Dönum er brugðið en Guðmundur er rétt að byrja Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. janúar 2015 13:45 Vísir/Eva Björk Ein allra óvæntustu úrslitin á HM til þessa var jafntefli Danmerkur gegn Argentínu í D-riðli í gær. Guðmundur Guðmundsson er þjálfari Dana og stýrði liðinu í gær í sínum fyrsta stórmótsleik. Thomas Kristensen starfar á TV2 og hefur fylgt danska landsliðinu eftir á stórmót í langan tíma. „Þetta kom öllum á óvart enda hefur Danmörk aldrei misst stig í leik gegn Argentínu á stórmóti. Einhverjir hafa vaknað í morgun og velt því fyrir sér hvort þetta hafi gerst í alvörunni en þetta er satt,“ sagði hann. Kristensen telur þó að það sé þolinmæði fyrir því að gefa Guðmundi tíma með liðið enda rétt svo nýbyrjaður í sínu starfi. „Ég er 100 prósent viss um að þetta er bara byrjunin á löngu ferðalagi hans með danska landsliðinu. Það hendir öll lið á öllum stórmótum að spila illa í 1-2 leikjum.“ „Ég vona því að Danir séu búnir að taka út sinn slæma leik en ég held að það hafi komið leikmönnunum - og jafnvel Guðmundi líka - á óvart hversu ákafir Argentínumennirnir voru í sínum leik.“ Kristensen hefur ekki orðið var við miklar umræður eða háværar kröfur þess efnis að þjálfari danska landsliðsins eigi að vera danskur. Þvert á móti telur hann að það hafi verið stórgóð ákvörðun að ráða Guðmund. „Handboltinn á sér langa og ríka sögu í Danmörku en það yrði erfitt fyrir hvern sem er að fylgja í fótspor Ulrik Wilbæk.“ „Ég tel að það sé gott að leita út fyrir landið með reglulegu millibili. Við vorum með sænskan þjálfara á miðjum tíunda áratugnum og kannski verður næsti þjálfari danskur.“ Hann segist enn vongóður um vonir danska landsliðsins sem stefnir að minnsta kosti í undanúrslit á mótinu. „Ég er 100 prósent viss um að við vinnum Sádí-Arabíu (á morgun) en það verður svo afar áhugavert að sjá Dani spila gegn Pólverjum, Rússum og Þjóðverjum.“ „En við skulum vera hreinskilin. Enginn í Danmörku bjóst við að Danmörk myndi tapa stigi gegn Argentínu. Okkur er því nokkuð brugðið.“ HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Danir náðu bara jafntefli á móti Argentínu Guðmundur Guðmundsson tókst ekki að vinna sinn fyrsta leik á stórmóti sem þjálfari danska landsliðsins í handbolta en liðið náði bara 24-24 jafntefli á móti Argentínu í kvöld. 16. janúar 2015 20:13 Hálftími og nokkrir metrar á milli blaðamannafunda Gumma og Dags Gríðarlegur áhugi á báðum liðum en íslensku þjálfaranir byrjuðu misvel á HM í handbolta. 17. janúar 2015 09:49 Guðmundur: Andvökunótt hjá mér Þjálfari danska landsliðsins súr í broti eftir jafntefli gegn Argentínu á HM í handbolta. 16. janúar 2015 23:45 Guðmundur: Argentína verður erfiður andstæðingur Guðmundur Guðmundsson stýrir sínum fyrsta stórmótsleik með danska landsliðinu í kvöld. 16. janúar 2015 06:15 Guðmundur: Og så videre Áhugavert viðtal við Guðmund Guðmundsson um pressuna sem fylgir því að þjálfa eitt besta landslið í heimi. 16. janúar 2015 15:00 Sérfræðingur TV2: Gríðarleg pressa á Guðmundi „Íslenska liðið lét dönsku vörnina líta einfeldningslega út,“ segir Bent Nyegaard, sérfræðingur TV2 í Danmörku. 16. janúar 2015 12:30 Dagur spáir Dönum heimsmeistaratitlinum Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands, spáir því að hans lið muni mæta komandi heimsmeisturum í riðlakeppni HM. 14. janúar 2015 14:00 Spáir Guðmundi og dönsku strákunum í baráttu um gullið Stefan Lövgren telur Frakka og Dani bestu lið heims. 12. janúar 2015 12:30 Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira
Ein allra óvæntustu úrslitin á HM til þessa var jafntefli Danmerkur gegn Argentínu í D-riðli í gær. Guðmundur Guðmundsson er þjálfari Dana og stýrði liðinu í gær í sínum fyrsta stórmótsleik. Thomas Kristensen starfar á TV2 og hefur fylgt danska landsliðinu eftir á stórmót í langan tíma. „Þetta kom öllum á óvart enda hefur Danmörk aldrei misst stig í leik gegn Argentínu á stórmóti. Einhverjir hafa vaknað í morgun og velt því fyrir sér hvort þetta hafi gerst í alvörunni en þetta er satt,“ sagði hann. Kristensen telur þó að það sé þolinmæði fyrir því að gefa Guðmundi tíma með liðið enda rétt svo nýbyrjaður í sínu starfi. „Ég er 100 prósent viss um að þetta er bara byrjunin á löngu ferðalagi hans með danska landsliðinu. Það hendir öll lið á öllum stórmótum að spila illa í 1-2 leikjum.“ „Ég vona því að Danir séu búnir að taka út sinn slæma leik en ég held að það hafi komið leikmönnunum - og jafnvel Guðmundi líka - á óvart hversu ákafir Argentínumennirnir voru í sínum leik.“ Kristensen hefur ekki orðið var við miklar umræður eða háværar kröfur þess efnis að þjálfari danska landsliðsins eigi að vera danskur. Þvert á móti telur hann að það hafi verið stórgóð ákvörðun að ráða Guðmund. „Handboltinn á sér langa og ríka sögu í Danmörku en það yrði erfitt fyrir hvern sem er að fylgja í fótspor Ulrik Wilbæk.“ „Ég tel að það sé gott að leita út fyrir landið með reglulegu millibili. Við vorum með sænskan þjálfara á miðjum tíunda áratugnum og kannski verður næsti þjálfari danskur.“ Hann segist enn vongóður um vonir danska landsliðsins sem stefnir að minnsta kosti í undanúrslit á mótinu. „Ég er 100 prósent viss um að við vinnum Sádí-Arabíu (á morgun) en það verður svo afar áhugavert að sjá Dani spila gegn Pólverjum, Rússum og Þjóðverjum.“ „En við skulum vera hreinskilin. Enginn í Danmörku bjóst við að Danmörk myndi tapa stigi gegn Argentínu. Okkur er því nokkuð brugðið.“
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Danir náðu bara jafntefli á móti Argentínu Guðmundur Guðmundsson tókst ekki að vinna sinn fyrsta leik á stórmóti sem þjálfari danska landsliðsins í handbolta en liðið náði bara 24-24 jafntefli á móti Argentínu í kvöld. 16. janúar 2015 20:13 Hálftími og nokkrir metrar á milli blaðamannafunda Gumma og Dags Gríðarlegur áhugi á báðum liðum en íslensku þjálfaranir byrjuðu misvel á HM í handbolta. 17. janúar 2015 09:49 Guðmundur: Andvökunótt hjá mér Þjálfari danska landsliðsins súr í broti eftir jafntefli gegn Argentínu á HM í handbolta. 16. janúar 2015 23:45 Guðmundur: Argentína verður erfiður andstæðingur Guðmundur Guðmundsson stýrir sínum fyrsta stórmótsleik með danska landsliðinu í kvöld. 16. janúar 2015 06:15 Guðmundur: Og så videre Áhugavert viðtal við Guðmund Guðmundsson um pressuna sem fylgir því að þjálfa eitt besta landslið í heimi. 16. janúar 2015 15:00 Sérfræðingur TV2: Gríðarleg pressa á Guðmundi „Íslenska liðið lét dönsku vörnina líta einfeldningslega út,“ segir Bent Nyegaard, sérfræðingur TV2 í Danmörku. 16. janúar 2015 12:30 Dagur spáir Dönum heimsmeistaratitlinum Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands, spáir því að hans lið muni mæta komandi heimsmeisturum í riðlakeppni HM. 14. janúar 2015 14:00 Spáir Guðmundi og dönsku strákunum í baráttu um gullið Stefan Lövgren telur Frakka og Dani bestu lið heims. 12. janúar 2015 12:30 Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira
Danir náðu bara jafntefli á móti Argentínu Guðmundur Guðmundsson tókst ekki að vinna sinn fyrsta leik á stórmóti sem þjálfari danska landsliðsins í handbolta en liðið náði bara 24-24 jafntefli á móti Argentínu í kvöld. 16. janúar 2015 20:13
Hálftími og nokkrir metrar á milli blaðamannafunda Gumma og Dags Gríðarlegur áhugi á báðum liðum en íslensku þjálfaranir byrjuðu misvel á HM í handbolta. 17. janúar 2015 09:49
Guðmundur: Andvökunótt hjá mér Þjálfari danska landsliðsins súr í broti eftir jafntefli gegn Argentínu á HM í handbolta. 16. janúar 2015 23:45
Guðmundur: Argentína verður erfiður andstæðingur Guðmundur Guðmundsson stýrir sínum fyrsta stórmótsleik með danska landsliðinu í kvöld. 16. janúar 2015 06:15
Guðmundur: Og så videre Áhugavert viðtal við Guðmund Guðmundsson um pressuna sem fylgir því að þjálfa eitt besta landslið í heimi. 16. janúar 2015 15:00
Sérfræðingur TV2: Gríðarleg pressa á Guðmundi „Íslenska liðið lét dönsku vörnina líta einfeldningslega út,“ segir Bent Nyegaard, sérfræðingur TV2 í Danmörku. 16. janúar 2015 12:30
Dagur spáir Dönum heimsmeistaratitlinum Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands, spáir því að hans lið muni mæta komandi heimsmeisturum í riðlakeppni HM. 14. janúar 2015 14:00
Spáir Guðmundi og dönsku strákunum í baráttu um gullið Stefan Lövgren telur Frakka og Dani bestu lið heims. 12. janúar 2015 12:30