss og litar,“ segir Helga. Helga Sif hefur áður unnið innsetningar úr plastfilmu og tré en þá var það umhverfisverk á lifandi tré, sem hún gerði í skógi í Svíþjóð. „Núna er ég að prófa að taka efnið inn og notast við manngerða birtu, eða lljóskastara, og timbur. Ég vildi prófa að taka þetta viðfangsefni eða hráefni lengra en ég reyni stanslaust að ögra sjálfri mér og gera tilraunir með hversu langt ég kemst með þau hráefni sem ég nota. Þetta hráefni er mjög viðkvæmt og ljósnæmt sem er það sem mér finnst mest áhugavert við það. Mér líður stundum eins og ég sé að handleika eitthvað sem geti svo auðveldlega skemmst og orðið ljótt á sama tíma og það getur orðið svo ótrúlega fallegt. Það er togstreitan sem ég vil ná fram. Titillinn er vísun í það að vera í ferli sem lýkur ekki heldur sé áframhaldandi,“ segir Helga um innsetninguna. Sýningin er opnuð í Listasal Mosfellsbæjar klukkan 16 í dag og stendur hún til 7. febrúar.
Menning Mest lesið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Fleiri fréttir Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira